Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 23

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 23
LAUGARDAGUR 15. janúar 2005 Verð kr. 39,900.- Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd Sími: 894-2737 www.ovs.is Vinnuvélanámskeið ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Tímaritið Bílar & Sport kom út í byrjun mánaðarins. Út- gáfufyrirtækið Alurt ehf. stendur fyrir útgáfu blaðsins en það er Haukur Guðjónsson sem ritstýrir því. „Blaðið fæst í öllum bókavöruversl- unum og bensínstöðvum þannig að sem flestir ættu að geta nálgast það. Satt best að segja er ég mjög hissa yfir þeim góðu við- tökum sem blaðið hefur fengið því oft er erfitt að koma tímaritum á laggirnar. Bílar & Sport hefur selst vel og margir hafa hringt inn og beðið um áskrift. Það eru líka geysilega margir sem hafa stöðvað mig úti á götu og lýst yfir ánægju sinni því svona blað hafi vantað í tímaritaflóruna,“ segir Haukur að vonum stoltur með fyrsta tölublað tímaritsins. „Þetta er mánaðarrit og eigin- lega eina íslenska bílablaðið. Við tökum á öllu því sem flokkast sem mótorsport. Við fjöllum um nýja og breytta bíla, kíkjum á fornbíla, mótorhjól, jeppa, flugvélar og jafn- vel fjarstýrða bíla og flugvélar sem er orðið mjög vinsælt sport. Þetta er afskaplega yfirgripsmikið blað og við leggjum mikla áherslu á myndræna þáttinn. Góðar myndir eru mjög mikilvægar og við viljum sýna lesendum öll smáatriði þegar við erum að kynna bíla og tækninýjungar. Það hefur einmitt oft vantað góðar myndir í sams konar bílablöð en hjá okkur fá lesendur allan pakkann,“ segir Haukur sem er mjög metnaðar- fullur í því sem hann gerir. „Þórður Freyr Sigurðsson, eigandi Alurt, hafði samband við mig og bað mig um að ritstýra blaðinu. Að vonum var ég mjög ánægður þar sem ég hafði látið mig dreyma um að gera svona tímarit því það vantaði tví- mælalaust á Íslandi. Ég hef líka rosalega gaman að bílum og mjög sterkar skoðanir á því sem ég vil sjá í blaðinu. Eitt af því sem ég er að leggja lokahönd á og mun eflaust verða fastur liður í framtíðarblöð- um er kennsla um ýmislegt. Allt frá því að skipta um kerti í bílnum og upp í flóknari hluti. Ég vil kenna fólki á öllum stigum, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir.“ En er blaðið ekki bara fyrir harða bílaáhugamenn? „Nei, ég held ekki. Það er rosalega fjöl- breytt og ég held að allir gætu haft gagn og gaman að. Ég á meira að segja nokkra félaga sem hafa ekki gaman að bílum en finnst blaðið gott og skemmtilegt. Ég er að minnsta kosti mjög bjartsýnn á framhaldið,“ segir Haukur. Bílar & Sport kostar 895 krónur í lausasölu. lilja@frettabladid.is Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar. Með loftlaus dekk... viljandi Jeppafólk og aðrir útivistarfíklar fengu ánægjulega jólagjöf í desem- ber sem enn er í notkun: Snjó. Um leið og hálendið fölnar fyllist það af fólki sem finnst í góðu lagi að hossast svolítið og verða kalt á nebb- anum. Þeir sem eiga jeppa fara ef til vill í skála í námunda við helli jólasveinanna, elda þar læri og segja sögur fram á nótt. Í slíkum ferðum heyrast oft setningar eins og: „Ég ætla að hleypa meira úr“ og: „Ég er í þremur pundum, svíf yfir þetta“. Þá er verið að vitna til loftþrýstings í dekkjunum. Með því að hleypa lofti úr þeim eykst það flatarmál sem snertir jörðu og með því fæst tvöfaldur ágóði: Annars vegar eykst veggrip til muna og hinsvegar dreifist þyngd bílsins á stærri flöt. Þannig getur jeppi á stórum dekkjum stigið léttar til jarðar en fótgangandi maður ef hleypt er vel úr. Þá grefur hann sig síður niður í snjó og flýtur frekar ofan á honum. Flestir jeppamenn og -konur hafa 18-25 pund í dekkjunum alla jafna (eftir stærð dekkja og þyngd bíls) og fara gjarnan í 8-13 pund á malarvegum og 2-3 pund (og jafnvel neðar) ef færi er orðið mjög þungt í snjó. Þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga: Lin dekk hitna meira. Gúmmíið í dekkjunum krumpast í sífellu og sé ekið á miklum hraða í einhvern tíma getur hitinn skemmt dekkin. Lin dekk eru viðkvæmari fyrir oddhvössu grjóti og hrauni. Hlið dekksins stendur orðið út fyrir sólann og kemst frekar í snertingu við undirlagið. Hún gatast frekar en sólinn og því þarf að fylgjast vel með veggrjóti. Lin dekk hrökkva frekar af felgunni. Sérstaklega er hætt við af- felgun í hliðarhalla. Á linum dekkjum er okkur líka hættara við að beygla felgur ef við rekumst á stóra steina. Síðast en ekki síst ber alltaf að hafa í huga að hreyfingar bílsins breytast ef dekkin eru lin. Fjöðrunin er öðruvísi þar sem dekkin gefa meira eftir en áður og svörunin frá stýri og út í hjól verður öðruvísi og umtalsvert seinni. Farið því varlega ef þið eruð að leika ykkur í snjónum eða mýkja bílinn á malarvegi. Munið líka að hleypa aldrei úr nema þið hafið loft- dælu og viðgerðarsett fyrir dekkin með í för. Myndrænt og yfirgripsmikið bílablað Haukur ritstýrir Bílum & Sporti en hann er mjög metnaðarfullur í sínu starfi og hefur geysilegan áhuga á farartækjum af hverju tagi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.