Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 20

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 20
Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki, Iceland Film Festival Ehf., sem mun standa fyrir alþjóðleg- um kvikmyndahátíðum á Íslandi. Stofnendur eru eigendur kvik- myndahúsanna og dreifingar- aðilar hérlendis. Þeir aðilar eru Samfélagið sem rekur Sambíóin og Háskólabíó, Skífan sem rekur Regnbogann og Smárabíó, Mynd- form sem rekur Laugarásbíó og Græna ljósið sem hefur sérhæft sig í dreifingu óháðra kvikmynda. Fyrirtækið mun stefna að því að halda eina stóra kvikmynda- hátíð árlega og nokkrar minni á hverju ári. Verður fyrstu stóru hátíðinni hleypt af stokkunum 7. apríl næstkomandi. Nefnist hún Iceland Film Festival 2005 og mun fara fram í öllum kvik- myndahúsum Reykjavíkur. Auk þess fer hún fram á Selfossi, Akureyri og í Keflavík. Frum- sýndar verða hátt í 30 kvikmynd- ir hvaðanæva að úr heiminum og stendur hátíðin yfir í allt að þrjár vikur. Ísleifur B. Þórhallsson, eig- andi Græna ljóssins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Hann hefur margra ára reynslu af dreifingu og markaðssetningu kvikmynda sem og skipulagningu kvik- myndahátíða og annarra atburða. Á síðastliðnum tveimur árum hefur hann m.a. staðið að hátíðun- um Breskum bíódögum og Banda- rískum indí-bíódögum. Heppnuð- ust þær báðar vel og sóttu yfir tíu þúsund áhorfendur hvora hátíð. Ísleifur segir að mikili þörf hafi verið fyrir fyrirtæki sem þetta. „Það sem hefur vantað er ein stór hátíð á ári sem er haldin reglulega og á sér samastað allt árið um kring. Það hefur vantað að það sé langtímaplan í gangi. Menn hafa verið að halda þetta hver í sínu horni en það er erfitt að láta þetta bera sig. Við ákváð- um frekar að reyna að snúa bökum saman,“ segir Ísleifur. Hann telur að í samfélaginu sé krafa um að sýna kvikmyndir sem alla jafna eru ekki sýndar í bíóum. Á kvikmyndahátíðinni í apríl verða til dæmis sýndar myndir í átta flokkum, þar á meðal miðnæturflokki þar sem ögrandi kvikmyndir fá að njóta sín og í heimsflokki þar sem sýndar verða óháðar myndir frá hinum ýmsu löndum. Þegar hefur verið tilkynnt um þrjár myndir sem verða sýndar á Iceland Film Festival; Mala educación, nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedro Almodóvar, Ett Hål i mitt hjärta eftir Svíann Lukas Moodysson sem áður hefur gert Fucking Åmål og Tilsammans, og gaman- myndina Garden State eftir Zach Braff úr þáttunum Scrubs. freyr@frettabladid.is 20 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Fyrsta flokks húsbifreiðar í úrvali. Hymer, Adria í úrvali . Komið og sjáið úrvalið um helgina. Aliner Aliner 30 sek að reisa & fella Komið í sýningarsal Evró & sjáið uppsetningu Fleetwood Tuscon 8 fet 949.000.- Sýnum 9 fellihýsi um helgina! Adria 390DS hjólhýsi Verð 1.490.000.- Miller Ontario lágþekja Janúar tilboð 3.990.000 (8 eftir). STÓRSÝNING EVRÓ HELDUR ÁFRAM ALLA HELGINA… LANDSINS MESTA ÚRVAL FERÐATÆKJA Í SKEIFUNNI. Lukas Moodysson, leikstjóri myndarinnar Ett Hål i mitt hjärta, eða Gat á hjartanu, er einn athyglisverðasti leikstjóri samtímans. Hann hefur unnið sér gott orð fyrir áleitnar myndir á borð við Fucking Åmål, Til- sammans og Lilja 4-ever. „Myndin fjallar um fjórar ut- angarðsmanneskjur sem búa í lít- illi íbúð. Þær ætla að slá í gegn með því að búa til klámmynd og áhorfendur fylgjast með öllu fara úr böndunum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson sem sá myndina þeg- ar hún var frumsýnd á kvik- myndahátíð í Toronto. „Salurinn var fullur af fólki enda virtur leikstjóri á ferð en það voru ekki margir sem náðu að sitja til enda. Í Svíþjóð hengdu þeir upp viðvar- anir til að fólk gæti áttað sig á efni myndarinnar,“ segir hann. „Hún er mjög sjokkerandi og það er erfitt að horfa á hana. Hún sómar sér vel í þessum miðnæt- urflokki, sem hefur ekki sést áður á íslenskri kvikmynda- hátíð.“ Svo gæti farið að Lukas Moodysson verði á frumsýningu myndarinnar hér á landi en Ísleifur og félagar vinna nú hörðum höndum að því að fá hann til að mæta á Iceland Film Festival í apríl. ■ ■ KVIKMYNDIR TILSAMMANS Lukas Moodysson á að baki athyglisverðar myndir á borð við Tilsammans. Mjög sjokkerandi MALA EDUCACIÓN Nýjasta mynd spænska leikstjórans Pedro Almódovar þykir ákaflega vel heppnuð, rétt eins og flest fyrri verk hans. Kvikmyndahátíðir í eina sæng Það hefur vantað að það sé lang- tímaplan í gangi. Menn hafa verið að halda þetta hver í sínu horni en það er erfitt að láta þetta bera sig. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.