Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 4
r » TÍMINN Miðvikudagur 19. marz 1975. Ingo skemmtir sér á Mallorca Ingemar Johansson, fyrrum hnefaleikameistari, skemmtir sér þessa dagana og leikur golf á Mallorca. Hann er lika að kanna aðstöðuna til Iþróttaiðk- ana þarna niður frá, en hann hefur hugsað sér að starfrækja æfingaskóla i Palma. Þangað eiga allir þeir að gefa komið, sem vilja hæta ástand sitt lik- amlega. — Ef hjartað er I lagi, segir Ingo, getur maður náð af sér einu kilói á dag með þvi að hlaupa nokkra kilómetra. ★ ★ Sóttvarna-sjúkrabíll framtíðarinnar I Brunswick i V-Þýzkalandi hafa heilbrigðisyfirvöld nýlega tekið til notkunar sjúkrabifreið, sem talin er sú öruggasta gegn smithættu, sem hingað til hefur þekkzt. Búningar starfsfólks og bifreiðastjórans eru likastir geimferðabúningum. Hlutverk sjúkrabilsins og starfsfólks hans er að koma sjúklingum með bráðsmitandi sjúkdóma undir læknishendur og I einangrun á sjúkrahús, án þess að þeir smiti frá sér um leiö. ökumaður, sjúklingur og sjúrkaliðar eru einangraðir hver I sinu hófli, og er ai- vel lokað á milli þeirra. Hreint loft er tekið inn um loft- túður á þakinu, en sföan gengur notað loft aftur út um hreinsihólf, þar sem loftiö er hitað upp i 600 gráöur, svo að öruggt sé að það sé sótt- hreinsað, áður en það fer aftur út úr bifreiðinni. Eftir hvern sjúkraflutning, þá er öll sjúkra- bifreiöin sótthreinsuð á þann hátt, að hún er sett I samband við gufudælu, sem dælir heitu sótthreinsuöu lofti I heilan klukkutfma i gegnum bilinn — og siðan er alt hreint og örugg- lega sótthreinsaö á nýjan leik og bifreiðin aftur tilbúin til sjúkra- flutnings. ★ Jasnaja Poljana endurbyggð Nýlega er hafin endurbygging óöalseturs Leo Tolstojs, Jasnaja Poljana, sem er nálægt bænum Tula, 150 km fyrir sunnan Móskvu. Á Jasnaja Poljana, sem nú er safn, bjó Tolstoj I meira en hálfa öld, og þar skrif- aði hann m.a. „Strið og friður” og „önnu Kareninu”. /V Konungsfjölskyldan fær meiri auraróð in ein allra rikasta konúngsfjöl- skylda i heiminum. Þrátt fyrir það ákvað brezka þingið að bæta ofurlitiu við lifeyri fjöl- skyldunnar, og það var ekki fyrr búið að skýra frá þe^su, en blessaöir litlu prinsarnir, þeir Andrew, sem er 11 ára, og Ed- ward, sem er 15 ára, fóru fram á það viðpabba sinn og mömmu, að þeir fengju svolitið meiri vasapeninga. Pabbi og mamma lögðu höfuðið I bleyti, og komust að raun um, að rétt væri að hækka vasapeningaupphæðina dálitið, og þá settu allir upp sólskinsbros, eins og sést hér á myndinni. ★ Brezka konungsfjölskyldan hef- beint fátæk, svo að ekki sé ur fram til þessa ekki verið meira sagt. Hún hefur verið tal- Hagkvæm smdhænsn I tilraunastöö með hænsnarækt I Sagorsk, nálægt Moskvu, hefur tekizt aö rækta smávaxin hænsn, sem hafa ýmsa kosti fram yfir venjulegar hænur. Þær þurfa aðeins þriðja hluta venjulegs fóðurs, en verpa eggj- um af eðlilegri stærð. Auk þess hafa mini-hænurnar, eins og menn kalla þessi dverghænsn, — betra lunderni, og eiga auð- veldara með að umbera hver aöra. í hænsnabúum má hafa 5- 6 mini-hænur i stað hverra þriggja af venjulegri stærð. Að öllu samanlögðu hafa þessi hænsn svo marga kosti, að mörg hænsnabú hafa þegar sýnt mik- inn áhuga á þeim. DENNI DÆMALAUSI „Komdu og sjáðu hvað inorgun- sloppurinn þinn er að gera.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.