Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 28. mai 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 30 Mennirnir hlógu, en þögnuðu skyndilega, furðu slegn- ir. Þeir heyrðu vélardyn. Fjarlægðin var of mikil til þess, að Teasle gæti greint hvers konar vél það var. En hljóðið nálgaðist óðum. Skyndilega birtist svo þyrlan í þrumandi hávaða. Risastór vélin hringsólaði ofan við trjátoppana og sindraði á hana í sólarljósinu. — Hver skr...., sagði Lester. — Hvernig vissu þeir um okkur? Hundarnir fóru að gjamma. Gegnum vélardyninn mátti heyra skrúf uhvininn. — Aukasending frá ríkislög- reglunni, sagði Singleton og tók f ram gráleitt hylki, sem virtist ætlað utan um sítarettur. — Þetta tæki sendir radióbylgjur. Þeir vilja fylgjast nákvæmlega með öllum ferðum þínum. Þeir neyddu þessu upp á mig. Náunginn sem lánaði þér þyrluna er með annað eins. Teasle kyngdi afgangnum af samlokunni. — Hver af okkar mönnum er þarna uppi með honum? — Lang. — Ertu með talstöðvarsamband við þyrluna? — Svo sannarlega. Talstöðin var þar sem Teasle hafði skilið við hana — við rætur eins trésins. Hann kveikti á henni, leit upp til sveimandi þyrlunnar, og sagði hátt og skýrt í hljóðnem- ann: — Lang, Portis, eruð þiðtilbúnir þarna uppi? — Segðu bara til, foringi. Röddin var lág og óskýr. Hún virtist koma úr óraf jarlægð. Það lá við að vélardyn- urinn yfirgnæfði hana. Teasle leit á félaga sina. Orval var að tína saman ruslið og henda því á bálið. Hinir voru að setja á sig byrðarnar og taka rif f lana. Pappaglösin og matarumbúðirnar voru brunnar til ösku. Orval sáldraði mold yf ir logana. — Gott og vel, sagði Teasle. — Af stað þá. Hann var svo æstur, að honum gekk illa að festa hljóð- nemann aftur við talstöðina. Fjórði kafli. Rambo var ýmist á harðahlaupum eða gangandi þenn- an morgun. Hann heyrði stöðugar vélardrunur langt að baki sér og djúpa en ógreinilega karlmannsrödd, sem sagði eitthvað í hátalara. Skyndilega var vélardynurinn kominn í námunda við hæðirnar, sem hann var að klif ra. Hann kannaðist við þyrluhljóðið frá því úr stríðinu. Þá jók hann hraðann. Síðustu tólf stundirnar hafði hann verið alklæddur. En hann naut enn grófrar snertingar við fataef nið, eftir að hafa klif rað nakinn upp hæðirnar í köldu næturloftinu. Hann var í þunglamalegum, gömlum skóm, sem sonur gamla mannsins hafði komið með um miðnætti að bruggstöðinni. I f yrstu voru skórnir of stórir á hann, en eftir að hann tróð laufi fram í tærnar, féllu þeir það þétt að fæti hans, að fætur hans nudduðust ekki við hælinn. Annars hefði hann fengið blöðrur á ökklana. Samt sem áður fannst honum leðrið gróft og stíft á ber- um fótum sínum Hann óskaði þess, að hann hefði munað eftir sokkum. Strákurinn hafði kannski gleymt þeim viljandi. Buxurnar voru hins vegar of þröngar. Hann gat sér þess til, að strákurinn hefði líka gert það viljandi, og gat ekki stillt sig um að hlægja. Of stórir skór þröngar buxur. Þeir skemmtu sér á hans kostnað. Buxurnar virtust hafa verið notaðar sem spariföt. En rassinn hafði rifnað og verið bættur. Nú voru þetta vinnubuxur, Ijósleitar og þaktar smurolíu og fitublett- um. Skyrtan var úr hvítu bómullar^fni, trosnuð við ermauppslagið, kragann og hnappana. Til að halda á honum hita að næturlagi, hafði gamli maðurinn fengið honum þykka ullarskyrtuna sína, rauðhyrnda. Það hafði komið honum á óvart hversu gjöfull og vinsamlegur sá gamli varð undir það síðasta. Kannski var það viskíið. Þegar þeir höfðu étið gulræturnar og kaldan, steiktan kjúkling, sem strákurinn færði þeim — hafði viskíkútur- inn gengið f ram og aftur á milli þeirra, hvað eftir annað. Strákurinn drakk með þeim. Að síðustu hafði sá gamli gengið svo langt að fá honum riff ilinn sinn og upphnýtt- an vasaklút, fullan af skothylkjum. — Ég varð sjálfur að hafast við í hæðunum í nokkra daga, sagði sá gamli. Það var fyrir löngu. Ég var tæp- ast eldri en strákurinn minn. Hann hafði ekki nefnt á- stæðuna. Rambo gætti þess að spyrja einskis. — Ég gat ekki einu sinni hrifsað með mér riff ilinn að heiman. Ég hef ði þó getað skotið á þá. Þegar þú ert sloppinn úr þessu skaltu senda mér andvirði riffilsins. Lofaðu mér því. Ekki svo aðskilja, að peningárnir skipti öllu máli. Fram- leiðslan mín er svo mögnuð, að ég hef svo sannarlega efni á öðrum. En ef þú sleppur frá þessu lifandi, þá vil ég gjarna frétta hvernig þú fórst að. Ætli riffillinn sá arna minni þig ekki á að ræða við mig. Þetta er kosta- gripur. Það var sannmæli, Riffillinn var sterklegur og kraftmikill og skjóthlaðinn. Hægt var að drepa með hon- um mann í hálfar mílu f jarlægð, rétt eins og skotið væri gegnum oststykki. Gamli maðurinn hafði sett þykka leðurbót á enda byssuskeptisins til að draga úr bakslag- inu. Einnig hafði hann málað með sjálf lýsandi málningu svolítinn blettá miðunarpunktinn á byssuhlaupinu. Það auðveldaði að miða að nóttu til. Til aðvera einn, hugsa og taka ákvörðun. Miðvikudagur 28. mai 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : ,,A viga- slóð” eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýð- ingu sina (7). 15.00 Miðdegistónleikar. Hans Andreas, Rudolf am Bach, Emmy Kurlimann og Collegium Musicum hljóm- sveitin í Zurich leika Litla konsertsinfóniu eftir Frank Martin, Paul Sacher stjórn- ar. Paul Baumgartner og Utvarpshljómsveitin i Bero- munster leika Pianókonsert i B-dúr op. 18 eftir Hermann Goetz, Erich Schmid stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Smásaga: „Heimför” eftir Guðmund Ilalldórsson frá Bergsstöðum. Höfundur les. 17.50 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöidmáium. Gisli Helgason ■ og Hjalti Jón Sveinsson byrja nýjan sum- arþátt. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Mariu Brynjólfs- dóttur, Inga T. Lárusson, Sigurjón Kjartansson og Sigvalda Kaldalóns. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka. a. Ung- inennafélagið Leifur heppni. Þórarinn Haralds- son i Laufási i Kelduhverfi segir frá og svarar einnig nokkrum spurningum. b. Alagahamurinn fellur. Ólöf Jónsdóttir les frumort ljóð. c. Þáttur um Sigurbjörn á Svarfhóli i Laxárdal eftir Jóhannes Ásgeirsson. Agúst Vigfússon flytur. d. Kór- söngur. Tónlistarfélagskór- inn syngur. Söngstjóri: Dr. Victor Urbancic. 21.30 Utvarpsagan: „Móðirin” eftir Maxim Gorki.Sigurður Skúlason leikari les (4). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (19). 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. mai 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Mæða myrkrahöfðingj- ans (Poor Devil) Bandarisk sjónvarpskvikmynd. Aðal- hlutverk Sammy Davis Jr. og Jack Klugman.Þýðandi Kristmann Eiðsson.Aðal- persóna myndarinnar er púki i viti. Hann hefur illa i stöðu sinni, og hefur ekki getað klófest eina einustu sál i 1400 ár. Þetta likar hús- bændum hans miður, sem vonlegt er, en gefa honum þó tækifæri til að „bæta” ráð sitt. 21.55 KGB Heimildamynd gerð af BBC um sovésku leyniþjónustuna, KGB, skipulag hennar og starfað- ferðir. I myndinni er rætt við fólk, sem komist hefur i kynni við KGB, þar á meðal fyrrverandi áhrifamann innan KGB og seinna fyrir- lesara við bandariskan há- skóla. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 23.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.