Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. júnl 1975 TÍMINN ’ll Auglýsingar á Laugardalsvöllinn í mörg horn að líta hjá landsliðsmönnum okkar í knattspyrnu Þeir leika í París, Brussel og Moskvu með stuttu millibili í sept LANDSLIÐSMENN okkar i knattspyrnu hefa I mörg horn að llta ísumar — 7 landsleikir eru nu framundan hjá þeim, þar af fjórir eriendis. Næsti landsleikur verð- ur við Færeyinga á Laugardals- vellinum 23. júni.en siðan koma tveir iandsleikir við Norðmenn i undankeppni Ölympfuleikanna. Sá fyrri verður á Laugardalsvell- inum 7. júli og sá sfðari i Bergen 17. júlf. Sovétmenn sækja okkur heim 30. júlí, og fer þá fram fyrri leikur þjóðanna i undankeppni 01. Siðan fá landsliðsmennirnir fri þar til i september, en þá leggja þeir upp i mjög erfiða keppnisferð. Þeir mæta Frökkum 3. sept. í Paris og Belgiumönnum þann 6. i Brussel, en báðir þessir leikir eru i Evrópukeppni landsliða og síð- ustu leikir Islands i keppninni. Frá Brussel heldur landsliðið að öllum likindum til Sovétrikjanna og mætir Sovétmönnum í Moskvu 10. september. A þessu sást, að september- mánuður verður erfiður fyrir landsliðsmenn okkar, og sérstak- lega þá landsliðsmenn, sern leika með Akranesi, Keflavik og Val, þvi að þessi félög leika í Evrópu- keppni félagsliða i september. NÚ hefur félögum iReykjavik verið veitt leyfi til að setja upp auglýs- ingarspjöld á Laugardalsvellinum, eins og tiðkast erlendis, en hingað til hefur þessi tekjulind ekki verið nýtt. Alfreö Þorsteinsson borgar- fulltrúi bar fram tillögu fyrir nokkrum árum, um auglýsingar á Laugardalsvellinum, sem hlaut þá ekki afgreiðslu I borgarstjórn, en var vfsað til Iþróttaráðs Reykjavfkur. Málið hefur svo ekki hlotið af- greiðsiu fyrr en nú. Sérsamböndin, sem hlut eiga að máli, hafa nú komiö sér saman um skiptingu á auglýsingatekjunum, en ákveðið hefur verið að leyfa 54 auglýsingarspjöld á Laugardalsvellinum. Tekjurnar skiptast þannig: KSI fær til ráðstöfunar tiu auglýsingaspjöld, 1. deildar félögin i Reykjavik — Valur, Vikingur, Fram og KR — fá hvert um sig sex spjöld, FRI fær fimm spjöld, og önnur knattspyrnufélög i Reykjavik fá sin þrjú spjöldin hvert. Ekki liggur ljóst fyrir hve háa upphæð félögin hyggjast fá fyrir hvert auglýsingaspjald, en heyrzt hefur, að hvert spjald verði selt á 200 þús. krónur. Selfyss- inaar komnir á toppinn Þróttarar og Selfyssingar skiptu meö sér stigum, þegar þeir gerðu jafntefli (1:1) á Sæviðarsunds- vellinum i Reykjavík. Selfyssing- ar hafa þar með tekið forustuna i 2. deiidarkeppninni, en heppnin var ekki með þeim gegn Þróttur- um — þeir skoruðu sjálfsmark, sem færði Reykjavíkur-liöinu for- ustu (1:0). Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust þeir ekki upp — þeim tókst að jafna (1:1) I siðari hálfleik. Það var markakóngurinn Sumarliði Guðbjartsson, sem skoraði jöfn- unarmarkið — með skalla, og hef- ur hann nú skorað 7 mörk i 2. deildar keppninni. SKAGAMENN MÆTA EYJAMÖNNUM ,,VIÐ bætum þetta upp með þvi að leggja Skagamenn að velli i Eyjum”, sögðu Vestmannaeying- ar, eftir að þeir töpuðu fyrir Fram (0:1) á Laugardalsveliin- um. Eyjamenn fá tækifæri til að láta þessa spá rætast i dag, þegar þeir fá íslandsmeistarana frá Akranesi i heimsókn. Leikurinn i Vestmannaeyjum verður sá leik- ur, sem augu knattspyrnuunn- enda beinast að um þessa helgi, en um hclgina verður ieikin heil umferð — 4 leikir i 1. deildar keppninni i knattspyrnu. Skagamenn mæta Vestmanna- eyingum i dag kl. 2 á grasvellin- um i Eyjum. A sama tima fá ný- liðar FH bikarmeistara . Vals i heimsókn á Kaplakrikavöllinn. Þá verða leiknir tveir leikir á Laugardalsvellinum um helgina — Vikingur leikur gegn Keflavik kl. 4 i dag og Fram mætir Reykja- vikurmeisturum KR annað kvöld ki. 8. SPAIN: Vestmannaeyjar....... Skaga- menn eru sigurstranglegri aðilinn i Eyjum, sérstaklega ef þeir leika eins og þeir hafa leikið gegn Vik- ingi og FH i siðustu tveimur leikj- um sinum. Það má þó ekki af- skrifa Eyjamenn, þvi að þeir eru erfiðir heim að sækja, og einnig eru þeir ákveðnir i að bæta upp tapið gegn Fram. Spáin: Jafntefli (2:2) eru liklegustu úrslitin, en ef Skagamenn komast á skrið, þá má reikna með sigri þeirra 2-3:1. Kaplakrikavöllur.. Valsmenn ættu að vera sigurstranglegri að- ilinn þar, og má búast við að þeir fylgi eftir sigrinum yfir Vikingi — en þá verða þeir að skora mörk. FH-ingar, sem eru varla búnir að ná sér eftir ósigurinn á Skagan- um, veita þó Valsmönnum keppni. Spáin: 3:1 fyrir Val. Laugardalsvöllur.. Keflviking- ar koma örugglega með þvi hug- arfari til Reykjavikur að leggja Viking að velli. Ef þeir leika svip- aða knattspyrnu og þeir hafa leik- ið undanfarið, verður róðurinn þungur — Vikingar gefa ekkert eftir. Spáin: 2:1 fyrir Viking. Laugardalsvöliur.. KR-ingar ætla sér örugglega að komast af botninum, með sigri. Það verður erfitt, þar sem sterk vörn Fram- liðsins kemur i veg fyrirþað. Spá- in: Fram-sigur 1-2:0. Wat- son City Manchester City festi kaup á Dave Watson, hinum snjalla mið- verði Sunderland, i gærkvöldi. City borgaði 275 þús. sterlings- pund fyrir Watson, og þar að auki fékk Sunderland bakvörðinn Jeff Clarke frá Manchester-liðinu. Watson, sem cr einn snjaiiasti miðvörður Englands, fór fram á Sölu hjá Sunderland, þegar útséð var um að Sunderland kæmist upp i 1. deild — en það hefur verið heitasti draumur Watsons að leika i 1. deild. Þessi snjalli leik- maður, sem er nú 28 ára, hef- ur verið fastur leikmaður I enska landsiiðinu siðan fyrirliði Derby, Roy MacFraland, meiddist, en Watson tók stöðu hans í iiöinu. Watson hefur leikið 18 landsleiki. Franskur lögregluþjónn iumbrar hér á einum af áhangendum Leeds-liðsins, sem tók þátt I skrilslátunum i Paris. LEEDS FÉKK ÞUNGAN DÓAA LEEDS UNITED hefur verið dæmt frá Evrópukeppni I knattspyrnu næstu tvö keppnistimabilin. Þessi ákvöröun var tekin I gær á fundi hjá UEFA — Knattspyrnusambandi Evrópu — eftir fund, sem stóö yf- ir I þrjá tima. Lecds-liðiö fékk þennan þunga dóm vegna framkomu áhangenda liðsins á úrsiitaieik Evrópukeppni meistaraiiða, sem fram fór á Parc des Princes-leikvanginum I Paris 28. mai. Ahangend- ur Leeds höfðu þá f frammi einhver mestu skriislæti, sem sézt hafa á knattspyrnukappleik fyrr og siöar. Þeir högUðu sér eins og villimenn fyrir, i leiknum og eftir ieikinn. Albert Guðmundsson, fyrrum for- inaður KSÍ, varð vitni að þessu, og sagði hann I viðtali viö Tfmann fyrir stuttu:.— ,,Þaö kæmi mér ekki á óvart, þótt Leeds fengi strang- an dóm og yrði útilokaö frá Evrópukeppni næstu árin”. Nú er þaö komiö á daginn, og Albert reyndist sannspár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.