Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 26. apríl 1975. Hugmyndir um nýjan flugvöll á fyllingu í Skerjafirði — Verður núverandi flugvallarsvæði nýtt undir íbúðabyggingar? t gær var lögö fram á Alþingi þingsályktungartillaga þess efnis, aö rikisstjórnin skipi nefnd sérfróöra manna til þess aö kanna þá hugmynd aö láta gera nýjan flugvöll, sem gæti oröiö miöstöö innanlandsflugsins, á fyllingu viö Löngusker i Skerja- firöi. Flutningsmenn eru þeir Guömundur G. Þórarinsson (F) og Steingrlmur Hermannsson (F). í mjög ítarlegri greinargerö, sem fylgir tillögunni, ásamt kort- um, segja flutningsmenn m.a.: „A undanförnum árum hafa veriö uppi háværar raddir, er telja, aö Reykjavikurflugvöllur i núverandi mynd geti ekki verið miöstöð innanlandsflugsins til frambúöar. Flestir munu þeirrar skoðunar, aö nauösynlegt sé, að á Reykja- vfkursvæöinu sé flugvöllur, er uppfyllir kröfur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO). Mikið hefur verið um þetta mál fjallað, en öljóst, hver framtiöar- skipan muni verða. Margt veldur þvi, að erfitt mun reynast að láta Reykjavikurflug- völl þjóna þvi hlutverki að vera miðstöö innanlandsflugsins, og skal þess freistað hér að drepa á helstu atriðin. öryggi Til grundvallar um aðflugs- skilyrði ereðlilegtog nauðsynlegt aö leggja reglur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, en þær helstu eru þessar: a) Engar hindranir mega vera i fluglinu að og frá brautarendum. Mega þær ekki risa upp fyrir hall- andi flöt frá brautarenda með hallanum um 1:50 frá aðalbraut- um og 1:40 frá þverbrautum. b) Engar hindranir mega gnæfa upp yfir láréttan flöt (öryggis- flötur) 45 m ofan flugvallar innan 4000 m fjarlægöar frá miöju hans. c) Utan við hverja flugbraut verða að vera hindranalaus öryggissvæði, og séu þau i sömu hæð og flugbrautin. Burðarþol öryggissvæða skal vera þannig, að sem minnstur skaði veröi á loftfari, sem fer út af brautinni. Oryggissvæði þetta skal ná 60 m út fyrir hvorn brautarenda og 75 m sin hvorum megin við miðlinu flugbrautar, ef um venju- lega flugbraut er að ræða, en 150 m, ef um er að ræða blindflugs- braut. A Reykjavikurflugvelli er öryggi flugs ekki i samræmi við þessar kröfur. Miklar tálmanir eru af hæöum og byggingum i ná- ólafur ólafsson. Tekur sæti á Alþingi I gær tók ólafur ólafsson kaup- félagsstjóriá Hvolsvelli sæti á Al- þingi I staö Jóns Helgasonar. Ólafur Ólafsson er 2. varaþing- maöur Framsóknarflokksins I Suöurlandskjördæmi. Hann hefur ekki setið á þingi áður. grenni vallarins og i brautar- stefnu. Takmarkar þetta nota- gildi vallarins sérstakalega i lág- skýjuðu. Helstu hindranir eru: Sjómannaskólinn (86 m) Borgarsjúkrahús (85 m) Digranesháls (84 m) Reykháfur á Kletti (83 m) Háaleitishverfi (71 m) öskuhlið (69 m) Laugaráshverfi (79 m) Langholtshverfi (75 m) Hallgrimskirkja 110 m) Verstu hindranir á flugtaks- og aðflugsfleti norður af flugbraut 02/20 eru tvö hús við Sóleyjargötu (1:23 og 1:25) og Frikirkjan (1:32) Kröfur um hindrunarlaus öryggisbelti meðfram brautum er ekki unnt að uppfylla, nema fjar- lægðar verði byggingar. Ljóst er, aö sumar af nefndum kröfum um öryggi er unnt að uppfylla með ærnum kostnaöi, en aðrar verða ekki uppfylltar. Fleiri atriöi mætti nefna, svo sem lengd flugbrauta og stefnur þeirra. Auk öryggis flugfarenda er öryggi þeirra ibúa, er i nágrenni flugvallarins búa, nátengt þess- um atriðum. Með aukinni flug- umferð eykst slysahætta, þar eð aðflug og flugtak er mikið yfir byggð. Hljóðmengun íbúar Reykjavikur og ná- grennis verða fyrir verulegu ónæði af hávaða vegna flug- vallarins. Hávaðafletir eru verstir yfir miðbæ Reykjavikur og Kársnesi. Stærð hávaöaflatar stendur i nánu sambandi við fjölda flug- taka og munu því óþægindi af þessum orsökum aukast meö aukinni flugumferð. Loftmengun. Loftmengun fylgir að mestu hávaöaflötum. Sýnir það enn galla þess, hversu aðflug og flug- tak er mikið yfir byggð. Burðarþol Styrkleiki vallarsins er mjög misjafn. Völlurinn er aö mestu á þunnri fyllingu i mýri og yfirborö óslétt. Skipulag Verulega hefur veriö þrengt að Reykjavikurflugvelli á undan- fömum árum meö byggö, og er ástæöa tilað ætla, að þar komi að völlurinn veröi að vfkja, en byggöarland Reykjavikur er senn á þrotum. Sú óvissa sem rikir um framtiö flugvallarins, veldur augljóslega erfiðleikum viö áætlanagerð þeirra fyrirtækja, sem f tengslum við völlinn starfa. Þær tillögur sem komið hafa fram um úrbætur, miða annars vegar að gerð nýrrar austur/vestur brautar, 1800 m langrar, og hins vegar að lengingu núverandi austur/vest- ur brautar i 1800 m. Hvor tilhögun sem yrði valin er liklegt að kostnaður yrði 500-600 millj kr. en eigi að siður yrði ekki unnt að fullnægja nefndum öryggiskröfum og fjöldamörg vandamál til frambúöar. Til þess að fullnægja alþjóðlegum körfum um 95% opnun flugvallarins þarf, auk þess aö endurbyggja og lengja NA-SV flugbrautina. Áriö 1967 skilaði Flugvallar- nefnd 1965-’67 itarlegu nefndar- áliti. Var þar fjallað um hugsanlega flugvallargerð á Alftanesi og i Kapelluhrauni. Ákvörðun var aldrei tekin á grundvelli þess nefndarálits og mun margt hafa valdið. Nýlega hefur ungur arkitekt, Trausti Valsson, varpað fram þeirri hugmynd að gerður verði flugvöllur fyrir Reykjavikur- svæðið á fyllingu við Löngusker i Skerjafirði. Þótt hugmyndin sé einföld og liggi nokkuð beint við, mun hún ekki hafa komið fram áður. Hugmynd þessi hefur i för meö sér verulega kosti umfram aðrar hugmyndir, sem fram hafa komiö um flugvallargerð á svæðinu. Verður þess freistað hér aö benda á nokkra þeirra. Öryggi öryggi er augljóslega til muna meira en á núverandi flugvelli. Hindranir i „öryggisfleti” og að flugs- og flugtaksflötum núver- andi vallar hafa nær engin áhrif við þessa staðsetningu. Nauðsynlegt er þó að fram- kvæma á þessu athugun. Flug er mun minna yfir byggð. Hljóðmengun Fylgiskjal V sýnir hávaðafleti þessarar staðsetningar og þar með augljósa kosti hennar fram yfir núverandi völl. Fylgiskjal V sýnir einnig sam- svarandi hávaðafleti fyrir flug- velli á Alftanesi og I Kapellu- hrauni. Loftmengun Loftmengun veröur mun minni en nú er, enda fylgir hún aö mestu hávaðaflötum. Skipulag Svo sem fram kemur að framan, gerir hugmyndin ráð fyrir, aö flugvöllurinn sé gerðurá fyllingu. Staðsetningin hefur þá augljósu kosti fram yfir staðsetningu á Alftanesi og i Kapelluhrauni, aö hún liggur mun nær þungamiðju byggðar og er þvi hagstæðari frá flutningalegum sjónarhól séð. Vegagerð aö vellinum yrði að visu dýr, en hraðbraut þarna yrði til mikilla hagsbóta fyrir umferðarkerfiö og er spurning, hvort hraðbraut i þessari mynd veröi ekki aö koma i framtiðinni. Hún mundi að sjálfsögðu létta mjög á umferöaræðinni gegnum Kópavog og auðvelda alla umferð innan Stór-Reykjavikur- svæðisins. Benda má á I þessu sambandi, að á Alftanesi gæti orðið um 30-40 þús. manna byggð. Vegalengd þangað er um 15 km, en um 5 km eftir vegi yfir fjörðinn. Annar veigamikill kostur við þessa staösetningu framtiöar- flugvallar er, að núverandi byggingar á flugvallarávæöinu er flestar auövelt að reka i tengslum við flugvöll i Skerjafirði. Er hér að sjálfsögðu um verulega fjár- muni aö ræöa. Akvöröun um flugvöll I Skerja- firði mundi auðvelda flugfélögum alla áætlanagerð og gera þeim kleift að miða fjárfestingar sinar I byggingum á núverandi flugvelli við það. Núverandi flugvallarsvæði geti Reykjavikurborg tekið til bygginga i framtiðinni. Ef áætlað er, að flugvallar- svæöið sé um 140 ha og verð lands þarna áætlað ca. 1.000 kr/fermeter, er verð þessa lands- svæöis,sem losnar.um I400millj. kr. A þessu korti er tillaga um hraö- og tengibrautakerfl. Nýja flugvallar- svæöiö sést ofarlega til vinstri. Eins og sjá má, er gert ráö fyrir, aö þaö sé á fyliingu I Skerjarfirði. öll kort, sem fylgja greinargeröinni, geröi Trausti Valsson arkitekt, sem fyrstur manna varpaöi hugmyndinni um flugvöll I Skerjafiröi fram. Ef gert er ráð fyrir að rikis- sjóður eigi um 60 ha lands þarna, mætti meta eignir hans I landi um 600 millj. kr. Með tilliti til þeirra gifurlegu hagsmuna, sem Reykjavikurborg á í þessu máli, þarf öll fram- kvæmd og athugun aö fara fram i náinni samvinnu við hana. Ekki væri, meö tilliti til þessa, óeðlilegt að hugsa sér, að borgin tæki þátt I gerð flugvallar i Skerjafirði, enda fengi hún til bygginga landssvæöi aö verömæti um 800 millj kr., þ .e, eitthvert besta byggingarsvæði borgar- landsins, suðurströndina i hjarta borgarinnar, jafnframt þvi, sem staösetning flugvallar i Skerja- firöi þýddi framtiöaraðsetur flug- félaganna i borginni. Stækkunarmöguleikar flug- vallar I Skerjafirði i framtiðinni eru nokkrir, þótt dýpi aukist, er utar dregur. Kostnaðarathugun. Ljóst er, að fyllingu undir flug- völl og vegstæöi yröi aö verja meö brimbrjótum. Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á grynningu vestlægrar öldu á Faxaflóa og tilraunir gerðar til að reikna hættulegustu úthafsöldu. Tvær nærliggjandi ölduslóöir mynda braut i haffletinum, sem orka öldunnar berst eftir. Fjar- lægð milli ölduslóöa er mæli- kvarði á orku öldunnar og þar með ölduhæðina. Fylgiskjölin gefa möguleika til að meta ölduhæð og ölduorku á Skerja- firði, samanboriö viö nærliggj- andi svæði. Ekki er óliklegt, að grjótstærð I brimbrjótum þyrfti að vera 2.5 tonn. Gera mætti ráö fyrir að byrja framkvæmdir á varnargörðum, en dæla siöan sandi inn fyrir þá. Við ákvörðun á kostnaði viö dælingu er gert ráð fyrir, að unnt verði aö notast við pramma og flotleiöslu. Forsenda þessa er, aö nægilegt sandmagn sé á botni fjaröarins innan t.d. 1.5 km. — Þetta þarf að sjálfsögðu að kanna nánar. Ef gert væri ráð fyrir að gera tvær brautir, 1500 m og 2000 m langar, mætti hugsa sér að fylla i fyrsta áfanga um 100 ha. Siðar mætti auka þetta svæði i 250-300 ha eftir þörfum. Mjög gróf kostnaðaráætlun, þar sem malbikun og endanlegur frá- gangur er ekki tekinn með, gæti þá litiö svo út: Varnargarður fyrir uppfyllingu: Meðaldýpi 4 m 220 fermetrar x 2700 = 594.000 rúmmetrar 594000 rúmmetrar x 1500 kr/rúmmetri — 890 millj. kr. Meöaldýpi 2 m. 112 ferm. x 2200 m =- 246.400 rúmm. 246.400 rúmm. x 1500 kr/rúmm. — 370 millj. kr. Uppfylling 100 ha lands. 1.000.000 fermetrar x 7.5 m dýpi x 70 kr/rúmm. — 525 millj. kr. Kostnaður alls 1.785 millj. kr. Ef litið væri svo á, að sann- gjarnt væri að reikna hluta af kostnaði við vegagerð beint á flugvallarframkvæmdina, gæti við þetta bæst: Vegur að miöri fyllingu 190 ferm. x 900 m = 171.000 rúmm. 171.000 rúmm. x 1500 kr. rúmm. — 256 millj. kr. Ekki er ólíklegt, að vegir i þess- ari mynd veröi að koma i framtiðinni, þótt ekki væri þarna geröur flugvöllur. Mili Alftaness og fyllingar er djúpur áll. Þar yröi að koma brú. Kostnaður við hana gæti veriö um 500 millj. kr. Af þessu má sjá, að verðmæti lands undir núverandi flugvelli ásamt kostnaöi við nauðsynlegar breytingar gæti haldist nokkuð I hendur við kostnaö við land- vinninga í Skerjafirði. Mat á hinum ýmsu þáttum við flugvallargerð er hins vegar mjög margbrotið og flókið.” ■llllillill Ráðstöfun gengismunar 1 gær fylgdi Matthias Bjarna- son sjávarútvegsráðherra úr hlaði frumvarpi um ráþstöfun gengismunar. Verður ræðu hans getið siðar á þingsiðunni. Miklar umræður urðu um málið i gær i neöri deild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.