Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 6
6 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Heilsugæslan í Grafarvogi: Ný þjónusta við börn í vanda HEILBRIGÐISMÁL Tekin hefur verið ákvörðun af Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu um að ný þjónusta við börn sem stríða við geðrænan vanda verði hluti af heilsugæslunni í Grafarvogi sem er fjölmennasta barnahverfi landsins. Atli Árnason, yfirlæknir heilsugæslunnar í Grafarvogi, segir tímamót að gefa heilsugæsl- unni möguleika á því að hafa að- gang að sálfræðingi, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa í frumþjónustu. „Það má segja að það bætist við nýtt vopn í meðferðarsafnið. Við höfum reynslu af því í gegnum ungbarnaeftirlit að við sjáum oft tengslatruflanir í fjölskyldum. Jafnvel erfiðleika í samskiptum ungra barna og fjölskyldna þeirra og við erum viss um að ef við komum nógu snemma inn í mál sé hægt að varna því að slík einkenni breytist í geðsjúkdóma í stað þess að vera truflanir,“ segir Atli. Hann segir eftir miklu að slægj- ast þar sem þeir geti aðstoðað og stutt fólk og varnað því að börnin þeirra verði veikari síðar meir. - hrs Þrautaganga Abbas hafin Sex ísraelskir verkamenn og þrír palestínskir vígamenn féllu í árás þeirra síðarnefndu í fyrrinótt. Árásin var gerð fáeinum klukkustundum eftir að Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínumanna sagðist ætla að uppfylla öryggisskuldbindingar vegvísisins til friðar. GAZA, AP Óvíst er hvaða áhrif mannskæð árás palestínskra vígamanna á ísraelska verka- menn aðfaranótt föstudags hefur á fyrirhugaðar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna. Sex Ísraelar féllu fyrir hendi víga- mannanna áður en árás þeirra var hrundið og þrír vígamannanna drepnir. Árásin í gærmorgun var gerð tæpum sólarhring eftir að Ma- hmoud Abbas, sem í dag tekur við embætti for- seta palestínsku heimastjórnar- innar, lýsti því yfir að hann vildi standa við allar skuldbindingar sem Palestínumenn tóku á sig þegar þeir samþykktu vegvísinn til friðar, þeirra á meðal þá að Palestínumenn hættu árásum á Ísraela. Sama dag sagði einn leið- toga Hamas koma til greina að hætta árásum á Ísraela. Ísraelar brugðust skjótt við árásinni og lokuðu landamærun- um að Gazaströndinni. Þeir sögð- ust þó bíða með að grípa til hefnd- araðgerða. Tzipi Livni, dóms- málaráðherra Ísraels, sagði eftir árásina að ísraelsk stjórnvöld myndu gefa Abbas meiri tíma til að takast á við herskáar hreyfing- ar Palestínumanna. Húsnæðis- málaráðherrann Yitzhak Herzog varaði hins vegar við því að þolin- mæði Ísraela væri ekki endalaus. „Ísrael mun ekki sætta sig við stöðugar hryðjuverkaárásir á saklausa borgara. Abu Mazen fær ekki hundrað daga frest,“ sagði Herzog. Abu Mazen er auknefni Abbas. Þrenn samtök vígamanna lýstu ábyrgð á hendur sér, þeirra á meðal Hamas og Al Aqsa píslar- vættirnar sem tengjast Fata- hhreyfingu Abbas. Árásin er fyrsta meiriháttar andstaðan sem herskáar hreyfingar Palestínu- manna sýna Abbas, sem hefur mælst til þess að Palestínumenn láti af ofbeldi í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Sami Abu Zuhri, tals- maður Hamas, sagði árásina hins vegar alls ekki skilaboð til Abbas, heldur áminningu til Ísraela. Lokun landamæranna kemur sér afar illa fyrir íbúa Gaza. Þar með er komið í veg fyrir flutning vöru til og frá svæðinu auk þess sem það lokar á möguleika Palestínumanna til að sækja vinnu í Ísrael. ■ Þjónustumiðstöðvar Rvk: Yfirmenn ráðnir BORGARMÁL Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að ráða framkvæmdastjóra þjón- ustumiðstöðva borgarinnar frá og með 1. mars næstkomandi. Ráðin verða Aðalbjörg Trausta- dóttir, Hafdís Gísladóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Ragnar Þorsteinsson. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði kölluðu eftir upplýs- ingum og greinargerðum um þá umsækjendur sem boðaðir voru í viðtal og vildu vita hvers vegna umsóknum frá forstöðumönnum borgarhlutaskrifstofa hafi verið hafnað. - óká ,,Abu Mazen fær ekki hundr- að daga frest. Óveður í Danmörku: Tugmilljarða skemmdir DANMÖRK Óveðrið sem gekk yfir Danmörku um síðustu helgi olli skemmdum sem metnar eru á 40 milljarða íslenskra króna, að því er fram kom í fréttum Danske Radio. Tryggingafélagið Tryg gerir ráð fyrir að tjón viðskiptavina sinna vegna óveðursins nemi átta til ellefu milljörðum króna. Þar sem Tryg er með 22 prósenta markaðs- hlutdeild er heildarkostnaðurinn metinn á fimm milljarða. - bþg Sænsk stjórnvöld: Vilja bolta- bullur burt SVÍÞJÓÐ, AP Sænska ríkisstjórnin vill banna íþróttabullum aðgang að íþróttaleikvöngum í framtíðinni. Dómsmálaráðherrann hefur lagt fram lagafrumvarp þessa efnis og er tilefnið það að mjög hefur borið á ólátum í tengslum við íþrótta- viðburði síðasta árið. „Ofbeldi á íþróttaviðburðum eru óviðunandi,“ sagði Thomas Bodström dómsmálaráðherra og bætti við: „Íþróttaleikvangar okkar eru staðir þar sem mikið er af börnum og foreldrum.“ ■ FÓRNARLAMB ÁRÁSAR JARÐSUNGIÐ Herzl Shlomo var sárt syrgður þegar hann var borinn til grafar í gær, fáeinum klukkustund- um eftir að hann lét lífið ásamt fimm öðrum verkamönnum í árás palestínskra vígamanna. Lending geimfarsins Huygens þykir mikið afrek: Lenti á stærsta tungli Satúrnusar HUYGENS Á YFIRBORÐI TÍTANS Huygens er hér sýndur nýlentur á yfirborði Títans í þessu málverki listamanns sem vann myndina fyrir Evrópsku geimferðastofnunina. ÞÝSKALAND, AP Evrópskum geimvís- indamönnum tókst í gær að lenda geimfari á yfirborði Títans, stærsta tunglsins sem gengur á sporbraut um Satúrnus og þykir það mikið verkfræðilegt afrek. Vonir eru bundnar við að geim- farið sendi frá sér upplýsingar um efni og andrúmsloft tunglsins sem geti varpað ljósi á uppruna lífs á jörðu. „Við vitum á grundvelli lögmála þyngdaraflsins að það er lent,“ sagði David Southwood, vísinda- stjóri Evrópsku geimvísindastofn- unarinnar, um för geimfarsins Huygens fimm tímum eftir að það hóf för sína niður á yfirborð tunglsins. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir að Huygens sendi frá sér merki í nema þrjá klukku- tíma. Mikilvægasti þátturinn í ferð Huygens var tveggja og hálfs klukkustunda flug farsins niður að tunglinu. Meðan á því stóð átti Hu- ygens að safna upplýsingum um andrúmsloftið og taka myndir af yf- irborði tunglsins. Talsverð líkindi eru talin með Títan og jörðinni þeg- ar hún var ung og því telja menn að finna megi vísbendingar um hvernig líf þróaðist á jörðu. Geimfarið sendi upplýsingar frá sér til móðurskips- ins Cassini sem sendi þær áfram til stjórnstöðvar í Þýskalandi. ■ Kindakjötssala: 25 kíló á kjaft LANDBÚNAÐUR Sala kindakjöts jókst um 13,5 prósent milli áranna 2003 og 2004, eða um 860 tonn, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- samtökum sauðfjárbænda. Sala síðasta árs jafngildir því að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kíló af kindakjöti. „Svo virðist sem aukið framboð á unnum vörum úr lambakjöti og öflugt markaðsstarf sé að skila sér. Eftirspurnin hefur aukist til muna og hafa allir sem koma að fram- leiðslu lambakjöts lagt sig fram um að mæta þeirri eftirspurn með góð- um árangri,“ segja samtökin. Þá er talið að vel hafi gengið að auka áhuga yngra fólks á lambakjöti, en kannanir hefðu sýnt að sá hópur neytti minnst af því. - óká Netbankinn: Styrkir fatlaðra STYRKUR Þjónustumiðstöð Sjálfs- bjargarheimilisins hefur endurnýj- að tölvubúnað sinn fyrir styrk sem Netbankinn veitti. Tölvukennsla og tölvunotkun er sögð orðin vaxandi þáttur í endurhæfingarstarfi þjón- ustumiðstöðvarinnar. Eldri búnaður var kominn til ára sinna og endurnýjun því orðin brýn. Netbankinn er eingöngu rekinn á netinu og þótti stjórninni því vel við hæfi að styðja við bakið á starfseminni og verkefnum sem efla þekkingu og möguleika fatl- aðra. - hrs ATLI ÁRNASON LÆKNIR Nýja þjónustan getur jafnvel varnað því að börn verði veikari síðar meir þar sem hægt verður að grípa nógu tímanlega inn í.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Hefur þú áhyggjur af verðbólgu? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hlustar þú á talmálsútvarp? Niðurstöður gærdagsins á visir.is xx% xx% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.