Fréttablaðið - 15.01.2005, Side 48

Fréttablaðið - 15.01.2005, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Aðal-vinningur erMEDION XXL tölva með 17”flatskjá! 99 kr/skeytið IK E 26 74 7 1 2. 20 04 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Útsölulok á morgun Nýtt kortatímabil Óheppni Fjandakornið, segi ég. Ég missti afKiefer Sutherland þegar hann var hérna um áramótin. Ég sem var bú- inn að láta þýða alla pistlana mína yfir á ensku og var með þá í vasanum allan tímann. Þýddi líka bókina mína. Hefði verið fjári gott ef stjarnan hefði náð að renna yfir textann og gaman hefði verið að fá hans álit á stílbrögðunum. En svona er þetta. Ég sat fyrir honum bæði á Vegamótum og á Thorvaldsen en kappinn lét ekki sjá sig. Frétti af honum á Hressó en var of seinn. Ég var líka að gæla við að láta hann hafa drög að handriti að bíómynd sem ég hef svona verið að dunda við að skrifa í rúminu áður en ég fer að sofa. Og ef ég hefði náð honum á flug hefði ég kannski skotið að honum einni hugmynd að sjón- varpsþætti. UM HVAÐ? Ja, ég ætla svo sem ekkert að ljóstra því upp svo auðveld- lega. Þetta er bara dálítið sem ég hefði viljað ræða við Kiefer í róleg- heitum. En mér sem sagt datt í hug, fyrst þið endilega viljið heyra það, hvort ekki mætti gera dálítið krass- andi sjónvarpsþáttaröð um Alþingi Íslendinga. Kiefer gæti leikið Halldór Blöndal. Þáttaröðin myndi heita 63, eða SixtyThree, og myndi gerast í rauntíma. Svaka fjör. Allt brjálað. Tom Hanks yrði Davíð Oddsson. Samuel L. Jacksson yrði Steingrímur J. ÉG SÉ fyrir mér senu: Tom Hanks stígur í pontu og segir: „Nobody but the Coalition in Iceland is against the restoration of democracy in Iraq. They don´t want to be big and they are nothing but a bunch of old-school- commie-loosers.“ Samuel L. Jackson rýkur þá til og stuggar við Tom, tekur orðið og segir: „O, yeah! You are not- hing but a slut and a coward!“ Og þá slær Kiefer í bjölluna. ÞIÐ SJÁIÐ Þetta svínvirkar á ensku. Yrði svaka hasar. En fjanda- kornið. Bara ef ég hefði hitt Kiefer sjálfan og náð að lýsa þessu fyrir honum. Sjálfsagt hefði ég þurft að stugga einhverjum stelpum frá til þess að komast að honum, sem hefði þurft dáldið átak, og ekki síður að halda þeim í fjarlægð á meðan ég tal- aði við gaurinn. Ég hefði þurft að vera ákveðinn. EN ÞAÐ er huggun harmi gegn að ég hitti Kate Winslet á Rex. Ég út- listaði þetta fyrir henni í löngu máli, þetta með sjónvarpsþáttinn og það allt. Fór líka aðeins yfir bíómyndina, sem myndi fjalla um innrás Íslend- inga inn í Írak, og svo lét ég hana hafa pistlana mína og bókina. Mjög fínar þýðingar. Hún var ofsalega já- kvæð hún Kate, og ég var rosalega upp með mér og bjartsýnn. Þess vegna voru það auðvitað ákveðin von- brigði þegar ég las í DV að þetta var alls ekki Kate heldur einhver íslensk stelpa sem lítur út eins og hún. Af hverju gat hún ekki bara sagt mér það strax? Árans vitleysa er þetta. AÐ láta mig babbla svona á ensku í tvo tíma án þessa að segja neitt. Tóm niðurlæging. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.