Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. marz 197S TÍMINN 13 Ástríður Andersen opnar í Hamragörðum —Sýnir 40 olíumálverk ÁSTRÍÐUR Andersen listmálari hélt sina fyrstu sýningu i Casa Nova fyrir um það bil fjórum árum. Sýningin vakti dálitla athygli. Þetta var nýr málari, sendiherrafrú, en ekkert talar eins hjáróma til okkar og slikir starfstitl- ar. Ofan á alla þvotta- húsmálarana, sem fyrir voru, höfðum við nú fengið einhverskonar ,,drekafrú”. Maður sá það i anda: Reynt er að buga lifsleiðann og barokk-lif sendisveit- anna með þvi að gripa til pensla. Eitthvað á þessa leið hafa vist margir hugsað með sér. Astriður Andersen var átta ár i Paris, þar sem maður hennar, Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingur var þá sendiherra, siðar i Noregi og Sviþjóð. Ást- riður stundaði nám i hljóðfæra- leik um langt skeið, enda af frægri ætt tónlistarmanna, en faðir hennar er Helgi Hallgrims- son, organisti og tónlistarmaður, og hún er systir dr. Hallgrims Helgasonar tónskálds. Ástriður Andersen opnar um þessar mundir málverkasýningu i Hamragörðum i Reykjavik, þar sem hún sýnir um 40 verk, flest ný eða unnin i Noregi, þar sem hún dvaldi um nær tveggja mánaða skeið i sérstöku húsi, sem yfirvöld nota til handa listamönnum, er heiðraðir eru með starfsaðstöðu skamman tima. Auk þess hefur hún málað mikið hér heima að undanförnu, að þvi er hún tjáði okkur, er við heimsóttum sýningu hennar um það bil, er verið var að koma myndunum fyrir. Verk Ástriðar Andersen hafa tekið nokkrum breytingum siðan hún sýndi i Reykjavik fyrir fjór- um árum. Þetta eru abstraktion- ir, sem fyrr. Ef það er rétt, sem haldið er fram, að sumir menn máli atvinnuvegi, sjávarútveg eða landbúnað, þá mætti likja myndum hennar við tónverk. Ef haldið er áfram á þessari braut, þá minna fyrri myndir hennar á það, þegar leikið er dapurlega af fingrum fram, tilviljanakennt. Tilviljunin verður á stundum auðsæ, og er þá bæði átt við form og lit. Formin i myndum málar- ans eru nú markvissari, byrjað er að velja og hafna og rita niður, og verkin verða heillegri og ekki eins dapurleg, þurfa með öðrum orðum ekki á eins mikilli heppni að halda. Sumar myndirnar eru ,,sætar”. Alveg eins og siðast. Skynsemi bjargar naumlega frá væmni, og nýjustu verkin eru greinilega mun betri en þau, sem eldri eru. Einstaka mynd er frá millistigi, þar sem reynt er að ferðast burt Aðalfundur Tónskáldafélags íslands: VIII auka flutning fslenzkrar tónlistar — í hljóðvarpi, sjónvarpi og hjá Sinfóníuhljómsveitinni Nýlega var haldinn aðalfundur Tónskáldafélags Islands. Stjórnin gerði grein fyrir starfinu á s.l. ári, þátttöku Islenzkra tónskálda i Norrænum músikdögum, sem haldnir voru I Kaupmannahöfn i október 1974. Þar voru flutt sex islenzk tónverk. Einnig voru flutt verk eftir Islenzk tónskáld á Listahátið 1974 og á þjóðhátið. Þá var og óperan Þrymskviða frum- flutt I Þjóðleikhúsinu. Þá gerði stjórnin grein fyrir undirbúningi Norrænu músikdag- anna sem i ráði er að halda i Reykjavik 1976, og störfum Nor- ræna tónskáldaráðsins en forseti þess er nú Atli Heimir Sveinsson. Þá voru og rædd ýmis hags- munamál tónskálda og eftirfar- andi samþykktir gerðar: „Aðalfundur Tónskáldafélags íslands, haldinn 15. febrúar 1975, beinir þeim tilmælum til Rikisút- varpsins að stórauka flutning is- lenzkrar tónlistar i hljóðvarpi, sjónvarpi svo og hjá Sinfóniu- hljómsveit lslands. Ennfremur að sjá um að til séu fullkomnar hljóðupptökur á verkum is- lenzkra tónskálda lifandi og lát- inna. Alitur fundurinn núverandi ástand algjörlega óviðunandi og væntir skjótra úrbóta.” „Aðalfundur Tónskáldafélags Islands, haldinn 15. febrúar 1975, skorar á Alþingi að stofna hið fyrsta stööu fyrir tónskáld við Sinfóniuhljómsveit Islands (com- poser in residence), sem hafi það starf aö semja verk fyrir hljóm- sveitina.” „Aðalfundur Tónskáldafélags Islands, haldinn 15. febrúar 1975, lýsir yfir fullri samstöðu með Félagi islenzkra myndlistar- manna i deilu þeirra við borgar- yfirvöld vegna Kjarvalsstaða.” Þá voru einnig gerðar sam- þykktir um að vinna að stofnun Tónmenntaráðs lslands og að leita eftir nánari samvinnu við is- lenzka hljóöfæraleikara um flutn- ing Islenzkrar tónlistar. Þá var og Arni Björnsson kjörinn heiðurs- félagi. Stjórn Tónskáldafélags ls- lands skipa nú: Atli Heimir Sveinsson formaður, Þorkell Sigurbjörnsson ritari og Skúli Halldórsson gjaldkeri. (Fréttatilkynning) úr tónlistinni, en þær myndir eru ekki eins persónulegar fyrir minn smekk, minna á t.d. Ninu Tryggvadóttur, sem á sér spor- göngumenn ekki ófáa. Ástriður Andersen notar sérstök spjöld til þess að mála á, sem ekki hafa fengizt hér, en eru að ryðja sér til rúms erlendis. Þá er venjulegur strigi limdur upp á harðan pappa, en striginn er ekki strekktur á grind. Þetta er ágætt á minni myndir og gefur möguleika til ýmissa „harka- legra” aðgerða á myndfletinum, sem yfirleitt hefur verið gert á masonitplötur hér og henta ekki á venjulega strekktan striga, bæði vegna styrkleikans og vegna þess, að blindramminn vill koma i ljós við blæbrigða gerðina. 1 heild er sýningin persónuleg og áhugaverð. Á þessum siðustu og verstu timum er talið, að ofvöxtur hafi hlaupið i stétt myndlistarmanna. Blöðin eru full af sögum um hneyksli i myndlistarmálum. Hamragarðar hafa staðið utan við þessar deilur, húsráðendur eru mildir og áhugasamir um myndlist. Þessi ágætu salarkynni hafa hýst margar ágætar sýningar og auka hróður sinn nokkuð við þessa sýningu Ástriðar Andersen. Jónas Guðmundsson. r i -budn. ] I BEKKIR * OG SVEFNSÓFAR] vandaðir og ódýrir — til sölu að öldugötu 33. ^Upplýsingar I sima 1-94-07.^ Eftirmenntunarnefnd rafiðnaðar Garðastræti 41 — Simi 1-85-92 Námskeið í einlínumyndun og hagnýtri rafeindatækni verða haldin i april og mai i Reykjavik, á Akureyri og á Akranesi. Einnig verða haldin grunn-námskeið á fyrrgreindum stöðum. Umsóknir þurfa að berast til skrifstofu okkar fyrir 20. marz næstkomandi. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofum Rafiðnað- arsambands Islands, Freyjugötu 27, Landssambandi is- lenzkra rafverktaka, Hólatorgi 2. Einnig hjá félögum á viðkomandi stöðum og á skrifstofu Eftirmenntunarnefnd- ar rafiðnaðar, Garðastræti 41. Sumarhús — Veiðihús Við byggjum og seljum suinarbústaði 1 stöðluðum stærð- um frá 24,5 ferm. Fast verð með eða án uppsetningar. Eigum einnig til lönd. Erum sérhæfðir með vélar til vinnu, þar sem ekki er rafmagn. Þegar er komin mjög góð reynsla d okkar hús. Sumarbústaðaþjónustan — Kvöldsími 8-54-46. Skrifstofuhúsnæði til leigu Stórt húsnæði i Pósthússtræti til leigu. — Gæti hentað fyrir nokkrar smærri skrif- stofur eða einn aðila. Nánari upplýsingar hjá Einari Þorsteins- syni i simum 1-58-30 og 8-54-60. AUGLÝSIÐ I TIMANUM CAV Qliu- og lofícíur4 i flestar tegundir bifreiöa og vinnu- véla 33LOSSK-------------- Skipholti 35 Simar: 8-13-50 verzlun • 8 13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstota Rafgeymar í miklu úrvali ilLOSSlf Skipholti 35 • Simar: 3-13-50 verzlun 8-13 51 verttstæöi 8 13-52 sknfstol* SUNNUKTOLD Feröakynning! Sagt frá hinum vinsælu og ódýru Sunnuferðum — Hinir heimsfrægu brezku sjónvarpsstjörnur The Settlers skemmta — Dans STÓRBINGÓ Vinningar: 3 utanlandsferðir AUSTURRÍKI AAALLORCA KANARÍEYJAR Vestmannaeyjum: laugardaginn 1/3 Akureyri: Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 2/3 kl. 21. Hnffsdal: mánudaginn 3/3 kl. 20.30. Hornafirði: Sindrabæ fimmtudaginn 6/3 kl. 20.30. Keflavik: Nýja Bió föstudaginn 7/3 kl. 21. Akranesi.'Akranesbió laugardaginn 8/3 kl. 17. Reykjavik: Hótel Sögu sunnudaginn 9/3 kl. 21. I SOLSKINSSKAPI MED SUNNU iERflASKRIFSTOFAN SIINNA IÆKJARGÖTU 2 SÍMAR 1B4D0 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.