Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 36

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 36
28 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Við vonumst til... ... að íslensk fyrirtæki sjái sér fært að styðja við bakið á fremsta kvenkylfingi landsins, Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem mun, fyrst íslenskra kylfinga, taka þátt í evrópsku mótaröðinni á næstunni. Þátttakan er mjög dýr og þarf Ólöf María á öllum stuðningi að halda.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 15 25 26 27 Laugardagur JANÚAR Við hrósum... ... Knattspyrnufélagi Siglufjarðar fyrir að ákveða að fella niður æfingagjöld hjá iðkendum sínum fram á sumar. Þess í stað vonast forráðamenn félagsins eftir því að foreldrar iðkendanna greiði upphæðina í Landssöfnunina til styrktar fórnarlamba flóðanna í Asíu. Frábært framtak hjá Siglfirðingum og nú bíðum við eftir því að önnur félög fylgi fordæmi þeirra. ■ ■ LEIKIR  14.00 ÍBV og Stjarnan eigast við í Vestmannaeyjum í DHL-deildinni í handknattleik kvenna.  14.00 Stjörnuleikur kvenna í körfuknattleik í Valsheimilinu.  15.00 Þór Ak. og Drangur eigast við í íþróttahöllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik.  15.00 Fram og Haukar eigast við í Framhúsinu í DHL-deildinni í handknattleik kvenna.  16.00 Stjörnuleikur karla í körfuknattleik í Valsheimilinu. ■ ■ SJÓNVARP  11.20 NBA á Sýn. Útsending frá San Antonio Spurs og Dallas Mavericks sl. nótt.  11.50 Upphitun á Skjá einum. Spáð í leiki helgarinnar.  12.15 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV.  12.25 Liverpool – Manchester United á Skjá einum. Bein útsending.  13.35 Enski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Liverpool og Watford.  14.10 Stjörnuleikur kvenna í körfubolta á Rúv. Bein útsending frá stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Valsheimilinu.  14.30 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  15.00 Tottenham-Chelsea á Skjá einum. Bein útsending.  15.15 K-1 á Sýn. Sýnt frá fjölmörgum bardagaíþróttum.  15.40 Handboltakvöld á RÚV. Nýjustu fregnir úr handboltanum.  16.00 Stjörnuleikur karla í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Valsheimilinu.  17.10 Bolton – Arsenal á Skjá einum. Bein útsending.  17.30 World Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  18.25 The World Football Show á Sýn. Fótbolti um víða veröld.  19.00 Inside the US PGA Tour 2005 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.25 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá hnefaleikakeppni í Phoenix. Á meðal þeirra sem mættust voru Kostya Tszyu og Sharmba Mitchell.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Real Madrid og Barcelona.  22.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik New York Jets og Pittsburgh Steelers. Sala Real Madrid á FernandoMorientes til Liverpool hefur af- hjúpað að Morientes vildi fara frá Spáni eftir komu Michaels Owen til Madrid. Með til- komu Owens urðu framherjar liðsins fjórir talsins og sagðist Morientes strax hafa velt því fyrir sér að segja skilið við liðið. „Þetta gerði mér erfitt fyrir þar sem ég var orðinn sá fjórði í röðinni,“ sagði Morientes. Kappinn vildi þó ekki meina að samband hans við Owen hefði beðið hnekki. „Við áttum gott samband þó að tungumálakunnáttan hefði vafist fyrir okkur.“ LeBron James, leikmaðurCleveland Cavaliers, er orðinn betri en Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA-körfuboltanum. Þetta fullyrðir Jack McCallum, einn af körfubolta- spekingum bandaríska tímaritsins Sports Illustrated, í grein um kapp- ana tvo. Þar eru James og Bryant bornir saman hvað varðar sóknar- og varnareiginleika, leiðtogahæfileika o.s.frv. James, sem er nýorðinn tvítugur, hefur einnig verið hampað fyrir að vera einhvers konar blanda af Michael Jordan og Magic Johnson, þ.e. frábær skorari og alltaf með augað opið fyrir samherjum. Dæmi svo hver fyrir sig um þá umsögn í garð leikmanns sem er á öðru ári sínu í deildinni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen: Farinn til Real Madrid FÓTBOLTI Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen er genginn til liðs við spænska stórliðið Real Madrid. Hinn sköllótti Gravesen, sem hefur spilað frábærlega með Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur, átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við félagið og því ákváðu forráðamenn Everton að selja hann núna. Real Madrid mun, samkvæmt heimildum BBC, borga Everton 2,5 milljónir punda fyrir Gravesen en félagið keypti hann á sömu upphæð frá þýska liðinu Hamburg árið 2000. Gravesen, sem er 28 ára gamall, mun skrifa undir þriggja og hálfs árs samn- ing við spænska liðið en honum er ætlað að koma með hörku inn í lið sem er fullt af stjörnum. John Sivebaek, umboðsmaður Gravesens, sagði við fjölmiðla í gær að Gravesen væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Real Madrid en að sama skapi sorgmæddur yfir því að yfirgefa Everton þar sem hann hefði átt fimm frábær ár. „Hann var mjög ánægður hjá Everton en þegar Real Madrid vill þig, þá er ekki hægt að segja nei,“ sagði Sivebaek. ■ DANINN THOMAS GRAVESEN Nýjasti leik- maðurinn í stjörnum prýddu liði Real Madrid. Kraftlaust gegn Frökkum Landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson sagði allan kraft hafa vantað í íslenska landsliðið sem tapaði fyrir Frökkum, 30–26, í vináttulandsleik á fjögurra þjóða móti á Spáni í gærkvöld. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta tapaði í gær fyrir Frökkum, 30-26, í Ciudad á Spáni í fyrsta leik liðsins á fjögurra þjóða móti sem markar upphaf lokaund- irbúnings liðsins fyrir heims- meistaramótið í Túnis sem hefst eftir rúma viku. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en Frakkar sigu fram úr þegar líða tók á hálfleik- inn og leiddu með fjórum mörk- um, 16-12, þegar flautað var til leikhlés. Franska liðið gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og náði mest sjö marka forystu um hálfleikinn miðjan. Íslenska liðið náði þó að laga stöðuna undir lokin og svo fór að Frakkar fóru með sigur af hólmi, 30-26. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að allan kraft hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. „Það var deyfð yfir þessu hjá okkur og menn virkuðu þreyttir. Við spiluðum illa og vant- aði allan neista. Við vorum út af í 22 mínútur og það var mest fyrir klaufaleg brot. Franska liðið er gífurlega sterkt og mér fannst menn kannski bera of mikla virð- ingu fyrir þeim. Ég sef alveg yfir þessum leik en það er alveg ljóst að við blásum í lúðrana gegn Spánverjum á morgun,“ sagði Viggó í gær. Hann sagði línu- mennina Róbert Gunnarsson og Vigni Svavarsson hafa staðið upp úr í íslenska liðinu. oskar@frettabladid.is FRAKKLAND ÍSLAND 30–26 (16–12) Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 6/2, Vignir Svavarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 3/1, Alexander Petersson 2, Arnór Atlason 2, Vilhjálmur Halldórsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Dagur Sigurðsson 1 Varin skot: Hreiðar Levy Guðmundsson 6, Roland Eradze 4. Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: skatabudin@skatabudin.com • www.skatabudin.com S K Í Ð A V E R S L U N 20 - 50% Opi› um helgina! Laugard. 10:00 - 17:00 Sunnud. 12:00 - 16.00 A›eins í nokkra daga Sí ›u st u da ga r ú ts öl un na r N‡tt kortatímabil SKÍ‹AAFSLÁTTUR LÍNUMAÐURINN RÓBERT GUNNARSSON var markahæstur í íslenska liðinu gegn Frökkum með sex mörk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.