Tíminn - 01.03.1975, Qupperneq 3
Laugardagur X. marz 197S
TÍMINN
3
Þingfararkaupsnefnd og skrifstofustjóri aiþingis. Fremst á myndinni til vinstri situr Helgi Seljan, en of-
an við hann er Sigurlaug Bjarnadóttir, þá kemur Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri, Sverrir Her-
mannsson, formaður þingfararkaupsnefndar, Ingvar Gislason, Friðjón Þórðarson og Eggert G. Þor-
steinsson. Timamynd Róbert.
Þingfararkaupsnefnd Alþingis:
„GÓÐ LAUN, EN SANNGJÖRN"
OÓ-Reykjavik. Þingfararkaups-
nefnd Alþingis hélt i gær fund
með blaðamönnum og skýrði frá
kaupi og kjörum þingmanna, en
talsverðar umræður hafa verið
um þau mál i fjölmiðlum siðustu
vikurnar. Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri Alþingis var einn-
ig á fundinum.
Formaður nef n dar inna r,
Sverrir Hermannsson, sagði i
upphafi fundarins, að aldrei hafi
hvilt nein leynd yfir launakjörum
alþingismanna og greið leið væri
fyrir fjöimiðla aö afla sér upp-
lýsinga um þau. Hins vegar hefðu
þessi mál verið nokkuð i sviðs-
Ijósinu undanfarið og væri þvi
ástæða til að gefa almenningi ná-
kvæmar upplýsingar um launa-
kjörin.
Friðjón Sigurðsson gerði grein
fyrir lögum um laun þingmanna
og hver kjör þeirra væru núna, en
i októbermánuði s.l. samþykkti
þingfararkaupsnefnd, að allar
aukagreiðslur til þingmanna
hækkuðu um 20%. Þingmenn
njóta launa samkvæmt launa-
flokki B-6 opinberra starfs-
manna, og þegar um er að ræða
almennar kauphækkanir opin-
berra starfsmanna er þingfarar-
kaupsnefnd heimilt að hækka
þingmannalaun sem þvi nemur.
Mdnaðarlaun þingmanna eru
núna 117,421 kr. Eru það fastar
greiðslur allt drið. Þeir þing-
menn, sem búa utan Reykjavik-
ur, fá allt að 23 þúsund kr. á mán-
uði i húsnæðiskostnað yfir þing-
timann. Þar að auki fd þingmenn,
sem eiga lögheimili utan Reykja-
vikur, 1140 krónur á dag i fæðis-
kostnað meðan þing situr. Þá fá
allir þingmenn 200 þúsund kr. á
ári i ferðakostnað, þd fá þeir
greitt afnotagjald af einum sima.
Aukagreiðslur til þingmanna
eru skattfrjdlsar, en að sjálfsögðu
greiða þeir skatta af föstum laun-
um sinum.
Þeir þingmenn, sem gegna
opinberum embættum úti á landi
fá að halda 3/10 hlutum launa
sinna sem embættismenn yfir
þingtimann, en þeir, sem gegna
opinberum embættum i Reykja-
vik og geta gengt embættisstörf-
um sinum að hluta meðan þing
situr, fá 60% launanna.
Skrifstofustjórinn sagði, að
raunverulega væru ákvarðanir
um föstu launin komin úr höndum
nefndarinnar, þar sem þau
fylgja launastiga opinberra
starfsmanna.
Þegar þessar upplýsingar lágu
fyrir höfðu nefndarmenn sitthvað
til málanna að leggja. Sverrir
Hermannsson kvaðst álita að
laun þingmanna væru góð, en
ekki um of, þvi að starfstimi þing-
manna væri langur og ferðalög
með tilheyrandi kostnaði um
kjördæmin væru útlátasöm og
aukagreiðslurnar þvi alls ekki of
háar. Sverrir kvað það vissu
sina,að vinnutimi þingmanna
væri lengri en vinnutimi bænda,
en nýverið var upplýst að hann sé
að meðaltali 60 klukkust á viku.
Sverrir gat þess, að laun þing-
manna hafi hækkað verulega á
undanförnum árum. Áður hafi
þetta verið sultarlaun, og hafi
þingmönnum verið bætt þau upp
með bitlingum og ýmsum auka-
störfum. Aðspurður hvort það
tiðkaðist ekki enn, svaraði hann,
að þvi væri ekki að neita, en ekki
væri litið á þau störf þingmanna
sem neins konar launauppbót,
enda skiptu þau tæpast máli fjár-
hagslega. Þá upplýsti nefndarfor-
maðurinn, að störf í nefndum
Alþingis væru ólaunuð, nema
störf i milliþinganefndum.
Eggert G. Þorsteinsson sagði,
aö það væri veikasti hlekkurinn i
launamálum þingmanna, að þeir
ákvæðu sjdlfir hver þau skyldu
vera. Sagði hann, að brátt mætti
búast við frumvarpi þess efnis að
kjaradómi yrði falið að ákvarða
laun og hlunnindi þingmanna.
Friðjón Þórðarson sagði, að
þingmannalaun hefðu verið léleg
áöur fyrr og það væri ekki nema
siöan árið 1971 að þingmenn nytu
góðra kjara fyrir störf sin. Auka-
greiðslur væru ekki of miklar til
þingmanna, sem búsettir eru úti d
landi, þvi að þeir þyrftu i rauninni
að halda uppi heimilum á tveim
stöðum. Kvað hann takmark
nefndarinnar að þingmenn héldu
góðum kjörum, en sanngjörnum.
Helgi Seljan kvaðst þess full-
viss, að kjaradómur mundi færa
þingmönnum mun betri kjör, ef
til hans kasta kæmi, en þing-
fararkaupsnefnd gerði. Sagði
hann þingmenn að visu hafa góð
laun og hlunnindi, en þegar menn
þurfa að hafa tvöfalt heimilishald
ætist það upp og miklu meira en
það.
Ingvar Gislason sagði, að gera
þyrfti greinarmun á þingfarar-
kaupi og þeim kostnaði, sem fylg-
ir þvi að sitja á þingi og þeim um-
svifum sem tilheyra þeim störf-
um. Sagðihann, aðekki væri rétt-
mætt að bera saman kjör þing-
manna og annarra starfshópa,
þar sem alþingismenn yrðu að
bera margs konar kostnað i sam-
bandi við störf sin sem aðrir
þyrftu ekki að greiða. Ingvar
minnti á, að allt siðan þing var
stofnsett hafi verið greiddur
ferða- og dvalarkostnaður þing-
manna, og aðþaðhafi ekki verið
fyrr en með lögunum 1971 sem
þingmenn hefðu fengið sæmileg
kjör.
Sigurlaug Bjarnadóttir lét þá
skoðun i ljósi, að gera þyrfti mun
meiri mun á kjörum þeirra þing-
manna sem búa i Reykjavik og
utan. Ferðalög i og um kjördæm-
in væru kostnaðarsöm og yrðu
greiðslur til þingmanna áreiðan-
lega mun hærri, ef þær yrðu
ákveðnar af kjaradómi. Sagði
hún sitt álit, að Alþingi mundi
setja ofan, ef þingmönnum væri
ekki treystandi sjálfum til að
ákveða kjör sin og greiða sér
kaup við hæfi. Sigurlaug sagðist
ekki hafa fellt sig við hækkun á
aukagreiðslunum s.l. haust, og að
hún vildi ekki láta þingmenn
njóta neinna forréttinda umfram
aðrar stéttir i landinu.
Sitthvað fleira kom fram i
spjalli þingmanna og blaða-
manna. Meðal annars, að sumir
þingmanna teldu ein mestu
hlunnindi, sem þingsetu fylgja
væru bilastæðin i miðborginni.
(Bilastæöi Alþingis eru sunnan
þinghússins, þar sem Góð-
templarahúsið stóð áður).
Þá létu nokkrir nefndarmanna
þá skoðun i ljós, að ferðastyrkur-
inn væri sizt of mikill, og að i raun
fengju margir opinberir starfs-
menn mun hærri styrki, miðað
við greiðslur fyrir kilómetraakst-
ur. Þá nytu opinberir starfsmenn
hærri dagpeninga á ferðalögum
ennæmi aukagreiðslum fyrir fæði
og húsnæði þingmanna yfir þing-
tlmann.
Bjarni Guðnason:
í hringleikahúsi
stjórnmálanna
Stjórnmálin eru ósjaldan
eins og hringleikahús, þar sem
sviðsskiptingar eru tiöar, leik-
endur skipta um hlutverk og
hafa hrókarskipti. Sumir
kunna þessu vel og telja þetta
lifsblóð stjórnmálanna, aðrir
kunna þessu miður og vilja
helzt vita, hvað þeir eru að
kjósa. Og skyldi sú þjóð ekki
vera illa á vegi stödd, ef það
væri almenn regla, aö orð
stjórnmálamanna séu að engu
hafandi? Hversu lengi er unnt
að hafa almenning að ginning-
arfífli?
i þeim sviptingum, sem átt
hafa sér stað i islenzkum
stjórnmálum á s.I. ári, blasa
við þrjú stórfelld dæmi um
leikaraskapinn, sem mér
þykir nauðsynlegt að benda á,
mönnum til skemmtunar og
ihugunar.
1. Sjálfstæðisflokkurinn
gangrýndi harkalega vinstri
stjórnina fyrir óhóf og eyðslu
og taldi hana sitja i eilifum
veizlufagnaði. Meginglöp
stjórnarinnar væru upp-
sprengd fjárlög, sem hækkuðu
um 30% milli ára. Af þeim
stafaði allt hið illa. Kröfðust
Sjálfstæðismenn á Alþingi, aö
fjárlög væru lækkuð a.m.k,
um 1500 milljónir kr., ella væri
þjóðarvoði á ferðum.
Skömmu siðar urðu stjórn-
arskipti.
Fjárlög fyrir árið 1975
hækkuðu um nálega 15000
milljónir kr. — 15 milijarða kr.
eða um 50%. Nú réðu Sjálf-
stæðismenn ferðinni og áttu
sjálfan fjármálaráðherrann.
Þeir tala ekki lengur um
veizlufagnað.
2. Nýlega var gerð 20%
gengisfelling. Þá lýstu þeir
Karvel Pálmason og Magnús
Torfi ólafsson yfir þvi, að
gengisfellingin væri með öllu
óvcrjandi og leysti engan
vanda. Björn Jónsson, forseti
ASÍ, tók einnig injög djúpt i
árinni og taldi hana árás á
launþega, valda eignamisrétti
i landinu og að henni gerðri
yrði vart hjá þvi komizt aö
verkalýðshreyfingin léti til
skarar skriða.
Þessir þrir menn, ásamt
fyrrverandi Vestfjarðagoða,
Hannibal Valdimarssyni,
knúðu fram I tið vinstri stjórn-
arinnar, eða í des. 1972, tæp-
lega 11% gengisfellingu, og
þeim var hún svo mikið
kappsmál, að þeir hótuðu
stjórnarslitum, ef ekki væri
gengið að kröfu þeirra.
Nú eru flestir sammála um,
að i allri sögu gengisfellinga á
íslandi hafi aldrei verið gerð
gengisfelling, sem hafi átt
minni rétt á sér en sú, sem
gerð var i des. 1972.
3. i tið vinstri stjórnarinnar
var söluskattur hækkaður um
Bjarni Guönason
4 stig, eftir mikið þóf á
Alþingi. Var það gert að beiðni
verkalýðssa m taka nna og
skyldi koma lækkun tekju-
skatts á móti. Að þessu stóð að
sjálfsögðu Alþýðubandalagið.
Þvi má skjóta hér inn i, að
tekjuskattslækkun fyrir lág-
launafólk skiptir ekki öllu
máli, þvi að það greiðir litinn
tekjuskatt. Og svo þvi, að
fyrirframgrciðsla skatta
hefur á þessu ári verið hækkuð
úr 60% upp i 67%, þannig að
menn greiða fyrri hluta ársins
svipaða upphæð og áður i
skatta, en sitja uppi með sölu-
skattsstigin 4 i ábæti.
Nú hefur söluskattur verið
hækkaöur um eitt stig, þannig
að hann er orðinn fimmtungur
af verði á vöru og þjónustu.
ÞESSA HÆKKUN STYÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. En
viti menn, nú hafa þeir
Magnús Kjartansson og
Eðvarð Sigurðsson lagt fram
frumvarp á Alþingi, þar sem
lagt er til, að söluskattur skuli
afnuminn á öllum matvælum.
Um söluskattinn kemst
Magnús Kjartansson svo að
orði i leiðara Þjóðviljans (27.
febr.):
„Eins og áður er sagt hvilir
þessi skattur af langniestum
þunga á þeiin sem verja
mestum hluta tekna sinna til
matarkaupa: þar er að
verulegum hluta til um
nefskatt að ræða sem inenn
greiða án tillits til efna og
ástæðna, RANGLATUSTU OG
ANDFÉLAGSLEGUSTU
skattheimtu sem hægt er að
hugsa sér.”
Svo mörg eru þau orð.
Af þvi, sem hér hefur verið
sagt, má draga fjölmargar
ályktanir, en það fer bezt á
þvi, að liver hugsi sitt.
Ekki veruleg hætta þó gos verði í grenndinni
— segir í skýrslu Orkustofnunar um niðurstöður rannsóknarborana 1974 varðandi Kröfluvirkjun
Gsal-Reykjavik — Timanum hef-
ur borizt skýrsla frá jarðhitadeild
Orkustofnunar um niðurstöður
rannsóknaborana á Kröflusvæð-
inu, sem gerðar voru siðari hluta
ársins 1974. Tilgangur þeirra bor-
ana, — og frumrannsókna, sem
unnar voru á árunum 1970-1973, —
var að afmarka vinnslusvæði og
afla upplýsinga um vinnslueigin-
leika Kröflusvæðisins með tilliti
þess, að þar yrði rcist 50-60 MW
gufuaflsstöð. Niðurstöður boran-
anna og annarra rannsókna var
sú, að Kröflusvæðiö standi undir
áðurnefndri stærð af virkjun og
hugsanlegri stækkun siðar. Er
mælt með því, aö hafizt verði
handa um að bora vinnsluholur i
Kröflu þegar sumarið 1975.
Við þessar rannsóknir voru
gerðar ýmsar samanburðarat-
huganir á Kröflusvæðinu annars
vegar og Námafjallssvæðinu hins
vegar. Rannsóknir sýndu, að bæði
svæðin væru hentug sem vinnslu-
svæði fyrir 50-60 MW virkjun.
Þrenn sjónarmið komu þó fram,
sem leiddu til þess, að hagkvæm-
ara þótti að reisa gufuafls-
virkjunina á Kröflusvæðinu.
1 fyrsta lagi að Kröflusvæöið er
margfalt stærra, og þvi likur á að
það sé öruggara i vinnslu og
standi undir mikilli stækkun siðar
að þvi gefnu, að hitaástand i jarð-
hitakerfi þess reyndist likt og i
Námafjalli. 1 öðru lagi, að Kröflu-
svæðið er fjarri alfaraleið og
virkjun þar hefði siður áhrif á
umferö og umgang ferðafólks. Og
i þriðja lagi, að meðferð affalls-
vatns frá virkjun við Kröflu yrði
minna vandamál en i Námafjalli.
1 skýrslu er vikið að hegðun
áðurnefndra tveggja svæða með
tilliti til eldgosa og hættu fyrir
mannvirki af völdum hugsanlegs
hraunrennslis.
Þar kom m.a. fram, að á
Námafjallssvæðinu hafa orðið 10
sprungugos á siðustu 10 þúsund
árum, það siðasta i Mývatnseld-
um 1728. Þessi 10 sprungugos
hafa komið i tveimur hrinum,
fyrri hrinan gekk um garð fyrir
7000 árum, sú siðari hófst fyrir
2500 árum. A Kröflusvæðinu hafa
álika mörg hraungos orðið sið-
ustu 10 þús. ár. Skipting gosanna
er hins vegar óljós, þótt hægt sé
að fullyrða að þrjú hraungos séu
yngri en 2500 ára.
Siðan segir i skýrslunni:
— Krafla og hæðardrögin um-
hverfis standa það hátt, að þar
skapast ekki veruleg hætta þótt
hraungos verði einhvers staðar i
grenndinni. Jafnframt myndar
þetta fjalllendi varnargarð um-
hverfis Hliðardal. Inn i honum
eru þrjár gossprungur, sú yngsta
ca. 2000 ára. Lagt er til, að stöðin
verði byggð á hrauni, sem hefur
runnið frá þeirri gossprungu.
Veruleg hætta skapast varla fyrir
stöðvarbygginguna af völdum
hraunrennslis nema ef gos yrði að
nýju innst i Hliðardal.
Frá þeim stað, er lagt hefur
verið til að stöðin verði reist, eru
um 500-1500 metrar að væntanleg-
um vinnsluholum.
Að lokum má geta þess, að lagt
hefur verið til, að 10 ferkm svæði,
sem nær yfir Kröflu og Leirhnjúk
verði fyrst i stað afmarkað sem
vinnslusvæði. — Innan svæðisins
eru þó nokkrir staðir sem sjálf-
sagt er að vernda óspillta bæði af
sögulegum og náttúrufarslegum
ástæðum. Hér er um að ræða
Leirhnjúksgigana, Viti, og næsta
umhverfi þess og neðsta hluta
Hveragilsins, ségir i skýrslunni.
Grafíksýning
í Grindavík
Farandsýning önnu Sigriðar
Björnsdóttur verður opnuð i Kven-
félagshúsinu i Grindavik kl. 14 i
dag. Þetta er listsýning og um
leið kynning á ýmsum aðferðum
grafiklistar. Höfundur verður
viðstödd 14-18 til að útskýra
þessa áhugaverðu listgrein, sem
ekki hefur verið mjög þekkt hér á
landi, en ryður sér ört rúm meðal
yngri listamanna og listunnenda.
Sýningin verður opin á sama tima
á sunnudag.