Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2005, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 04.01.2005, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005 Amare Stoudemire hjá PhoenixSuns í NBA-körfuboltanum setti persónulegt met þegar hann skoraði 50 stig gegn Portland Trailblazers í fyrrinótt. Suns vann leikinn, 117-98, og er sem fyrr efst allra liða í deild- inni með tæplega 87% vinningshlut- fall. Tveir leikmenn Suns hafa skorað meira en 50 stig í leik: Tony Delk (53 stig) og Tom Chambers (60 stig). Gamla knattspyrnugoðið PaulGascoigne er allur að koma til eftir að hann var lagður inn á spítala með lungnabólgu. Alex Armitage, u m b o ð s m a ð u r Gascoigne, þvertók fyrir að ástand leik- mannsins hefði eitt- hvað með eiturlyf og áfengi að gera. „Þetta er bara lungnabólga sem er nokkuð sem getur komið fyrir hvern sem er,“ sagði Armitage. Gascoigne vonast eftir því að komast í boltann á nýjan leik og sótti nýverið um þjálfarastarf hjá Newcastle Jets í áströlsku deildinni. Það þarf toppdómara í toppleiki.Þetta fullyrti Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, þegar hann tjáði sig um störf Mike Riley, dóm- ara í ensku úrvalsdeildinni. Carragh- er vill meina að Riley hafi gert stór mistök í tveimur leikjum sem urðu Chelsea til góðs í slagnum um topp- sæti deildarinnar. Varnarmaðurinn knái sagði að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Chelsea lagði lið- ið á Anfield. „Hann setti flautuna upp í sig en svo er spurning hvort hann hafi guggnað á að dæma,“ sagði Carragher. Þá dró hann í efa gildi vítaspyrnunnar sem Wayne Rooney fékk í leik Manchester United og Arsenal. „Knattspyrnusambandið þarf að spyrja sig að því hvort Riley eigi heima í toppslagnum í ljósi þessara mistaka.“ Hinn nýi þjálfari Real Madrid,Wanderley Luxemburgo, spilar stóran þátt í framtíð Fernando Mori- entes hjá liðinu. Fari svo að hann hafi áhuga á að halda Morientes getur Luxemburgo komið í veg fyrir flutning kappans til Liverpool. Gines Carvajal, umboðs- maður Morientes, bjóst við að málið yrði frágengið í næstu viku. „Forseti Real Madrid hefur beðið okkur að hinkra þangað til þjálfarinn hefur gert upp hug sinn. Samningamál eru í biðstöðu en þó nokkur lið hafa sýnt okkur áhuga,“ sagði Carvajal. Blackburn hefur ekki hækkað til-boð sitt í Robbie Savage hjá Birmingham. Þetta staðfesti Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birming- ham, í gær. „Það hefur ekkert breyst varðandi Savage og hann er sem fyrr, ekki til sölu,“ sagði Bruce. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur rennt hýru auga til Savage og er búist við nýju tilboði frá Hughes á næstu dögum. Blackburn bauð 2 milljónir punda í Savage í síðasta mánuði en forráðamenn Birming- ham afþökkuðu boðið. Dan nokkur Gilbert hefur festkaup á NBA-liðinu Cleveland Cavaliers. Gilbert, sem er upphafs- maður veðréttinda- fyrirtækisins Quic- ken Loans, keypti Cavaliers af bræðr- unum Gordon og George Gund fyrir rúmlega 23 millj- arða íslenskra króna. Þess má geta að bræðurnir keyptu Cavaliers árið 1983 fyrir 1,2 milljarða en eftir að stórstjarnan LeBron James kom til liðsins hefur rauk verðmæti Cavaliers upp úr öllu valdi. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Alicante frá 9.900 kr. með Heimsferðum í sumar Heimsferðir kynna nú stórkostlega verðlækkun á flugi til Alicante fyrir sumarið 2005 og lægstu verð sem hafa nokkru sinni sést í sólina. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef þú bókar strax, því einungis takmarkað sætaframboð er á lægstu fargjöldunum. Kr. 9.900.- Flug aðra leiðina 31.mars. Skattar kr. 2.390 M.v. netbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða í síma er kr. 1.500 pr. mann. - 18. mars - 31. mars - 21. apríl - 18. maí - 25. maí - 1. júní - 8. júní - 15. júní - 22. júní - 29. júní - 6. júlí - 13. júlí - 20. júlí - 27. júlí - 3. ágúst - 10. ágúst - 17. ágúst - 24. ágúst - 31. ágúst - 7. sept. - 14. sept. - 21. sept. - 28. sept. - 5. okt. - 12. okt. - 19. okt. Fyrstu sætin á lægsta verðinu Bókaðu á vefnum og tryggðu þér lægsta verðið 36% verðlækkun til Alicante í sumar Kr. 14.800.- Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 4.190. M.v. netbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða í síma er kr. 1.500 pr. mann. Notaðu Mastercard ávísun og VR ávísun til að lækka ferðakostnaðinn enn frekar.. Sæti verður að staðfesta við bókun Dagsetningar í sumar ENSKA ER OKKAR MÁL Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Ensku talnámskeið Innritun hafin 2005 Róbert Gunnarsson á leið frá Danmörku: Í samningaviðræðum við Gummersbach HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Ró- bert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félag- inu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk fé- lög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samning- ur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. „Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. „Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki al- veg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir,“ sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum. henry@frettabladid.is RÓBERT GUNNARSSON Leikur væntanlega með þýska félaginu Gummersbach á næstu leiktíð. Fréttablaðið/Tommy Holl Colin Montgomerie: Magurt ár í golfinu GOLF Skotinn Colin Montgomerie segist ákveðinn í að taka til hönd- unum á nýju ári eftir eitt slakasta ár hans sem atvinnumaður í golfi á nýliðnu ári. Kappinn er kominn í 81. sæti á heimslista kylfinga en hann var um langa hríð meðal þeirra tíu bestu. Montgomerie, sem aðeins er rúmlega fertugur, er viss um að geta enn keppt við þá bestu en hann skildi nýlega við kvinnu sína til margra ára en stúlkan sú gaf honum afarkosti; hættu í golfi eða hættu með mér. Monty, hinn sanni Skoti, kaus golfið áfram. ■ EKKI DAUÐUR ENN Montgomerie hefur skilið við konu sína og hyggur á endur- reisn ferilsins en síðasta ár var hans lakasta í árafjölda.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.