Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 2

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 2
FJÖLMIÐLUN Íslenska útvarpsfélagið og Frétt hafa verið sameinuð undir nýju nafni, 365, sem skiptist í 365 – ljósvakamiðla og 365 – prentmiðla. Ritstjórnir fjölmiðla halda fullu sjálfstæði en rekstur, framleiðsla og sölu- og markaðsmál verða sam- eiginleg nema hjá PoppTíví og FM957. Samhliða breytingunum verður stofnað framleiðslufyrirtækið Hvít- ar myndir sem mun taka yfir alla framleiðslu og starfa sjálfstætt. Fjármálastjórnun 365 verður hjá Og Vodafone. Þjónustuver 365 verður hluti af þjónustuveri Og vodafone. „Þarna verður öflugasta þjónustuver á Íslandi og þannig byrjað að starfa strax um næstu mánaðamót,“ segir Pálmi Guð- mundsson markaðsstjóri. Stefnt er að því að sameinað fé- lag verði til húsa að Skaftahlíð 24. Gunnar Smári Egilsson verður framkvæmdastjóri, Hermann Her- mannsson aðstoðarframkvæmda- stjóri og Kristján Grétarsson yfir- maður framleiðslunnar. Gunnar Smári segir að nafnið eigi að endurspegla þjónustu fyrir- tækisins allan sólarhringinn allan ársins hring. - ghs SPURNING DAGSINS Hann hækkar ekki neitt því rukkað verð- ur eftir öðrum leiðum. Guðjón Halldórsson er þróunarstjóri Góðra lausna sem er í samkeppni við Farsímagreiðslur um hvor verði fyrri til að koma þjónustu á markað sem gerir fólki kleift að borga stöðumælagjöld með farsímum. Guðjón, var símreikningurinn ekki nógu hár fyrir? 2 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis dæmdur fyrir skattsvik: Dæmdur til greiðslu þrjátíu milljóna DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur til að greiða rúmar þrjátíu milljónir í sekt og í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda og brotum um virðisaukaskatt. Eins árs fangelsi kemur í stað sektar- innar verði hún ekki greidd. Maðurinn sem var stjórnar- maður og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis játaði brot sín. Hann stóð ekki skil á stað- greiðslu opinberra gjalda vegna ársins 2001. Þá stóð hann ekki skil á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins frá árinu 2000 til ársins 2003. Maðurinn stóð held- ur ekki skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni fyrirtækisins samtals um tíu milljónir króna frá árinu 2000 til ársins 2003. Skattsvik manns- ins nema samtals rúmlega fimmtán milljónum króna. - hrs Alcan vill bætur frá olíufélögunum Samkvæmt lögfræðiáliti lögfræðinga Alcan bera olíufélögin ótvíræða skaða- bótaskyldu gagnvart fyrirtækinu vegna samráðs. Olíufélögin skiptu með sér sölunni frá árinu 1967. Tjónið nemur að minnsta kosti tugum milljóna króna. VERÐSAMRÁÐ Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækj- ast eftir bótum frá olíufélögun- um vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabóta- skyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan segir að fé- lagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landssamband íslenskra út- vegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi við- skiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu sam- keppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveð- ið að það félag sem fengi við- skiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváðu stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufé- lagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögun- um og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. ghg@frettabladid.is Tölur um nýliðið ár: Græddum á ferðafólki FERÐAFÓLK Tölur Seðlabankans sýna að gjaldeyristekjur af er- lendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mán- uði síðasta árs en voru árið áður. Samgönguráðuneytið segir tölur fyrir árið í heild ekki liggja fyrir, en fyrstu níu mánuðina nemi hækkunin 7 prósentum. Tekjurnar jukust úr 30,4 millj- örðum króna í 32,6 milljarða. „Mestu munar um aukna neyslu erlendra ferðamanna hér á landi, sem nemur 1,8 milljarði króna,“ segir þar en fyrstu níu mánuði ný- liðins árs sóttu 300 þúsund er- lendir gestir landið heim. - óká SKEMMDIR Á BÍLNUM Ökumaður bílsins rétt náði að sveigja frá malarflutningabíl og skrapaði hliðina. Malarflutningavagn: Rann þvert yfir veginn SLYS Litlu mátti muna að alvarlegt umferðarslys yrði á Selfossi á há- degi í gær þegar malarflutninga- vagn rann þvert á móti umferð. Til móts við Fossveg þurfti malarflutningabíll að hemla snögglega þegar bíll á undan honum hægði á sér. Ökumaður malarflutningabílsins sá að ekki næðist að stöðva bílinn í tæka tíð og ákvað að víkja út í hægri vegaröxl, en þá fór svo að aftanívagn bílsins fór þvert á veginn. Bíll sem á móti kom þurfti að sveigja út í vegarkant til þess að lenda ekki undir vagninum. Vagninn skrapaði hins vegar vinstri hlið bílsins og skemmdi töluvert. Ökumaður bílsins slapp heill á húfi. - ghg LOÐNUNNI FAGNAÐ Terta í tilefni fyrsta loðnufarmsins sem barst til Fáskrúðsfjarðar. Magnús Ásgríms- son, verksmiðjustjóri hjá LVF, afhendir Bergi Einarssyni skipstjóra tertuna. Loðnuveiðar: Hnúfubakur á miðunum SJÁVARÚTVEGUR Loðnuveiðar hafa gengið vel síðustu sólarhringa, þrátt fyrir að leiðindaveður hafi verið á miðunum austur af Langa- nesi, og er loðnu nú landað allt frá Siglufirði, austur um land og suð- ur til Vestmannaeyja. Töluvert er af hnúfubak á loðnumiðunum og dæmi um að þeir hafi rifið nætur skipanna sem þá hafa neyðst til að halda til hafnar. - kk Skuldabréfaútgáfa: Stórt útboð Íslandsbanka VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf á alþjóðamarkaði að fjárhæð 450 milljónir evra eða jafngildi rúmlega 37 milljarða króna. Þetta er stærsta skulda- bréfaútgáfa Íslandsbanka til þessa. Skuldabréfin eru til fimm ára og eru gefin út undir EMTN ramma- samningi bankans um alþjóðlega skuldabréfaútgáfu. Viðtökur mark- aðarins voru góðar og var útgáfan seld til yfir 50 fjárfesta víðs vegar í Evrópu og Asíu. Árið 2004 nam alþjóðleg skulda- bréfaútgáfa bankans rúmlega 2,1 milljarði evra, jafngildi yfir 170 milljarða króna, í tæplega 50 útgáf- um. Þetta gerir nýliðið ár að umfangsmesta fjármögnunarári Íslandsbanka til þessa. - hh Sameining ÍÚ og Fréttar: Nýja nafnið er 365 MERKI SAMEINAÐS FYRIRTÆKIS Nafn fyrirtækisins á að endurspegla þjónustu þess allan sólarhringinn allan ársins hring. HARALDUR JÓHANNESSEN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Ríkislögreglustjóri ákærði manninn fyrir skattsvik. HÖFUÐSTÖÐVAR ALCAN Fyrirtækið vill bætur frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. ÁREKSTUR Á ESKIFIRÐI Nokkuð harður árekstur varð á Strand- götu á Eskifirði í gærdag. Bíl- arnir lentu framan á hvor öðrum í fljúgandi hálku. Ökumenn bíl- anna meiddust minniháttar en bílarnir skemmdust nokkuð. SLAPP ÓMEIDDUR Ökumaður bíls slapp ómeiddur eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum, keyrt út af og hafnað í skurði skammt frá Kaldárholti í Rangárþingi ytra. Ökumaðurinn var í bílbelti. Bíll- inn skemmdist nokkuð. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR NÍU LÉTUST Níu manns létust þeg- ar lítil farþegaflugvél hrapaði í fjalllendi í Síberíu. Flugvélin, gömul tvíþekja, var að koma inn til lendingar þegar hún hvarf af ratsjám á fimmtudag. Flak hennar og lík farþeganna fundust í gær. ■ EVRÓPA Lýst eftir vitnum: Árekstur á gatnamótum LÖGREGLA Rétt fyrir klukkan tíu síðasta miðvikudagsmorgun lentu saman hvítur Toyota Land Cruiser jeppi og grár VW Golf fólksbíll á mótum Arnarnesvegar og Bæjar- brautar í Garðabæ. Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að óhappinu og biður fólk sem veitt getur upplýsingar að hafa samband í síma 525 3300. Jeppanum var ekið austur Arnar- nesveg, en fólksbifreiðinni norður Bæjarbraut og ætlaði vestur Arn- arnesveg. - óká

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.