Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. mai 1975 TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- söiu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.0Ó á mánuöi. Blaðaprenth.f. _____________________________________________I________________J Ihaldsstefna verka- lýðshreyfingarinnar Það er bersýnilegt, að eigi að skapa þjóðfélag velfarnaðar og jafnaðar á Islandi, verður hin svokallaða samneyzla að aukast, þ.e. að riki og sveitarfélög fái aukið fjármagn til að fullnægja ýmsum sameiginlegum þörfum þegnanna og tryggja á þann hátt meiri jöfnuð og útrýmingu á fátækt. Allir eru sammála um, að tekjutrygging efnalitilla gamalmenna og öryrkja þurfi að aukast. Allir eru sammála um að taka upp al- mennt fæðingarorlof, án tillits til þess hvort konur vinna utan eða innan heimilis. Allir eru sammála um, að barnaheimilum þurfi að fjölga. Allir eru sammála um, að ellliheimilum þurfi að fjölga. Allir eru sammála um, að bæta þurfi sjúkraþjónustuna á ýmsan hátt. Ekkert af þessu verður hins vegar gert, nema hið opinbera, riki og sveitarfélög, fái aukið fjármagn til umráða i þvi skyni að framkvæma þær umbætur og tekju- jöfnun, sem hér ræðir um. Af öllum þeim aðilum, sem um þessi mál fjalla, ætti enginn að hafa meiri áhuga á aðgerðum i þessa átt en verkalýðshreyfingin. Hún telur sig umbótahreyfingu. Hún telur sig jafnaðar- hreyfingu. Hún ætti þvi að telja það eitt höfuð- hlutverk sitt að auka samhjálpina. Þess vegna kemur sú krafa verkalýðs- hreyfingarinnar nú meira en á óvart, að hún krefst þess i sambandi við væntanlega kjara- samninga, að ekki aðeins óbeinir skattar, heldur einnig beinir skattar, séu teknir inn i kaupgjalds- visitöluna. Þetta þýðir, að afli hið opinbera sér aukins fjármagns með skattaálagningu til þess að stuðla að meiri félagslegum umbótum og tekjujöfnun i þjóðfélaginu, þá skuii það óðara hafa áhrif til kauphækkunar, jafnt hjá þeim tekjuhæstu sem hinum tekjulægstu. Afleiðing þess, að skattarnir verða þannig látnir koma-» allir inn i kaupgjaldsvisitöluna, verður vitanlega sú, að hið opinbera verður miklu tregara en ella til að auka samneyzluna, þar sem það mun hafa tafarlausa vixlhækkun kaupgjalds og verðlags i för með sér og gera þannig fljótlega að engu þann ávinning, sem t.d. aukin samneyzla ætti að færa tryggingaþegum. Hér er þvi fullkomin ihalds- stefna á ferðinni. Hingað til hefur þetta verið framkvæmt þannig, að aðeins óbeinir skattar hafa komið inn i kaupgjaldsvisitöluna. Beinum sköttum, sem eiga fyrst og fremst að leggjast á breiðu bökin, hefur verið haldið utan við. Nú eiga þeir tekjuhærri sem greiða mest af beinum sköttum, að fá hækkun þeirra tafarlaust endurgreidda i kaupi. Hér er vissulega annað á ferðinni en að verið sé að hugsa um láglaunafólkið. Hið rétta i þessum efnum er vitanlega það, ef menn vilja stuðla að aukinni samneyzlu og jöfnuði milli fátækra og rikra með auknum tryggingum og samhjálp, að láta enga skatta ganga inn i visitöluna. Aukin samneyzla á ekki að verða til þess að auka vixl- hækkanir kaupgjalds og verðlags og auka þannig verðbólguna. Það fer verkalýðshreyfingunni meira en illa, að berjast fyrir ihaldsaðgerðum, sem bersýni- lega munu hamla gegn aukinni samneyzlu og tekjujöfnun i þjóðfélaginu. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Helmut Kohl gegn Helmut Schmidt Þjóðverjar vilja trausta og óbyrga stjórn ÞAÐ ER nú augljóst orðið, að Helmut Kohl og Helmut Schmidt munu keppa um kanslaraembattið í þingkosn- ingunum, sem fara fram I Vestur-Þýzkalandi i septem- ber 1976. Miðstjórn Kristilega flokksins ákvað einróma á fundi sinum 12. þ.m., að mæla með Kohl sem kanslaraefni flokksins og þykir vist, að það verði staðfest á sérstökum fundi, sem haldinn verður i næsta mánuði til að ganga endanlega frá vali kanslara efnisins. Kohl hefur þannig hægt og bftandi náð þvi marki, sem hann setti sér eftir að Rainer Barzel lagði niður flokksfor- mennskuna eftir ósigur kristi- legra demokrata í þingkosn- ingunum 1972. Sú hefur verið venjan, að sami maður væri bæði formaður og kanslara- efni flokksins. Frá þessari venju var breytt á flokksþing- inu 1973. Þá varð Kohl að sætta sig við aðvera aðeins kjörinn formaður flokksins, en þvi frestað þangað til siðar að ákveða, hver ætti að vera kanslaraefnið í næstu kosning- um. M.a. var talið ráðlegt að blða eftir úrslitum allra fylkiskosninga,sem færu fram á kjörtímabilinu, en þeim slðustu lauk 4. þ.m., þegar kosning fór fram i langfjöl- mennasta fylkinu, Nordrhein- Westfalen. Kohlkemurog Barzel vlkur — Þessi mynd var tekin á flokksbineinu 1973. SIÐAN á flokksþinginu 1973 hafa átt sér stað hörð átök að tjaldabaki innan kristilega flokksins um kanslaraefnið. Þessi átök hörðnuðu við það, að úrslit fylkiskosninganna bentu til þess, að kristilegir demókratar væru að vinna fylgi og væru þvl liklegir til sigurs I þingkosningunum 1976. Um skeið var vegur Frans Josef Strauss mikill og þó einkum eftir mikinn kosn- ingasigur flokks hans I fylkis- kosningunum I Bayern, heimafylki hans, á slðastl. hausti. En það sannaðist enn á ný varðandi Strauss, að eng- inn getur fellt hann, nema hann sjálfur. Strauss flutti ógætilega ræðu á lokuðum fundi flokksmanna sinna og hafa bersýnilega ekki allir verið vinir hans þar, því að andstæðingablöð hans fengu útdrátt úr ræðunni og notuðu það mjög gegn honum. Þessi ræöa hans þótti staðfesta það, aö hann væri i senn ófyrirleit- inn, óábyrgur og einræðis- sinnaður. Það komst þá á dag- skrá, að velja Gerhard Stoltenberg, forsætisráðherra I Schleswig-Holstein, sem kanslaraefni flokksins, ef ekki næöist samkomulag um annan hvorn þeirra Kohls eða Strauss. Stoltenberg varð hins vegar fyrir þvi áfalli i fylkis- kosningunni, sem fór fram i Schleswig-Holstein i apríl slðastl., að fylgi kristilegra demókrata hélzt nokkurn veg- inn óbreytt i stað þess að þeir höföu unnið verulega á i næstu fylkiskosningum á undan, m.a. verulega i heimafylki Kohls, Rheinland-Pfalz. Þar með var Stoltenberg úr sög- unni. Úrslitin í Rheinland- Westfalen urðu svo einnig þau, aö kristilegir demókratar gerðu ekki betur en að standa i stað og sósialdemókratar og frjálslyndi flokkurinn héldu þvi áfram meirihluta sinum. Þar hafði Strauss verið teflt mjög fram og urðu þessi úrslit þvi óbeint áfall fyrir hann. Eftir þetta þótti forustumönn- um kristilegra demókrata sýnt, að þeim væri hggilegast, að fylgja þeirri venju aðtefla formanni flokksins fram sem kanslaraefni, þvi að annað myndi aðeins vekja deilur i flokknum og þykja veikleika- merki. Það má þvi heita ráðið, að Helmut Kohl verður kanslaraefni flokksins i kosningunum 1976. HELMUT KOHL er yngsti maður, sem kristilegir demó- kratar hafa teflt fram sem kanslaraefni, 45 ára gamall. Hann hefur unnið sér mikið álit í heimafylki sinu, þar sem hann hóf ungur þátttöku i stjórnmálum og náði skjótt miklum frama. Hefur verið forsætisráðherra i fylkinu um nokkurt skeið og þótt ágætlega röggsamur. Almennt virðist álitiö, að fylkisstjórn hafi óviða eða hvergi farið betur úr hendi en hjá Kohl. Hann hefur hins vegar ekki haft nein sér- stök afskipti af landsmálum, þegar fylkismálunum sleppir, fyrr en hann var kosinn for- maður kristilega flokksins fyrir tæpum tveimur árum. Hann er þvi ekki verulega þekktur i Vestur-Þýzkalandi og enn minna þekktur utan- lands, enda þótt hann hafi sið- an hann var kjörinn flokksfor- maður heimsótt bæði Washington og Peking og ver- iðvel tekið þar. Afstaða hans til þjóðmála er ekki verulega kunn, en fylkisstjórn hans bendir til, að hann sé i innan- landsmálum fylgjandi hóf- legri framfarastefnu og var- færni I fjármálum. I utanríkis- málum hefur hann hvatt til þess, að kommúnistarikjunum sé ekki sýnd undanlátssemi, en jafnframt hefur hann lýst yfir þvi, að virða beri alla samninga, sem núv. stjórn hefur gert við þau. Kohl hefur yfirleitt ekki verið flokkaður til vinstri eða hægri í kristi- lega flokknum, heldur virðist fara bil beggja, og á það sinn þátt i þvi, að flokkurinn hefur getað sameinazt um hann. Kohl hefur nýlega komizt svo að orði, að um 25% þýzkra kjósenda séu flokksleysingjar, sem færi sig milli flokka, og ráði raunverulega úrslitum. Þessir kjósendur vilji ekki miklar breytingar, og þeir séu á móti einræði og ofstjórn. Hins vegar vilji þeir hafa trausta og ábyrga stjórn. Sennilega verður það eitt höfuðatriðið i áróðri hans, að hann muni stefna að þvi, að tryggja trausta og ábyrga stjórn, likt og honum hefur tekizt I heimafylki sinu. Kohl er maður mikill vexti, sex álnir og þrir þumlungar á hæð. Það er þvi tekið eftir hon- um, þar sem hann fer. Hann er allgóður ræðumaður, en þó ekki neinn sérstakur, og vant- ar mikið á, að hann sé jafnoki Helmut Schmidts i þeim efn- um, en hapn er nú talinn einn helzti ræðuskörungur Vestur- Þjóðverja. ÚRSLIT fylkiskosninganná i Rheinland-Westfalen benda til þess.að Kohl eigi stranga bar- áttu fyrir höndum. Stjórnar- flokkarnir i Bonn eru bersýni- lega að ná sér á strik aftur. Efnahagsástandið virðist vera á batavegi og Helmut Schmidt herðir baráttuna gegn stjórn- leysingjum, en stjórnin var gagnrýnd fyrir það um skeið, að vera of undanlátssöm við öfgamenn. M.a. virðist það hafa styrkt stöðu Schmidts, að hann neitaði að verða við kröf- um öfgamanna, sem réðust á þýzka sendiráðið i Stokk- hólmi. Helmut Schmidt er ekki eins vinsæll meðal vinstri manna og Willy Brandt, en hann höfðar enn betur en Brandt til flokksleysingjanna, sem leggja megináherzlu á trausta og ábyrga stjórn. Sennilega velta úrslit þing- kosninganna á þvi, hvorum þeirra Kohl eða Schmidt Þjóð- verjar treysta betur til öruggrar og ábyrgrar stjórnarforustu. Báðir virðast þeir hafa góða hæfileika i þá átt, en það getur gert gæfu- muninn, að Schmidt er reynd- ari og þekktari. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.