Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 30

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 30
Kynlíf verður æ fyrirferðar-meira í nútíma skemmt-anaiðnaði. Hvort sem menn leita afþreyingar í kvik- myndum, sjónvarpi, tónlistar- myndböndum, tímaritum, leikhús- um eða tölvunni heima, er alls staðar reynt að höfða til neytend- ans með beru holdi og vafasömum kynlífstilburðum. Íþróttaiðnaðurinn er síst und- anskilinn þessum áróðri því heil- síðuauglýsingar og heimasíður með hálfberum íþróttamönnum hafa náð góðri fótfestu í fjölmiðla- menningu nútímans. Kynlíf hefur fylgt tölvuleikjum frá upphafi og nú, með enn betri tækni, er auð- veldasti hlutur í heimi að full- nægja einni af frumhvötum mannskepnunnar með sýndar- veruleika. Kubbalegt sex Þegar tölvuleikir komu fyrst á markað var vélbúnaður til að keyra leikina og svo kunnáttan að búa þá til af skornum skammti. Það stoppaði samt ekki frum- kvöðla leikjaiðnaðarins að bjóða upp á kynlífstilburði í leikjum. Þó svo að grafíkin væri eins og sam- ansettir legokubbar, sem frekar líktust karakterum úr leikjum í stað raunverulegra manneskja, gerði innihaldið leikina afar um- deilda. Margir álitu sem svo að tölvunördar væru einna helst að setja kynlíf í leiki sína til að þjóna eigin kynhvöt, en veruleikinn sýndi að markaðurinn fúlsaði ekki við leikjum sem þessum og tók kynlífstilburðum í tölvuleikjum opnum örmum. Kynlífsleikir fyrir karla Í tölvuleiknum Custers Revenge, sem var einn af fyrstu klámtölvu- leikjunum, er markmið leik- mannsins að stjórna Custer hers- höfðingja, forða honum frá fljúg- andi indíánaörvum, og nauðga indíánastúlkum sem eru fastar við tréstólpa. Leikur þessi olli miklu fjaðrafoki meðal frum- byggja í Bandaríkjunum þar sem fyrirlitning gagnvart þeim þótti algjör og fáar verslanir vildu selja leikinn. Strip Poker rataði snemma í heimilistölvur og veitti þúsundum tölvunotenda ánægju þegar mis- fallegar meyjar fækkuðu fötum ef góð spil féllu í hendi spilarans. Einn sá vinsælasti var Samantha Fox Strip Poker en margir muna eftir hinni brjóstgóðu söngstjörnu frá níunda áratugnum þar sem hún prýddi plaköt og dagatöl ber- brjósta. Macintosh-tölvan hafði svo á sínum snærum forritið MacPlaymate þar sem kvenkyns tölvukarakter lá og stundi munúð- arlega meðan spilarinn gældi við hana með músinni og öðrum til- tækum hjálpartækjum. Game Over Þar sem meirihluti tölvunotenda á þessum bernskuárum tölvunnar voru karlmenn, var ekki gert ráð fyrir karlkyns útgáfu af MacPlay- mate. Skömmu seinna birtist Larry Lafater, tölvuleikjafígúra með aðeins eitt takmark; að fá sér á broddinn. Táningspiltar hópum saman og um allan heim urðu samferða Larry í krossferðinni og lærðu snemma í leiknum að noti maður ekki smokk er allt eins víst að maður verði kynsjúkdómum að bráð. Umræddur Larry fór á kvennafar í alls sjö leikjum frá 1987 til 1996, og enn er Larry kall- inn kominn á kreik í nýjum kyn- lífsævintýraleik: Leisure Suit Larry Magna Cum Laude. Hlutverkaleikir hafa ávallt verið vinsælir en fengu nýtt líf í tölvuheiminum snemma á níunda áratugnum. Ultima-leikirnir stóðu upp úr hinni ljósbláu tegund tölvuleikja og voru merkilegir fyrir þær sakir að spilaranum gafst kostur á sælustund með báðum kynjum á baðstofu í bæn- um Buccaneer's Den í landinu Britannia. Samkynhneigðir eign- uðust þar með sinn fyrsta kynlífs- leik. Nokkrum árum síðar kom á markað fyrsti lesbíu-tölvuleikur- inn Fear Effect 2: Retro Helix. En síðan allir þessir leikir komu á markað hafa fáir gert eins mikinn usla og Grand Theft Auto-serían þar sem ofbeldi og kynlíf helst hressilega í hendur. Skaðleg áhrif Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kynlífs í tölvuleikjum á fólk. Skiptar skoðanir eru á því hvort tölvuleikir hafi áhrif en margir vilja meina að saklaus ungmenni séu berskjölduð fyrir áhrifum þeirra. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að ofbeldi í tölvuleikjum geti hafi áhrif á spilarana. Má þar meðal annars nefna mál sem kom upp í Banda- ríkjunum fyrir skömmu þar sem tólf ára drengur myrti besta vin sinn og jafnaldra á hrottalegan hátt – á sama hátt og hann hafði gert í tölvuleik. Í velflestum tölvuleikjum fær spilarinn þó hvorki að sjá né stjórna kynlífsverknaðinum í hverslags mynd sem hann birtist. Oftast líkjast ástaratlot í tölvu- leikjum mildum ástarsenum í kvikmyndum – ritskoðað og að því virðist saklaust. Í einstaka leikj- um er þó hægt að stjórna ferðinni og þá er hægt að fara vel yfir öll velsæmismörk. Þrátt fyrir ljósblátt innihald eru leikir með kynlífstilburðum ávallt bannaðir börnum og því á valdi foreldra og endursöluaðila að gæta þess að börn komist ekki í þann efnivið. Soralifnaður á netinu Frá upphafi var klámiðnaðurinn fljótur að tileinka sér dreifingu efnis á netinu og því í góðri að- stöðu til að metta markaðinn með nýjum leiðum. Netið auðveldar fólki að tengjast öðrum manneskj- um. Þannig virkar til dæmis ís- lenski tölvuleikurinn Eve Online þar sem þúsundir spilara tengjast einum heimi og spila saman á netinu. Gott dæmi um kynlífsforrit þar sem fólk hvarvetna í heimin- um tekur þátt er Red Light District. Fólk í leit að kynlífi get- ur þannig tengst netinu og komist í samband við raunverulegt fólk, annað hvort í netspjalli með hljóði og mynd, eða þá hreinlega með raunverulegu stefnumóti. Áhugi fyrir þess háttar starf- semi fer vaxandi og nú framleiða æ fleiri fyrirtæki efni sem inniheldur sýndarveruleikakynlíf. Vefmyndavélar og heyrnartól með hljóðnema eru tól sem nýtast í tölvuklámiðnaðinum. Þá hafa samfaraforrit verið að sækja á brattann með góðri mark- aðshlutdeild en þar stýrir notand- inn þrívíddarkarakter í samförum við föngulegar meyjar. Sumir hafa kallað þessa leiki kennslufor- rit í unaðsleikjum ástarlífsins en þeir eru í raun ekkert annað en tölvuklám. Japanar gera mikið af teiknimyndaklámi og hafa kyn- lífsleikir með karakterum úr þeirra teiknimyndum náð talsvert mikilli fótfestu á Vesturlöndum. Framtíðin Sýndarveruleiki er til staðar og nóg er framboðið, þótt sú tegund tölvuleikja hafi ekki náð að festa sig í sessi á fjöldamörkuðum sökum mikils kostnaðar við gerð þeirra. Á endanum verður tæknin þó orðin aðgengileg notendum og kaupvænni. Bandaríski herinn hefur til dæmis þróað fullkominn sýndarveruleika til að þjálfa hermenn sína í mismunandi bardagaumhverfi. Þegar tæknin verður viðráðanlegri má búast við úrvali sýndarveruleikatölvuleikja sem bjóða fyrst og fremst upp á kynlíf, eða þá hreinlega forrit og búnað sem fullnægja frum- hvötum notandans á netinu. Þessar nýju leiðir munu eflaust vekja upp umræðu hjá þeim sem berjast gegn þessari tegund klám- væðingar en aðrir munu eflaust fagna þessum nýjungum, borga fyrir þær með glöðu geði og þannig viðhalda kynlífsmenningu á netinu um ókomin ár. ■ 22 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Titill Útgáfuár Framleiðandi Custer's Revenge 1982 Mysticue Strip Poker 1983 Artworx Soft Porn 1983 Chuck Benson Samantha Fox Strip Poker 1986 Martech McPlaymate 1986 Mike Saenz Leasure Suit Larry 1987 Sierra Golgo 13: Top Secret Episode 1988 Vic Tokai Golgo 13: The Mafat Conspiracy 1990 Vic Tokai Rise Of The Dragon 1992 Dynamix Ultima 7 The Black Gate 1992 Origin Systems Lula: The Sexy Empire 1998 CDV Software Ent. Planescape Torment 1999 Black Isle Studios The Sims 2000 Maxis Erotica Island 2000 Flare Media Fear Effect 2 2001 Kronos Digital Ent. BMX XXX 2002 Z-Axis GTA: Vice City 2003 Rockstar North Singles: Flirt Up Your Life 2004 Robobee Aðeins útgefnir leikir eru hér að ofan. Java-leikir tengdir klámi eru ekki teknir fyrir en þeir eru fáanlegir í þúsundatali á netinu. Einnig eru ekki tekin fyrir kynlífsforrit á borð við Red Light District og tölvugert klám hvort sem það er japanskt eða Bandarískt. Klám hefur fylgt tölvuleikjum frá upphafi. Fyrst í stað var um kubbalegt kynlíf að ræða en með aflmeiri tölvum og betri grafík hefur reynst auðveldara að skapa sýndarveruleikakynlíf sem gætið hrifið fólk með sér. Franz Gunnarsson lítur hér yfir sögu tölvuleikjakynlífsins. Einmenningskynlíf á bláþráðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.