Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. mai 1975. TÍMINN 5 Ruglukollur ársins Ef kjósa ætti ruglukoll ársins á Alþingi er enginn vafi á þvi, að Sig- hvatur Björgvinsson yröi þess heiðurs aðnjótandi. Tiiþrifa- mesta ræða þingmannsins er áreiðanlega „skera, skera, hausa, hausa, niður, niður” ræða sií, er hann flutti I vetur. Þeir, sem hlýddu á þessa sér- stæðu ræðu, voru sammála um það, að þingmaðurinn hlyti að taka sér gott fri næstu daga á eftir. Alla vega, að hann léti ekki mikið á sér bera. En það var öðru nær. Fyrirferðin jókst um allan helming. Og svo hrifinn var þingmaðurinn Sighvatur Björgvinsson af þessari ræðu sinni, að hann bað ritstjórann Sighvat Björgvinsson að birta hana i Alþýðublaðinu. Þann dag læddust sumir þingmenn Aiþýðuflokksins með veggj- Ringulreið hugans Nú hefur þessi dæmalausi þingmaður tekið sér það fyrir hendur að reyna að sannfæra alþjóð um það, að hin mesta ringulreið riki i sölum Alþingis, ,,allt i einum hræri- graut stjórnleysis og ringul- reiðar”, eins og hann kemst að orðiileiðara Alþýðublaðsins I fyrradag. Spjótunum beinir hann að sjálfsögðu að þing- mönnum Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. En það vill nú svo til, að eina ringulreiðin, sem vart verður við á Alþingi, er ringulreiðin I hugum sumra þingmanna Alþýðuflokksins. Kannski er frægasta dæmið, þegar formaður þingflokks Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, hijóp upp i ræðustói og boðaði það, að hann myndi flytja tillögu um niðurfellingu söluskatts á oliu til húsa- hitunar. En var siðan bent góðfúslega á það af Halldóri E. Sigurðssyni ráðherra, að þessi söluskattur hefði verið felldur niður fyrir löngu. Það má Gylfi eiga.að hann áttaði sig á mis- tökunum, og fór ekki fram á það við Alþýðublaðið, að þessi ræða yrði birt. Að þessu leyti var Gylfi skyn- samari en samflokksmaður hans Sighvatur Björgvinsson. Vandlæting kratanna Ringulreið hugans hefur komið fram i mörgu öðru, þegar þingmenn Alþýðuflokksins hafa verið annars vegar. Siðast fyrir tveimur dögum, þegar ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra gerði ftarlega grein fyrir gjaldeyriryfirfærslum viðskiptabankanna I janúar s.l. skildu allir mál ráðherrans nema einn þingmaður, Sig- hvatur Björgvinsson. Með ein- hverjum óskiljanlegum hætti fann hann út úr orðum viðskiptaráðherra, að mistök hefðu verið gerð i gjaldeyris- málum. Loks má geta þess, að Gylfi Þ. Gislason fór upp I ræðustól I sameinuðu þingi fyrir örfáum dögum og býsnaðist yfir þvi, hversu oft það hefði komið fyrir á yfirstandandi þingi, að varamenn hefðu verið kallaðir til starfa. Var ekki annað á þingmanninum að heyra, að þetta ætti við alla aðra en Alþýðuflokksmenn. Hins veg- ar láðist háttvirtum þing- manni að lita I eigin barm i þessum efnum, en hann er einn þeirra þingmanna, sem hvað lengst hefur verið fjar- verandi frá þingstörfum. Liggja sjálfsagt eðlilegar ástæður til þess eins og hjá öðrum þingmönnum, sem þurft hafa að hverfa frá þing- störfum um stuttan tfma. AUt ber að sama brunni, þegar krataþingmennirnir eru annars vegar. Og svo tala þeir um ringulreið á Alþingi! Bragð er að, þá barnið finnur. -a.þ. BILAVARA- ^ HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: vélar gírkassar drif hásingar fjaðrir öxlar henlugir i aflanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. Prjónakonur — Kaupum lopapeysur Peysumóttaka þriðjudaga og fimmtudaga i verzluninni Þingholtsstræti 2, frá kl. 9-12, og 1-4 og miðvikudaga að Nýbýlavegi 6, Kópavogi frá kl. 9-12 og 1-4. Símar 1-34-04 Og 4-31-51. Álafoss h/f. YFIRLÝSING Þriðjudaginn 6. mal s.l. birtist i Timanum og Þjóðviljanum grein eftir Valdimar Lárusson, sem nefnist „Ofsatrúarrektorinn I Skálholti og hin hreina trú”. Það er augljóst af lestri þessarar greinar, að höfundi hennar er allsendis ókunnugt um hvernig Heimir Steinsson hefur hagað starfi sinu sem rektor Lýðhá- skólans I Skálholti. t þessari grein er m.a. sagt, að 1 FERMINGARGJAFIR BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <S5ubbranbpj3tofu Hallgrímskirkja Reykjavik sími 17805 opið 3-5 e.h. Heimi Steinssyni gefist gott tækifæri til að meðhöndla og upplýsa litt þroskaðar sálir þeirra ungmenna, sem honum er með þessum hætti ( þ.e. sem rekt- or Lýðháskólans I Skálholti, innskot nemenda) trúað til að uppfræða I andlegum og verald- legum efnum að eigin geðþótta. Við nemendur Lýðháskólans I Skálholti veturinn 1974-75 lýsum þvi yfir, að H.S. hefur alls ekki notað aðstöðu sina sem rektor L. Sk. til að troða i okkur „litt þroskaðar sálir” sinum eigin skoðunum. Auðvitað höfum við kynnzt hans skoðunum á hinum og þessum málefnum I vetur, en einnig hefur hann kynnt okkur rækilega málin frá fleiri hliðum. Nemendur hafa verið hvattir til að koma með sinar eigin skoðanir og rökræða þær. Það ætti þvi að vera hverjum heilvita manni augljóst, að skoðanafrelsi rikir á skólanum, og þar með engar þvinganir I trúmálum. Til dæmis má geta þess, að I vetur hafa Kirkjuritið og Morgunn, rit sálar- rannsóknarmanna, legið hlið við hlið I bókasafninu, nemendum til aflestrar. Við viljum taka það skýrt fram, að við ætlum alls ekki að blanda okkur I deilu þá, sem risið hefur út af grein H.S. I Kirkjuritinu, 4. tbl. 1974, aðeins benda á, að okkur finnst H. S. hafa orðið fyrir ómak- legum árásum varðandi samband sitt við nemendur. Að lokum óskum við H.S. gæfu og gengis á komandi árum með von um að hann standi af sér allar árásir. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Reykjavfk, 11. mai 1975. Nemendur L. Sk. veturinn 1974-’75. Fjármálaráðuneytið 12. mai 1975. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir aprilmánuð er 15. mai 1975. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu i þririti. Nóttúruverndarfélag Suðvesturlands boðar til almenns félagsfundar miðvikudaginn 14. mai kl. 20.30. Fundur- inn verður haldinn á Skúlagötu 4 (1. hæð) FUNDAREFNI: l.Sagt frá störfum Náttúruverndarþings 1975. 2. Möguleikar á endurnýtingu sorpr. 3. Hugmyndir um notkun útivistarsvæða. 4. Almennar umræður. Allt áhugafólk er velkomið. — Sjórnin. Útboð — Jarðvinna Tilboð óskast í gröft og sprengingu grunns og frárennslisskurðar við Sólborg á Akur- eyri. Útboðsgögn afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi s.f, Óðinsgötu 7, Reykjavik, og hjá Bjarna Kristjánssyni, Sólborg, Akur- eyri. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 23. mai n.k. Rafsuðu TÆKI fyrir SUÐUVÍR 2,5 og 3,25 mm Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun handhæg og ódýr Þyngd 18 kg ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.