Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. marz 1975. TÍMINN 11 RÓTTÆKAR BREYT- INGAR Á MÁLUM LANDS- LIDSINS — Það mun skýrast á næstu dögum, hvort Mares kemur hing- að og tekur við þjálfun landsliðs- ins, sagði Sigurður Jónsson, for- maður HSt, i gær. Samningar eru nú á lokastigi, og Mares hefur fengið leyfi til að koma hingað, bæði hjá tékkneska þjálfara- og handknattleikssambandinu, og einnig hernum. Við höfum haft samband við tékkneska sendi- herrann I Osló, og hann hefur ver- ið okkur mjög hjálplegur. — Þá erum við að ganga frá æfingaskipulagi hjá landsliðinu, og við höfum gert okkur grein fyrir þvi, að við auknar æfingar hjá landsliðsmönnunum okkar þurfum við að greiða þeim vinnu- tap, og jafnvel að fá þá lausa úr vinnu a.m.k. hálfan daginn, á fullum launum hjá sambandinu. Ef ekki verða gerðar einhverjar róttækar breytingar á landsliðs- málum okkar i framtiðinni, má ekki búast við að við náum lengra á handknattleikssviðinu. — Nú er i gangi hjá okkur happdrætti, og höfum við gert okkur miklar vonir um, að al- menningur styðji við bakið á okk- ur, með þvi að kaupa happdrætt- ismiða, sagði Siguröur að lokum. ÓLAFUR JÓXSSON.... setur nýtt landsleikjamet á sunnudaginn. ólafur verður I sviðsljósinu f kvöld þegar Valsmenn og FH leika siðasta leik tslandsmótsins I Laugardalshöllinni. Albert boðið til Frakk- lands Albert Guðmundssyni/ fyrrum formanni KSí, hefur verið boðið að vera verndari knatt- spyrnumóts unglinga, sem fram fer í Frakk- landi á næstunni. i mótinu taka þátt ung- lingalið frá mörgum Evrópulöndum og Norður-Afriku. ÓLAFUR SETUR NÝTT LANDSLEIKJAMET ÓLAFUR JÓNSSON, landsliðs- fyrirliðinn snjalli I handknattleik, mun setja nýtt landsleikjamet á sunnudaginn, þegar hann stjórn- ar islenzka liðinu gegn Dönum i Laugardalshöllinni. ólafur hefur nú leikið jafnmarga landsleiki og Geir Hallsteinsson, eða 80. Birgir Björnsson landsiiðseinvaldur hef- ur gert eina breytingu á landslið- inu, sem mætir Dönum, frá síð- asta leik, gegn Tékkum. Stefán Gunnarsson úr Val kemur inn i liðið i staðinn fyrir Björgvin Björgvinsson, sem gaf ekki kost á sér i landsliðið. Alfreð Þorsteinsson: Forustumenn íþrótta- mála í erfiðri aðstöðu Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íþróttahreyfingin á i miklum fjárhagsörðugleik- um. Þetta á ekki sizt við um sérsambönd ÍSf, jafnvel þau, sem fá flesta áhorfendur á leiki og mót, s.s. knattspyrnu- og handknattleik. Sérsam- böndin gegna mjög þýðingar- miklu hlutverki I uppbyggingu iþróttanna. Má þar nefna und- irbúning landsliða og ferðir þeirra til útlanda, svo og móttöku erl. landsliða, skipulagning og framkvæmd meistara móta, útbreiðsla iþróttarinnar, og dómara og lagamál. Mætti nefna ýmis- legt fleira, en þetta látið nægja. Hverjum sanngjörnum manni hlýtur að vera það ljóst, að þessi verkefni, sem venjulega eru falin 7 til 10 manna stjórnum, eru flestum samböndum ofviða. Styrkir frá opinberum aðilum til sér- sambandanna eru smávægi- legir og nægja rétt fyrir skrif- stofukostnaði og er þá ekki átt við launaðan starfsmann allt árið, heldur húsaleigu, ræst- ingu, rafmagn, hita, sima o.s.frv. Segja má, að það sé flestum, sem til þekkja, undr- unarefni, hvað sum sérsam- böndin koma i verk við þessar aöstæður, enda leggja stjórn- armennirnir og ýmsir aðrir á- hugamenn á sig sjálfboða- vinnu, sem er fátið hérlendis nú á timum. Ánægja þessara sjálfboðaliða eru framfarir og góð afrek iþróttafólksins. Eitt þeirra sérsambanda ISf, sem mikið hefur kveðið að undanfarin ár, og ótrúlega miklu komið f verk, er Frjálsi- þróttasamband Islands. Framfarir frjálsiþróttafólks eru augljósar, og nú er svo komið, að islenzk frjálsi- þróttalandslið geta með reisn keppt við ýmis landslið Evrópuþjóða, eftir að hafa verið I miklum öldudal undan- farna tvo áratugi. Flestum er t.d. enn i fersku minni hin harða landskeppni við íra sl. sumar. Á þvi keppnistimabili, sem framundan er, eru mörg kostnaðarfrek verkefni. Stjórnendur sambandsins telja þau þó vera lágmark þess, sem aðrar þjóðir fram- kvæma. Einnig er aukin út- breiðsla iþróttarinnar út á landi á dagskrá, m.a. hring- ferö landsliðsmanna, svo að eitthvað sé nefnt. Fjáröflunarnefnd FRt, en hana skipa örn Eiðsson, for- maður, Svavar Markússon, gjaldkeri sambandsins og Þorvaldur Jónasson, fundar- ritari, hefur undanfarnar vik- ur ásamt allri stjórninni staðið i ströngu við útvegun fjár til að koma i veg fyrir, að niður falli fyrirhuguð þátttaka i mótum. Mér hefur tjáð for- maður sambandsins, örn Eiðsson, sem starfað hefur i stjórn FRl i rúma tvo áratugi, þar af sem formaður siðustu 7 árin, að sjaldan hafi róðurinn verið jafnþungur i fjáröflun. Góðar vonir um styrk frá nor- ræna menningarsjóðnum fengi neikvæðar undirtektir. Auglýsingum á númer keppnisfólks var sagt upp. Ýmsir einstaklingar og fyrir- tæki eru svartsýnni á stuðning en áður, en örn bað mig að lýsa yfir þakklæti FRÍ fyrir skilning og stuðning undanfar- in ár. Ástæða þess, að ég tek sér- staklega fyrir starfsemi og vandamál FRl, er, að undan- fama daga hefur stjórn FRl orðið fyrir mjög harðri gagn- rýni vegna fjársöfnunar, sem kynnt hefur verið i blaðinu og er í þvi fólgin, að Rolf Johan- sen & Co., umboðsmenn Win- ston vindlinga gerði FRl það tilboð, að greiða sambandinu 3 krónur fyrir hvern TÓMAN Winston pakka, sem sam- bandið skilaði til fyrirtækisins á timabilinu 15. marz til 15. júni. í þessu sambandi er sið- ur en svo verði að hvetja fólk til að hefja reykingar, enda veit ég að stjörnarmenn FRl, eru, eins og aðrir forystumenn iþróttamála andstæðingar tó- baks- og vinnautnar. Mér er kunnugt um það, að þetta tilboð var mikið rætt innan stjórnarinnar og að stjórnarmenn voru i miklum vafa um, hvað gera skyldi. Að lokum var tilboðið samþykkt af öllum stjórnarmönnum i aðalstjórn, en fyrsti vara- stjórnarmaður, er situr stjórnarfundi, sagði af sér, er tilboðið var samþykkt. Ég þykist vita að vitneskjan um, að ISÍ og þar með öll iþrótta- hreyfingin fær 50 aura pakka- gjald af hverjum FULLUM vindlingapakka, sem seldur er i landinu, hefur átt sinn þátt i að tilboðinu var tekið. Sumir innan iþróttahreyfingarinnar eru litt hrifnir af þvi, að ÍSÍ skuli þiggja slikt framlag, sem áætlað er að nemi 8 millj- ónum króna á þessu ári. Betra væri að framlagið væri sett beint á fjárlög. Að minu mati er munurinn á „tóbakspen- ingum” ISl og FRÍ, sá að ÍSI fær peningana á silfurbakka, en stjórn FRl verður að vinna hörðum höndum undir harðri og að mörgu leyti ómaklegri gagnrýni. Hér er ég ekki að afsaka stjórn FRl, þess þarf ekki með, þessi ákvörðun hennar að taka áðurnefndu tilboði, varpar amk. mjög skýru ljósi á hið mikla vandamál, er i þróttaforystan á við að etja. Spurningin er þessi, eigum við að halda áfram eðlilegum lág- markssamskiptum við aðrar þjóðir i iþróttum eða hætta al- veg við slikt? Um þetta eru sjálfsagt skiptar skoðanir, en ég er þeirrar skoðunar, að slikt sé nauðsyn, til að gera i- þróttirnar eftirsóknarverðar fyrir ungt og tápmikið fólk og einnig tel ég afreksfólk i i- þróttum góða landkvnningu. Almenningsiþróttir eða TRIMM er einnig nauðsynleg- ur þáttur i iþróttastarfinu. Annars er landsliðið óbrevtt og skipað þessum leikmönnum: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val 38 Sigurgeir Sigurðsson, Vik 6 Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson, Val 80 Viðar Simonarson, FH 78 Einar Magnússon, Vikingi 61 Bjarni Jónsson, Þrótti 37 Stefán Gunnarsson, Vai 26 Hörður Sigmarsson, Haukum 16 Pétur Jóhannsson, Fram 14 Stefán Halldórsson, Vikingi 12 Ólafur Einarsson, FH 7 Páll Björgvinsson, Vikingi 5 ,,Ég mun gera 2—3 breytingar á landsliðinu fyrir siðari leikinn, al- veg sama hvernig fyrri landsleik- urinn fer”, sagði Birgir Björns- son, þegar hann tilkynnti, hverjir yrðu i liðinu. Islendingar hafa tvisvar sinnum sigrað erkifjend- urna frá Danmörku — fyrst árið 1968 i Laugardalshöllinni. 15:10, en þá stjórnaði Birgir Björnsson liðinu. Siðan vannst sigur i Laug- ardalshöllinni 1971 (15:12). og var liðið þá undir stjórn Hilmars Björnssonar. Nú eru miklir möguleikar á að tslendingar geti lagt Dani að velli, en þeir koma ekki með alla sina sterkustu leik- menn hingað. —sos vVVV"t MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. V__________ , -----------/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.