Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 12
15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Hjörleifur Guttormsson vann mál fyrir hér-aðsdómi sem hann höfðaði til ógildingarstarfsleyfis álvers Alcoa á Reyðarfirði. Hjörleifur taldi úrskurð umhverfisráðherra ólög- mætan og að meta þyrfti sjálfstætt umhverfis- áhrif vegna álversins. Ekki dygði að byggja á mati af fyrra álveri, þar sem búnaður til mengunarvarna væri ekki sambærilegur. Héraðs- dómur féllst á rök Hjörleifs. Hjörleifur hefur verið öt- ull andstæð- ingur Kára- hnjúkavirkj- unar og tals- maður nátt- úruverndar- sjónarmiða. Eins og kunnugt er hafa Aust- f i r ð i n g a r upp til hópa verið hlynnt- ir byggingu virkjunarinn- ar en Hjörleif- ur er borinn og barnfæddur á Austurlandi og var þingmaður kjördæmisins um árabil. Hann hefur aldrei hræðst að fara gegn straumn- um og er einkar fylginn sér í málum sem hann tekur upp á sína arma. Hjörleifur er fæddur árið 1935 í gróðurvininni Hallormsstað, þar sem faðir hans var skógarvörður. Upp- vöxturinn í Hallormstaðar- skógi kann að hafa ráðið nokkru um áhuga Hjörleifs á náttúruvísindum. Eftir stúdentspróf hélt hann til náms í líffræði við há- skólann í Leipzig, þar sem hann stundaði nám í líf- fræði og lauk prófi árið 1963. Hann var í hópi vinstri- sinnaðra íslenskra stúdenta í Austur-Þýskalandi á tímum kalda stríðsins. Þegar heim kom settist hann ásamt konu sinni að í Neskaup- stað. Hjörleifur sinnti þar kennslu og rannsóknarstörfum og hóf fljót- lega afskipti af félagsmálum, sem leiddu á endanum til þess að hann var kosinn á þing fyrir Alþýðubandalagið vorið 1978 þegar Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn unnu stóran sigur í þingkosningum. Hann varð iðnaðarráð- herra í vinstri stjórn sem mynduð var í kjölfarið. Stjórnin lifði ekki nema rúmt ár og kosið var á ný í desember 1979. Hjörleifur varð aftur iðnaðarráð- herra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980 og gegndi því embætti til 1983. Í iðnaðarráðherratíð hans voru uppi áform um virkjun Bessastaðaár á Austurlandi. Hjörleifur stóð einnig í samningaviðræðum um raforkuverð við fulltrúa Alusuisse vegna álversins í Straums- vík. Meðan æðstu menn þjóðarinnar fóru með erlenda gesti í laxveið er sagt að Hjörleifur hafi farið með sína gesti í fjallgöngur. Hjörleifur er mikill ná- kvæmnismaður og setur sig geysilega vel inn í öll þau mál sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er því með erfiðari andstæðing- um í pólitík og hvergi hægt að koma að tómum kof- anum í þekk- ingu hans á málum. Hann er geysilega fylginn sér og þrjóskur og gefst aldrei upp. Fræg eru málþóf hans á þingi þar sem hann stóð í r æ ð u s t ó l sleitulaust klukkutím- um saman. Gárungar fundu í kjölfarið upp mælieininguna Hjörl sem er ein- ing sem mælir samhangandi ræðu- tíma á mörkum mannlegrar getu. Stjórnmálastörf hans einkenndust af ná- kvæmni, vinnusemi og skipulegri þekking- aröflun; eiginleikum sem verður alla jafna að telja til kosta, en voru andstæðingum hans og stundum flokks- félögum nokkur þyrnir í augum. Hann lætur sig litlu gilda hvort skoðanir hans eru til vinsælda fallnar. Af- staða hans til framkvæmda á Austurlandi er í andstöðu við marga fyrrum samherja hans í Alþýðubandalaginu í Neskaupstað. Náttúruvernd hefur alla tíð verið mikið hugðarefni Hjörleifs en hann hafði forgöngu um stofnun Náttúruverndarsamtaka Austur- lands, löngu áður en vinstrimenn urðu svo grænir sem þeir urðu síðar. Ekki verður skilið við mann vikunnar öðruvísi en að minnast á rit Hjörleifs um náttúru Austurlands og hálendisins á svæðinu. Þar hefur hann unnið mikið afrek sem gleðja mun og gagnast áhugafólki um náttúru og gönguferðir um ókomin ár. ■ MAÐUR VIKUNNAR Nákvæmur náttúruverndarsinni HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON FYRRVERANDI RÁÐHERRA TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS Það er ekki létt verk að ganga um bæinn sinn þessa dagana. Vonandi er hægt að ýta við þeim sem eiga að setja sand fyrir gangandi fólk. Það er fljúgandi hálka í bænum og búið að vera slæmt ástand í marga daga. Fólk sem til dæmis þarf að skreppa í Hagkaup í Skeifunni eða í Kringl- una er í lífshættu og má þakka fyrir að komast þangað óbrotið. Það er búið að setja þessar fínu göngubrýr á Miklubraut, einar þrjár að tölu, en það gleymist alveg að hugsa um að fólk þurfi að geta gengið upp og niður að þeim. Það er allt fullt af snjó og núna klaka í öll- um tröppum og svo er svell fyrir krakkana sem eru á brettum. Það er kannski meiningin að við hinir eldri skellum okkur bara líka á bretti. Ég vil fá sand og salt fyrir gangandi fólk á allar gangstéttar og á allar tröppur þar sem er umferð gang- andi fólks. Það er alveg jafnmerki- legt og þessar bílar sem virðast alltaf vera í forgang hjá borginni. ■ Tími fyrir sand á stéttar KATRÍN ÞORSTEINSDÓTTIR MEINATÆKNIR SKRIFAR UM FÆRÐ FYRIR FÓTGANGANDI Stjörnurnar sameinaðar til styrktarfórnarlömbunum í Asíu Þriggja barna móðir íKópavogi Strippar til að drýgja tekjur heimilisins Bls. 14-15 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 12. TBL. – 95. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005] VERÐ KR. 295 Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðinu sem tók líf fjórtán Íslendinga Hrefna Björg Hafsteinsdóttir, 7 ára Kristján Númi Hafsteinsson, 4 ára Aðalsteinn RafnHafsteinsson, 2 ára Hafsteinn Björnsson,40 ára Júlíanna Bergsteinsdóttir, 12 ára Bella AðalheiðurVestfjörð, 39 ára Petrea VestfjörðValsdóttir, 12 ára Hjördís Björnsdóttir,37 ára Birna Dís Jónasdóttir,14 ára Helga Björk Jónasdóttir,10 ára Sveinn Gunnar Salómons-son, 48 ára Hrafnhildur KristínÞorsteinsdóttir, 49 ára Hrafnhildur KristínÞorsteinsdóttir, 1 árs Sigurborg ÁrnýGuðmundsdóttir, 66 ára Ríkustu konur Íslands Milljarðasaumaklúbburinn sem allir vilja komast í MinninginhverfuraldreiDorritdrottningÍslands Dorrit varð 55 ára í vikunni og hefur heillað Íslendinga í 5 ár Sigrún ÁrnadóttirVarð kornung mammaí menntaskóla en er núástfangin amma Bls. 30-31 Vann 1,5 milljónirí megrunarkeppni Milljarðasauma- klúbburinn Ríkustu konur Íslands FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.