Tíminn - 15.03.1975, Síða 4

Tíminn - 15.03.1975, Síða 4
4 TÍMINN Laugardagur 15. marz 1975. Etaines er ánægður með lopapeysuna sína Eftir að hafa séð þessa mynd, hlýtur sú spurning að vakna, hvort Baines karlinn muni klæð- ast Islenzkri lopapeysu er hann býður Ægi konungi byrginn i syrpumyndunum um Onedin skipafélagið i framtiðinni? Anægja hans yfir peysunni leyn- ir sér ekki, enda þótt hann sé ekki siður öfundsverður af félagssapnum, en frúrnar eru úr félagsskapnum Anglia, sem færði leikaranum Howard Lang peysuna að gjöf. Nöfn frúnna eru Molly Jónsson, Pat Taylor og Jónina Pétursdóttir. Fyrirbyggjandi aðgerðir undirstaða lækningar Nú lifir og starfar I Sovétrikjun- um ein og hálf milljón manna, sem hefur læknazt af krabba- meini. Þetta kom fram á nýaf- stöðnu læknaþingi Sovétrikj- anna, sem haldið var i Moskvu. Vel skipulögð þjónusta á sviði krabbameinslækninga, sem hefur það höfuðmarkmið, að koma i veg fyrir krabbamein og finna það á frumstigi, gerir það kleift að berjast gegn þessum hættulega sjúkdómi með góðum árangri. Að þessari þjónustu starfa 20 rannsóknarstofnanir, yfir 300 sjúkrahús og um 3000 sérhæfðar deildir og skrifstofur. Fundnar hafa verið fjölþættar aðferðir til að berjast gegn krabbameini og eru þær hag- nýttar I rikum mæli i Sovétrikj- unum. Meðal þeirra eru geislunarlækningar, skurðað- gerðir og notkun mjög virkra lyfja. Sovézkir sérfræðingar hafa fundið upp geisla,,byssu” sem gerir það kleift að geisla með mikilli nákvæmni sýkt lif- færi, án þess að skaða aðliggj- andi vefi. Nýverið hafa sérhæfð sjúkrahús á þessu sviði verið búin tækjum til kjarnageislunar til lækningar þessa sjúkdóms. Lækning krabbameins er ókeypis eins og önnur læknis- hjálp i Sovétrikjunum. Æ, æ og ó! Það gerðist á aðalæfingu I London’s Festival Hall, að óp eitt mikið heyröist og bergmál- aði i hálftómu húsinu, þvi að fáir voru á æfingunni, — en á meðal þeirra sem boönir voru á aðal- æfinguna voru blaðamenn og ljósmyndarar, og einn snar blaðaljósmyndari náði þessari skemmtilegu mynd! Dansmær- in Doreen Wells, sem leikur og dansar þarna álfkonu i danssýn- ingu með tónverkinu Hnetu- brjótinum eftir Tjækovsky, ætl- aði aö taka eitt af þessum léttu, þokkafullu stökkum, og dans- félagi hennar, Patric Bart frá Parisar-ballettinum átti að lyfta henni hátt i loft upp, og þau höföu nýlokið sliku stökki og virtust ekkert hafa fyrir þvi, — en þarna mistókst takið hjá Bart, og aumingja Doreen æpti hástöfum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.