Fréttablaðið - 04.01.2005, Qupperneq 38
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Átta.
Þrjár til fjórar konur.
50 krónur í upphafsgjald og svo um
50 krónur hver mínúta úr heimasíma
(tæpar 60 krónur úr farsíma).
30 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Illugi Jökulsson lét í gær af
störfum sem ritstjóri DV og mun
taka við útvarpsstjórastöðu á nýrri
talútvarpsstöð í eigu Íslenska
útvarpsfélagsins. Illugi hefur rit-
stýrt DV síðastliðið ár, eða frá því
að Frétt ehf., sem gefur meðal ann-
ars út Fréttablaðið, keypti DV.
„Þetta er síðasti opinberi vinnu-
dagurinn minn en ég veit ekki
hvort ég verð viðloðandi blaðið
næstu daga,“ sagði Illugi í samtali
við Fréttablaðið í gær. Illugi segist
kveðja DV með söknuði. „Mig
langar ekki til að hætta en sem
gamall útvarpsmaður gat ég ekki
hafnað tilboði um að reyna eitthvað
nýtt í útvarpinu,“ segir Illugi sem
segist helst eiga eftir að sakna þess
frábæra fólks sem hann hefur
unnið með á DV síðasta ár.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins verða þeir Hallgrímur
Thorsteinsson, Sigurður G. Tómas-
son og Ingvi Hrafn Jónsson, þrír af
fyrri eigendum Útvarps Sögu, í
áhöfn nýju útvarpsstöðvarinnar.
Ingvi Hrafn staðfesti það í samtali
við Fréttablaðið í gær. „Samningur-
inn minn við Útvarp Sögu rann út
um áramót og ég mun hefja störf á
nýju stöðinni á næstu dögum,“
sagði Ingvi Hrafn. „Við byrjuðum
hjá Íslenska útvarpsfélaginu – það
eru guðfeður okkar. Á sínum tíma
töldu þeir sig ekki finna markað
fyrir stöðina en þegar þeir sáu
hvað við höfðum gert eru þeir
búnir að reikna grundvöllinn upp á
nýtt og vilja fara með okkur í loftið
á ný.“
Ingvi Hrafn hefur gagnrýnt
miðla Íslenska útvarpsfélagsins og
Fréttar ehf. í þætti sínum Hrafna-
þingi og meðal annars kallað þá
Baugstíðindi. Hann segir það engu
breyta fyrir sig að fara vinna á
þeim miðlum. „Ég held mínu rit-
sjórnarlega frelsi. Það er enginn
sem skiptir sér af Hrafnaþingi
enda nýtur þátturinn fylgis tíu til
fimmtán þúsund hlustenda. Ef
einhverjum hjá Íslenska útvarps-
félaginu dytti í hug að ritskoða
Hrafnaþing þá yrði það bara einu
sinni. Ég ræð mér sjálfur eins og
ég hef alltaf gert.“
Ingvi Hrafn segir það miður að
Arnþrúður Karlsdóttir fylgi þeim
félögum ekki af Sögu yfir á nýju
talmálsstöðina. „Það sem mér
finnst verst af öllu er að Saga skuli
vera að deyja skuldum og vanskil-
um vafin. Það eru dapurleg örlög.“
Ingvi Hrafn vonast til að geta
byrjað með Hrafnaþing að nýju
fyrir helgi. „Ég held að það eigi eft-
ir að ákveða á hvaða tíðni við verð-
um en ég vona að við fáum tíðnina
94,3 þar sem Útvarp Saga byrjaði,“
segir Ingvi Hrafn sem bíður
spenntur eftir því að komast á flug
á ný. kristjan@frettabladid.is
Hjartaknúsarinn Joshua Jackson,
sem er best þekktur fyrir hlutverk
sitt sem Pacey í sjónvarpsþáttunum
Dawson’s Creek, var ein af þeim
mörgu stjörnum sem dvöldu
hérlendis yfir áramótin. Joshua
hefur einnig leikið í myndum eins
og Gossip, The Skulls, Cruel In-
tentions og Urban Legends. Á næsta
ári eru tvær myndir væntanlegar í
bíó þar sem hann fer með hlutverk.
Með Joshua í för var leikkonan
Lena Headey sem lék með honum í
Gossip. Hún er ekki síður þekkt en
hann og hefur leikið í myndum eins
og Ripley’s Game, Possession,
Devils Advocate og The Jungle
Book.
Joshua og Lena eyddu áramótun-
um að miklum hluta á Nelly’s Café
og voru mjög ánægð með móttök-
urnar sem þau fengu. „Þau kíktu
fyrst hingað og fóru svo eitthvað
annað en komu svo aftur og
skemmtu sér mjög vel. Þegar ég
spurði þau af hverju þau hefðu valið
að koma til Íslands yfir áramótin
spurðu þau mig til baka: „Af hverju
ekki?“ Þau höfðu orð á því hversu
góður Víking-bjórinn var og voru
ánægð með dvölina að öllu leyti.
Þau töluðu líka um það hversu
skrítið það væri að Íslendingarnir
létu þau nánast alveg í friði,“ sagði
Davíð Sigurðarson skemmtana-
stjóri Nelly’s Café. ■
Smástirni fengu frið á Nelly’s
ILLUGI JÖKULSSON: HÆTTIR SEM RITSTJÓRI DV EFTIR RÚMT ÁR Í STARFI
Býður Ingva Hrafni vinnu
Dótið? Automatic Coin Sorter, eða Klinkteljari
Sem er? Tæki sem telur smáaura. Margir kannast
við það að safna smápeningum í krukkur, bauka,
potta eða önnur álíka föt. Þar safnast peningarnir
upp án þess að gera nokkuð gagn. Þar sem smá-
aurar eru nú farnir að telja meira en oft áður,
samanber hundraðkallinn, má búast við að jafnvel
þúsundir safnist fyrir í baukunum. Því er tilvalið að
fá sér klinkteljara til þess að henda reiður á pen-
ingana. Upphæðin er oft miklu hærri en fólk gerir
ráð fyrir og dugar jafnvel fyrir fínni máltíð, leikhús-
ferð eða annarri afþreyingu. Þannig er hægt að
ákveða dag með nokkurra mánaða millibili þegar
hellt er úr bauknum í vélina og gera sér í kjölfarið
góðan dag.
Hvernig virkar dótið? Klinkinu er hellt ofan í
þar til gerða trekkt. Tækið sér síðan alfarið um að
flokka peningana. Tækið er ekki bara notadrjúgt
fyrir fullorðið fólk heldur geta krakkarnir leikið sér
með það þess á milli enda fáir leikir jafn skemmti-
legir og að telja peninga.
Gallar? Einn stór galli er á ofan-
greindu tæki. Hann er sá að tækið
flokkar aðeins breska peninga. Það
ætti þó ekki að vera mikið vandamál
að breyta því þannig að það telji
íslenskar krónur í staðinn. Tækið á
einnig erfitt með að greina skítuga
eða illa farna peninga.
Fylgihlutir? Á tækinu er yfirfalls-
bakki þannig að ef of miklu klinki er
hellt ofan í trekktina tekur hann frá
þá peninga sem það þekkir ekki.
Tækið gengur fyrir tveimur C-rafhlöð-
um en þær fylgja ekki með.
Kostar? Tækið fæst meðal annars á
vefsvæðinu iwantoneofthose.com en
þar kostar það um þrjátíu pund eða
tæpar fjögur þúsund krónur.
DÓTAKASSINN
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
… fær Davíð Oddsson utanríkis-
ráðherra fyrir að bregða á leik og
sýna góða takta sem hann sjálfur
í Áramótaskaupinu.
HRÓSIÐ
Eva Sólan sár
Uppstríluð en
klippt út úr
áramóta-
dagskránni
– hefur þú séð DV í dag?
ILLUGI KVEÐUR Illugi Jökulsson kvaddi samstarfsfólk sitt á DV í gær og tekur við nýrri útvarpsstjórastöðu á nýrri stöð. Mikael Torfason
verður einn ritstjóri blaðsins.
JOSHUA JACKSON Var í hópi Hollywood-
stjarna sem eyddu áramótunum hérlendis.
Hér er hann ásamt Davíð Sigurðarsyni á
Nelly’s.
INGVI HRAFN JÓNSSON Hann er hætt-
ur á Útvarpi Sögu en færir sig um set á
nýja útvarpsstöð Íslenska útvarpsfélagsins.
Lárétt: 2 málning, 6 tónn, 8 nakin, 9 öfug
stafrófsröð, 11 slá, 12 auðugur, 14 litlar öld-
ur, 16 í röð, 17 dvelja, 18 stjórnarumdæmi,
20 tvíhljóði, 21 rekald.
Lóðrétt: 1 nagli, 3 í röð, 4 vagninn, 5 veit-
ingastaður, 7 fótabúnaður, 10 á hlið, 13 eins
um r, 15 á litinn, 16 rándýr, 19 áttir.
Lausn.
Lárétt:2lakk,6as,8ber, 9uts,11rá,12
ríkur, 14gárur, 16úv, 17una,18lén,20au,
21flak.
Lóðrétt: 1gaur, 3ab,4kerruna,5krá,7
stígvél, 10ská,13uru,15rauð,16úlf, 19
na.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR