Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 19. marz 1975. Bogi Þóröarson. Tekur sæti á Alþingi 1 gær tók Bogi Þórðarson, 4. marður á lista Framsóknar- manna á Vestfjörðum, sæti á Al- þingi f fjarveru Steingríms Her- mannssonar, sem staddur er er- lendis. Bogi Þórðarson hefur ekki setið á Alþingi áður. Hitaveituframkvæmdir í Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði kosta 1852 millj. t svari Gunnars Thoroddsen orku- og iönaöarmálaráöherra viö fyrirspurn Jóns Armanns Héöinssonar (A) um hitaveitu- framkvæmdir í nágrenni Reykja- vikur kom fram, aö heildarkostn- aöur viö dreifikerfislagnir Hita- veitu Reykjavlkur I Kópavogi, Garöahreppi og Hafnarfiröi er ó- ætlaöur 1852 milljónir króna. Þaö kom einig fram í svari ráöherr- ans, aö I árslok 1974 hafi veriö bú- iö aö verja til þessara fram- kvæmda 722 milljónum króna. Gunnar Thorodd- sen sagði að ólokið væri lögn samkvæmt núverandi verðlagi fyrir 1130 milljónir króna, en þó væri aukning jarð- hitavirkjana vegna þessara dreifikerfa ekki innifalin I þess- um kostnaðartölum. Þá kom það einnig fram I svari Halldór E. Sigurðsson: f Áætlun um neyðar- símaþjónustu fyrir land allt ráðherrans, að fjármögnun til að ljúka framkvæmdum væri fyrir- huguö með þeim hætti, að teknar verða að láni 700 milljónir króna, en áætlað er, að heimæðagjöld skili 430 milljónum króna. Ráðherrann upplýsti, að oliu- notkun á öllu svæðinu er áætluð 52 millj. lftra á ári að upphæð kr. 1050 millj. króna, miðað við oliu- verð kr. 20.20 litrinn. Hins vegar væri vatnsnotkun áætluð á öllu svæðinu 6,7 millj. tonn á ári að upphæð 264 millj. króna, miðað við vatnsverð 39.36 krónur tonnið. Þá svaraði Gunnar Thoroddsen þeim lið fyrirspurnarinnar, sem viðkomandi var Hitaveitu Suður- nesja, og sagði ma.: „Stjórn Hitaveitu Suðurnesja vinnur að gagnasöfnun og endur- skoðun á fyrri áætlunum. Hér er um að ræða endurskoðun kostn- aðar vegna verðbreytinga, og röðun verksins i áfanga, eftir verkþáttum, framkvæmdatima og kostnaði. Auk þess er unnið að undirbúningi að samningum við landeigendur um kaup á hitarétt- indum og landi við Svartsengi. Fyrrnefnd atriði eru forsenda þess, að hægt sé að hef ja aðgerðir til öflunar fjármagns til fram- kvæmdanna, og mun nú verða hafizt handa um það atriði hið fyrsta. Heildarkostnaður veitunnar er nú áætlaður kr. 2.420 millj., og skiptist hann sem hér segir: a) Virkjun hitasvæðisins við Svartsengi kr. 570 millj. b) Aðveituæðar kr. 795 millj. c) Dreifikerfi kr. 1.055 millj. Tillaga til áfangaskiptingar, sem nú liggur fyrir, miðast við að verkinu verði lokið á árinu 1978, og hafi þá öll hús I þeim byggðum, sem hitaveitunni er ætlað að ná til, verið tengd henni.” Meginatriða áætlunarinnar um áfangaskiptingu er getið á bls. 3 I blaðinu i dag. Það kom fram i svari Halldórs E. Sigurössonar samgönguráö- herra i fyrirspurnatima i samein- uöu þingi i gær, að hann hyggst beita sér fyrir þvi, að gerð verði áætiun um aukna símaþjónustu á þeim stööúm á landinu, sem gegna þvi hlutverki að vera mið- stöðvar brunavarna, iæknisþjón- ustu og löggæzlu. Ragnar Arnalds (Ab) hafði beint þeirri spurningu til ráð- herra, hvort hann vildi efla þessa þjónustu. I svari Halldórs E. Sig- urðssonarkom fram. að gerð hef- ur verið athugun á kostnaðarauka umfram það, sem nú er vegna hugsanlegrar sólarhringsþjón- ustu handvirku simaafgreiðsl- unnar á Sauöárkróki, en þar ann- ast sjúkrahúsið nú hina svököll- uðu neyðarsimaþjónustu. Frumvarp um efna- hagsróð- stafanir lagt fram ó morgun? Undanfarna daga hafa þing- flokkar Framsóknarflokksins og Sjálfstæöisflokksins haft til meöferöar tillögur i efnahags- málum, svokallaöar hliöar- ráöstafanir vegna gengis- breytingarinnar. Ráðgert liaföi verið aö leggja þessar tillögur fram i frumvarps- formi á Alþingi I dag, en aö öllum likindum verður þaö þó ekki fyrr en á morgun, sem frumvarpið verður lagt fram. Handvirka simaafgreiðslan á Sauðárkróki er á virkum dögum * opin frá kl. 09.00 til 21.00 og á helg- um dögum frá kl. 11.00 til 17.00. ,,Ef starfrækja ætti handvirka simaþjónutu all- an sólarhringinn á Sauðárkróki, sagði ráðherrann, „þyrfti að auka við starfsliðið, og er áætlað, að út- gjöld vegna slikrar viðbótar myndi nema um 2,5 millj. kr. á ári. Er þá tekið tillit til álagstima, aukavakta, orlofs, veikindafor- falla og launatengdra gjalda. Þá skal á það bent, að verði sólar- hrings simaþjónusta tekin upp á Sauðárkróki, er viðbúið, að aðrir staðir sigli I kjölfarið”. í framhaldi af þvi sagði Halldór E. Sigurðsson, aö framkvæmdin á þessu máli þyrfti aö vera með þeim hætti, aö 3 eöa 4 staðir væru teknir fyrir fyrst, en áætlun slðan gerð um aöra staði á landinu. Landbúnaðarráðuneytið hlynnt hitaveitufram- kvæmdum að Hólum — hitaveituframkvæmdir standa fyrir dyrum d Hvanneyri Járn- bSendið sent til neðri deildar Frumvarpið um járnblendi- verksmiðju á Grundartanga I Hvalfirði var afgreitt frá efri deild I siðustu viku. Með frum- varpinu greiddu atkvæði þing- menn stjórnarflokkanna, að Jóni Sólnes (S) undanskildum, svo og þingmenn Alþýðuflokksins, en þingmenn Alþýðubandalagsins voru á móti. ÍÍl — I ■ Fyrir skemmstu lagði Páll Pétursson (F) fram fyrir- spurn i sameinuðu þingi um hitaveitu á Hólastaö og ná- grannasveitarfélögum. Spurði þing- maðurinn, hvort land- búnaðarráð- herra væri fús til að beita sér fyrir þvi, aö könnun yrði |i gerð á þvl, hvort ekki væri nægur jarðhiti á Reykjum I Hjaltadal til að koma upp hitaveitu fyrir skólasetrið á Hólum. Halldór E. Sigurösson land- búnaðarráðherra svaraði þessari fyrirspurn i fyrir- spurnatlma I gær og lýsti yfir þvl, að landbúnaðarráðuneyt- ið myndi styðja Hólastað I hitaveituframkvæmdum. Ráðherra sagði m.a.: „Rétt þykir að rekja að nokkru forsögu að þessu máli. Arið 1966 gekkst þáverandi skólastjóri á Hólum (Haukur Jörundarson) fyrir þvi að sér- fræðingur Jarðhitadeildar Orkustofnunarinnar (Jón Jónsson jaröfræðingur) kann- aði möguleika á þvl að afla jarðhita til upphitunar og ann- arra nota á Hólastað. Fyrsta athugun Jóns náði yfir Hjaltadal frá Reykjum niður fyrir Kálfsstaði. Af þessari frumathugun lok- inni voru gerðar mælingar umhverfis Hólastað og I landi Kálfsstaða. Þær mælingar gáfu það jákvæða raun, aö ráðizt var I að framkvæma jaröboranir til frekari könn- unar. Fyrst var boruð hola á Hóla- túni árið 1966. Var hún rúm- lega 100 m djúp. Þegar hér var komið sögu, þótti álitlegra að reyna aðra borun. Var hún gerð árið 1967, og var nú boraö við volga uppsprettu i Kálfs- staöalandi. Mælingar gerðar veturinn 1966—1967 á nefndri volgru sýndu mestan hita 14 C stig á þegar minnst var vatnið I lind- inni. 1 upphafi borunar kólnaði holan, en tók siöan að hítna aftur, og þegar I u.þ.b. 240 m dýpt var komið, var hiti kom- inn í nær 20 stig á C. Með sama framhaldi var talið, að bora þyrfti I u.þ.b. 800 m dýpt, áður en nægilegur hiti fengist á vatni til væntanlegra nota á Hólum. A þessum árum var oliuverð svo hagstætt, að þá var horfið frá frekari borun. Einnig kom annað til, bæði Kálfstaðir og Reykir eru vestan Hjaltadals- ár, en Hólar austan. Brú yfir heitavatnspipur hefði orðiö dýr. Kálfsstaðir eru í tæplega 2km, en Reykir I u.þ.b. 8,0 km fjarlægð frá Hólum. Einnig má geta um laug I Hofsdal I 4—5 km fjarlægð frá Hólum. Mjög er staðan breytt frá árinu 1967 hvað snertir horfur á hagkvæmni á hitaveitu fyrir Hóla. Brú er komin á Hjalta- dalsá skammt frá Hlíð. Oliuverð hefur margfaldazt (tifaldazt). Hvað lföur hækkun á stofnkostnaði skal ósagt lát- ið. Full ástæða er til að láta fram fara nýja könnun á möguleikum á þvi að gera hitaveitu fyrir Hóla, og ekki aðeins þá, heldur og fyrir þá hreppa, sem nefndir eru I fyrirspurninni, og jafnvel, a.m.k. einhvern hluta, lika Viðvíkursveit. í sambandi við þetta mál vil ég geta þess, að hliðstæðar framkvæmdir standa fyrir dyrum á Hvanneyri. Nú er það, að hafiö er sam- starf um virkjun Deildar- tunguhvers. Að þvi standa Borgarnes, Hvanneyrarstað- ur, Reykholtshreppur að nokkru, Andakilshreppur og ef til vill slðar meir Akranes og fleiri sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar. Af hálfu land- búnaðarráöuneytisins er það talið mikils virði, að af þess- um framkvæmdum verði og Hvanneyri eiga þar fulla aðild að. Sama máli gegnir um Hóla, ef málið reynist hagkvæmt og samstaða næst um fram- kvæmdir þess”. 'K: í 8 *n£L» Séö heim aö Hólum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.