Fréttablaðið - 15.01.2005, Side 41

Fréttablaðið - 15.01.2005, Side 41
LAUGARDAGUR 15. janúar 2005 ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir ítölsku myndina La Notte eftir Antonioni í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Kvikmyndasafnið fékk rit- höfundinn Thor Vilhjálmsson til þess að velja þrjár uppáhaldskvik- myndir sínar til sýninga og er þetta sú fyrsta af þeim. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Boston Tufts sinfóníuhljóm- sveitin verður með tónleikar í Grafar- vogskirkju ásamt Öldu Ingibergs- dóttur sópran.  16.00 Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar ásamt Guðrúnu Ingimarsdóttur sópransöngkonu flytja Vínarljóð, óperettuaríur, polka, valsa og aðra gleðitónlist á Nýárstón- leikum Salarins í Kópavogi. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik og er jafnframt konsertmeistari.  17.00 Óperukór Hafnarfjarðar syngur á síðkjólum, bregður á leik og skapar sanna Vínarstemningu á nýárstónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Kirkjulundi. Stjórn- andi kórsins er Elín Ósk Óskarsdótt- ir sópran. Hún syngur einnig einsöng ásamt Snorra Wium tenór og nokkrum öðrum söngvurum úr röð- um kórfélaga. Píanóleikari er Peter Máté og fiðluleikari Guðný Guð- mundsdóttir.  23.00 Hljómsveitirnar Drep, Chan- ger og Denver spila á Grand Rokk.  Rokksveitin Atómstöðin spilar á neðri hæð Gauks- ins. Á efri hæðinni ræður Dj Maggi ríkj- um. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sýning á ljósmyndum, skúlp- túrum, teikningum og myndböndum eftir þýsku listakonuna Rosemarie Trockel verður opnuð í Gerðubergi.  15.00 Birgir Snæbjörn Birgisson og Elías B. Halldórsson opna sýn- ingar á verkum sínum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Á neðri hæð safnsins stendur einnig yfir sýning á völdum verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur.  15.00 Valgerður Guðlaugsdóttir opnar sína sjöundu einkasýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.  15.00 Á sýningunni Hér stóð bær er brugðið upp á þriðja hundrað ljósmyndum úr myndasafni Þjóð- minjasafnsins af óþekktum sveita- bæjum. Myndirnar eru allar frá 20. öldinni og flestar teknar á árunum frá 1930-60. Ljósmyndasýningin Átján álagablettir varpar síðan samtímaljósi á ævaforna þjóðtrú Íslendinga.  16.00 Birgir Breiðdal opnar sýn- ingu á verkum sínum í Listmunahús- inu, Síðumúla 34.  16.00 Ívar Brynjólfsson opnar ljós- myndasýninguna „Bardagavellir“ í Slunkaríki á Ísafirði.  „Leikur að stein- um“ nefnist sýn- ing Kristínar Tryggvadóttur sem opnuð verð- ur á Thorvaldsen. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Sex volt skemmtir í Pakkhúsinu, Selfossi.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Liz Gammon spilar og skemmtir gestum á Café Romance.  Spilafíklarnir skemmta á Classic Rock í Ármúla.  Addi M. spilar á Catalinu.  Sveiflukóngurinn Geirmundur skemmtir ásamt hljómsveit sinni á Kringlukránni.  Svörtu Zapparnir framreiða fullorð- ins rokk fyrir Suðurnesjamenn á Paddy’s í Keflavík.  Snúðarnir Svali og Þröstur 3000 verða við stjórnvölinn í búrinu á Sólon með ferskustu dansmúsikina.  Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi í Klúbbnum við Gullinbrú.  Hljómsveitin Norðurbandalagið spil- ar í Vélsmiðjunni á Akureyri. ■ ■ DANSLIST  14.00 Á fjölskyldusýningu Íslenska Dansflokksins í Borgarleikhúsinu verða sýnd þrjú verk: Bolti eftir Katrínu Hall, Æfing í Para- dís eftir Stijn Celis og The Match eftir Lonneke van Leth. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Laugardagur JANÚAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.