Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 22
Bílakaup Ekki hika við að leita þér aðstoðar hjá sérfræðingi þegar þú kaupir notaðan bíl, svo þú kaupir ekki köttinn í sekknum. Leitaðu ráðlegginga hjá bifreiðaverkstæði og vittu hvort ekki sé boðið upp á þjónustu þar sem bifvélavirki kemur með þér að skoða bílinn sem þú hyggst kaupa. Fáðu einnig mat á því hvort bíllinn þurfi einhverrar viðgerðar við og hversu mikið það muni kosta. [ ] Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 B O S S A V E R M I R Er kalt í bílnum? Sætisáklæði í bílinn með hita Aðeins 4.900 kr Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport Fæst einnig hjá Bónstöðinni, Njarðarnesi 1, Akureyri Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Ný kraftmikil vél Nýr Land Rover Discovery 3 verður frumsýndur hjá B&L í dag. Þessi þriðja kynslóð af Discovery hefur vakið athygli meðal annars fyrir búnað, sem hefur hingað til aðallega verið fáanlegur í flokki dýrustu jeppa. Þar á meðal er Terrain Response, nýtt skynvætt aldrifskerfi, en Range Rover eig- endur ættu að kannast við nokkuð við búnaðinn. Hann byggir á tækni frá Range Rover sem löguð hefur verið að Discovery. Terrain Response aldrifskerfið lagar Discovery 3 sjálfkrafa að aksturs- aðstæðum og verður hann þannig jafnvígur meðal annars á möl, grjóti, aurbleytu, snjó, hálku, miklum bratta eða sandi. Þá er Discovery 3 einnig kom- inn með svipaða loftpúðafjöðrun og Range Rover, auk þess sem hann minnir útlitslega á þennan stóra bróður sinn í lúxusjeppa- flokknum, bæði að innan- og utan- verðu. Með útlitsbreytingunni er Land Rover að undirstrika þær gagngeru breytingar sem gerðar hafa verið á Discovery, jafnt tæknilega sem hönnunarlega. Auk þess kemur jeppinn með nýja og kraftmikla V6 túrbó dísilvél sem hönnuð er af Jagúar, en hún skilar 189 hestöflum í full- um afköstum og 440 Nm í tog. Einnig kemur jeppinn með V8 bensínvél. Nýr Discovery 3 kostar frá 5.480.000 kr. beinskiptur og 5.750.000 kr. sjálfskiptur. Land Rover Discovery 3 jepp- inn verður frumsýndur hjá B&L í dag. ■ Á síðasta ári voru seldir 673 Skoda bílar á Íslandi. Hekla sló met í sölu á Skoda bif- reiðum á síðasta ári en alls seld- ust 673 nýir bílar. Markaðshlut- deild Skoda var 5,5% sem er 37% söluaukning frá árinu á undan. Söluhæsti Skoda bíllinn var Skoda Octavia og var hann þriðji söluhæsti bíllinn á markaðnum þegar allar gerðir eru skoðaðar en alls voru seldir 578 slíkir bílar. Tvo mánuði á árinu varð Skoda Octavia söluhæsti bíllinn á mark- aðnum, í júlí og í nóvember. Nýr Skoda Octavia verður kynntur hér á landi í febrúar. Nýi bíllinn er stærri, lengri, breiðari, öruggari og betur búinn en fyrir- rennarinn. Skoda Octavia af eldri gerð verður áfram í boði í Terno út- færslu. Sá bíll er vel búinn og á verði frá 1.745.000 þús. kr. og mun Octavia Terno einnig fást áfram í fjórhjóladrifinni Combi útfærslu. ■ Metsala á Skoda Mynd frá Skoda deginum þegar Hekla fagnaði sigri Octavia fjórða árið í röð í JD Power áreiðanleikakönnuninni. Subaru Impreza vann í flokki millistórra bíla. Subaru sigrar í tveim flokkum Könnun á ánægju bílaeigenda. Fyrir skömmu var gerð könnun í Hollandi og athuguð ánægja eig- enda með bifreiðar sínar. Könnun- in náði til eigenda alls 77 bílateg- unda og 35 bílaframleiðanda en 240 þúsund bílaeigendur voru spurðir. Í flokki millistórra bíla sigraði Subaru Impreza og í flokki jepp- linga bar Subaru Forester sigurorð úr býtum. Subaru-umboðið á Ís- landi, Ingvar Helgason hf., er að vonum ánægt með þessar niður- stöður og segir þær endurspegla ánægju íslenskra viðskiptavina. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Nýr Land Rover Discovery 3 verður í boði bæði í 5 sæta og 7 sæta útgáfu. Þriðja sætaröðin í 7 sæta útgáfunni þykir sérlega rúm- góð. Þá eru aftari sætaraðir upphækkaðar eins og í kvikmyndahúsum, sem breytir miklu fyrir aðstöðu farþega í aftursætunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.