Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 32
4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Gerræðisleg tó-
bakslög sem sjálf-
sagt standast ekki
stjórnarskrána í
núverandi mynd
meina mér að
skrifa fallega um
tóbak. Ég ætla samt
að taka sénsinn og
kveðja þennan
óþverra hér enda er
ekki beinlínis hægt að tala um að
hér á eftir fari lofrulla þó um hálf-
gerða minningargrein sé að ræða.
Mér fannst of plebbalegt að
hætta að reykja þann fyrsta janú-
ar og hef því ákveðið að hætta
ekki á morgun, heldur hinn og þá
lýkur 15 ára erótísku sambandi
mínu við sígaretturnar sem ég
taldi mig löngum vera að sjúga úr
kosmíska krafta. Ávinningurinn
af öllu stubbatottinu hefur hins
vegar aðallega verið fólginn í
æðaþrengslum, síþreytu og slím-
stífluðum öndunarvegi.
Það er samt ekki laust við að
mér finnist það frekar aumingja-
legt að hætta að drepa mig hægt
og rólega á miðri leið enda hefur
reykingafasisminn í þjóðfélaginu
nánast gert það að þegnskyldu að
sýna heilbrigt andóf og standa
vörð um persónufrelsi með reyk-
ingum.
Ástæðan fyrir því að ég hætti
getur samt aldrei orðið aulalegri
en ástæðan fyrir því að ég byrjaði.
Humphrey Bogart reykti og mér
fannst og finnst hann töff. Það
þurfti ekki meira til. Hann tærðist
upp af lungnakrabba og dó 57 ára.
Ég reyndi einu sinni að telja mér
trú um að það væri líka töff.
Það er samt ekkert smámál að
hemja tóbaksfíknina og ég er
núna í miðju sorgarferli. Þetta er
eins og að missa náinn vin sem
hefur fylgt manni í gegnum súrt
og sætt. Ég upplifði þetta einnig
þegar ég gerði mér grein fyrir því
að ég yrði að segja skilið við
áfengi það sem ég ætti eftir ólifað.
Tómleikatilfinning heltók mig og
ég var tvær vikur að sigrast á
sorginni en þá tóku við miklu betri
tímar.
Þetta varður eins með retturn-
ar; djúp sorg en síðan ærslafull og
súrefnisrík gleði. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
Þórarinn Þórarinsson kveður tóbakið með tregablöndnum létti.
Minningargrein um fjandvin
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Ekki í kvöld
Günther.
Ég er með
höfuðverk.
Þú hefði
nú getað sagt
það fyrr.
Hvað eru þið að
horfa á drengir?
Heimildarmynd
um sögu bikinía.
... það er full
mikið fyrir þig.
Ég þarf á
naglasnyrtingu
að halda!
Mamma,
hvað er
þetta? Vá! Rosa-
lega ertu
falleg á
myndinni
mamma.
Þú ert að
horfa á
hjúkkuna.
Það er ég sem
ligg í rúminu.
Ert
þetta þú?
Hvað kom
fyrir?
Þetta er albúm
með barnamynd-
um af þér. Viltu
skoða það?
Þessi mynd var tekin rétt
áður en ég fékk
að halda á þér
í fyrsta sinn.
Brautarholt 22 • Sími: 551 4003
www.thorshamar.is • thorshamar@thorshamar.is
R
V
20
24
Ruslatunnur og fötur í miklu úrvali
Úti sem inni
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Auglýsingasíminn
er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins -