Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 18
Steingrímur Steinþórsson, bóka- útgefandi í Skruddu, er 54 ára í dag. Tímamótin hringdu í hann og spurðu fyrst hvernig þetta hefði gengið í ár. „Bókaútgáfan hjá okkur gekk vel. Og það er eiginlega sama sagan hjá öllum sem ég hef talað við í greininni. En þessa dagana erum við að taka við bókum úr dreifingunni, skilunum. Mann svíður auðvitað í hjartað við hvern einasta kassa. En þetta var ágætt.“ Hvaða bækur voru nú helstar hjá ykkur fyrir þessi jól? „Stærsta bókin var þriðja bindið í hinu ágæta verki Gísla Sigurðssonar, Seiður lands og sagna, þar sem hann fjallar um Suð-Vesturland. Áður voru kom- in tvö bindi en þetta þriðja seld- ist betur en hin tvö og svo á þetta auðvitað eftir að seljast. Þetta er stórvirki sem selst svona mallandi allan ársins hring. Nú svo var það Flosi. Hún gekk ljóm- andi vel eins og við mátti búast, þótt hún næði ekki sömu stórsöl- unni og bókin hans í fyrra. Jökla- veröld Helga Björnssonar. Fyrir- fram bjuggumst við ekki við stórsölu í þessari bók en hún kom mjög vel út. Þá vorum við með smásagnasafn eftir Ágúst Borg- þór Sverrisson og nýja bók eftir spennusagnahöfund, Ian Rankin, sem ekki hefur átt bók á íslensk- um markaði fyrr en er vel þekkt- ur í Bretlandi. Við vorum með sjö bækur á síðasta ári og við kvört- um ekkert undan útkomunni.“ Hvað er svo framundan? „Mesta stórvirkið hjá okkur á komandi mánuðum er stórvirki Helga Hallgrímssonar náttúru- fræðings um Lagarfljót. Þetta er mikil bók prýdd fjölda mynda. Höfundurinn er löngu lands- kunnur fyrir skrif sín og rann- sóknir í náttúrufræði. Við erum líka að undirbúa útgáfu á lítilli bók eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing um Skagann og Skagaheiði. Þar er mikill fróð- leikur sem ekki hefur verið að- gengilegur áður, örnefni, reið- leiðir og sögulegt efni. Nú, við erum líka að fást ofurlítið við kiljuútgáfu. Bók Rankins, Með köldu blóði, kemur út í kilju og einnig ný þýðing af eldri bók eftir hann. Þá erum við að gefa út að nýju í kilju, hina frægu bók Salingers „Bjargvætturinn í grasinu“, í þýðingu Flosa Ólafs- sonar. Svo það eru næg verk- efni.“ Ætlarðu að halda upp á af- mælið Steingrímur? „Nei, ekki get ég sagt það. Við gerum okkur kannski smá daga- mun hjónakornin en það er ekki til frásagnar. Ég held ekki upp á afmæli nema á svona tíu ára fresti.“ ■ 18 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR MARTIN LUTHER KING (1929-1968) var fæddur þennan dag. Það er ekki til frásagnar AFMÆLI: STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON ER 54 ÁRA Í DAG „Ég hef ákveðið að halda mér við ástina. Hatrið er of þung byrði að bera.“ - Því miður voru sumir landa hans ekki sömu skoðunar. Þeir myrtu hann. timamot@frettabladid.is STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON Bókaútgáfan gekk vel. Þennan dag 1951 var Ilse Koch, sem gekk undir nafninu „nornin frá Buchenwald“, dæmd í ævi- langt fangelsi í Vestur-Þýskalandi. Ilse Koch var eiginkona fanga- búðastjórans í hinum alræmdu Buchenwald-fangabúðum nasista rétt hjá Weimar. Maður hennar var höfuðsmaður í SS og var yfir- maður Sachsenhausen-búðanna og síðan Buchenwald til 1944 þegar nasistar tóku hann af lífi fyrir fjárdrátt og þjófnað. Ekki er að fullu vitað hversu margir voru í Buchenwald en talið er að meira en 50.000 manns hafi látið lífið þar, aðal- lega af völdum sjúkdóma og hungurs. Ilse Koch var sérlega ill- ræmd fyrir grimmd. Vitnisburðir fanga í búðunum sögðu hana hafa riðið um búðirnar og barið fanga með svipum sér til yndis- auka. Þá hélt hún uppi spurnum um fanga með húðflúr og lét drepa þá, flá og súta skinnið til nota í skrautgripi á heimilum SS- manna. Í Nürnberg-réttarhöldun- um voru sýndar myndir af þess- um gripum sem Bandamenn fundu í stríðslokin. Ilse Koch var dæmd í Nürnberg í ævilangt fangelsi en bandaríski hernáms- stjórinn breytti dómnum síðar í fjögurra ára vist. Vegna gífurlegs þrýstings var hún leidd fyrir rétt að nýju og þá dæmd til ævi- langrar fangavistar. Ilse Koch hengdi sig í fangaklefa sínum 1967 og varð fáum harmdauði. 15. JANÚAR 1951 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1535 Hinrik VIII lýsir sjálfan sig æðsta mann ensku kirkj- unnar. 1861 Elisha Otis fær einkleyfi á gufuknúinni lyftu. 1870 Asninn notaður í fyrsta sinn sem merki bandarískra demókrata. 1919 Píanóleikarinn Paderevskí verður forsætisráðherra Póllands. 1983 Bandalag jafnaðarmanna stofnað að undirlagi Vilmundar Gylfasonar. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í alþingiskosningum í apríl sama ár. 1991 Stöð 2 hefur beinar út- sendingar frá CNN vegna Persaflóastríðsins. 1994 Minnihlutaflokkarnir í borg- arstjórn Reykjavíkur ákveða að bjóða fram sameigin- lega undir nafni Reykjavík- urlistans. Nornin frá Buchenwald Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afslátturKæru vinir og ættingjar, hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við fráfall Sveinbjörns Júlíussonar rafvirkja Ólöf Ingibergsdóttir, Guðrún Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Margrét Marís Sveinbjörnsdóttir, Ívar Örn Sveinbjörnsson, Júlíus Veturliðason, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ingibergur Sigurjónsson, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, Péturs Valdimarssonar frá Varmadal, Miðstræti 13, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild 11e Landspítala við Hringbraut. Anna Sigfúsdóttir, fjölskylda og systkini. Kæru vinir. Við færum ykkur öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við sviplegt andlát eiginmanns míns og besta vinar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórðar Guðmundssonar frá Reykjum, vélfræðings, Reykjaborg, Mosfellsbæ. f. 13. apríl 1926 d. 12. desember 2004 Sérstaklega þökkum við Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ, kór eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur og starfsfélögum hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þá aðstoð og virðingu er þeir sýndu í minningu Þórðar. Megi nýja árið færa ykkur öllum frið og farsæld. Freyja Norðdahl Guðbjörg Þórðardóttir Guðni Már Henningsson Kjartan Þórðarson Sigrún Ragna Sveinsdóttir Þórður Freyr Hilmarsson Sonja Berg Guðmundur Jón Þórðarson Haukur Ingi Þórðarson Katrín Ísafold Guðnadóttir Tinna Kjartansdóttir Freyja Kjartansdóttir Sigurjón Örn Ólafsson Sæunn Kjartansdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir Björgvin Marinó Pétursson Guðmundur Páll Andrésson Berglind Andrésdóttir Ævar Valgeirsson Sigurjón Hákon Andrésson Guðmundur Atli Pálsson Emilía Björg Björgvinsdóttir JARÐARFARIR 11.00 Vilhjálmur Óskarsson, frá Reið- holti, Lýtingsstaðahreppi, verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju. 13.00 Guðrún Jakobsdóttir , fyrrv. hús- móðir á Grund, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju. 13.30 Paul Erik Símonarson, Grýtu, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsung- inn frá Grundarkirkju. 14.00 Jóhann Magnússon bifreiðaskoð- unarmaður, Móholti 12, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðar- kirkju. 14.00 Gunnar Páll Björnsson, frá Grjót- nesi, verður jarðsunginn frá Snart- arstaðakirkju. 14.00 Jón Ingvarsson, Silfurtúni, Búðar- dal, verður jarðsunginn frá Hvammi í Dölum. AFMÆLI Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra er fimmtug í dag. Anton Helgi Jónsson rithöfundur er fimmtugur í dag. Helgi Seljan, fyrrv. alþing- ismaður, er 71 árs. Höskuldur Þráinsson prófessor er 59 ára í dag. Ævar Petersen fuglafræðingur er 57 ára. Ragnar Ingi Aðalsteins- son skáld er 61 árs. Ásgeir Bolli Kristinsson verslunarmað- ur er 54 ára. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir blaða- maður er 48 ára. Einar Páll Tamimi lög- fræðingur er 36 ára í dag. ANDLÁT Stefanía Jónsdóttir lést föstudaginn 7. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey. Kjartan Þór Valgeirsson, Akraseli 10, lést 8. janúar. Járngerður Einarsdóttir frá Tjörnum, Vestur-Eyjafjöllum, lést mánudaginn 10 Brynheiður Ketilsdóttir frá Ketilsstöð- um í Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmanna- eyjum, lést þriðjudaginn 11. janúar. Eygerður Ingimundardóttir frá Hrísbrú, Reykjabyggð 28, Mosfellsbæ, lést þriðju- daginn 11. janúar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.