Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 14. júnl 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 45 ( upphaf i hafði hann verið harðákveðinn í því, að kalla ekki á aðstoð, hvað sem yfir dyndi. Hann bað ekki einu sinni um hjálp, þegar hann sá hrapaða og brennandi þyrluna. En Orval... Orval var dauðans matur. — RÍKISLÖGREGLAN... SVARIÐ... Elding leiftraði — og það hvein í talstöðinni. Þegar hávaðinn f jaraði út, heyrðist ógreynileg og hás rödd. — Ríkis... hér... ble... Teasle gat ekki eytt tíma í að láta hann endurtaka þetta. „Ég heyri ekki til ykkar, sagði hann hraðmæltur. — Þyrlan okkar er hröpuð. Við erum með særðan mann hérna. Ég verð að f á senda aðra þyrlu undir hann. — ...gera... — Ég heyri ekki til ykkar. Mig vantar aðra þyrlu. — ...ómögulegt. Þrumuveður með eldingum yfirvof- andi. Sérhver... kyrrsett. Andskotinn. Hann er dauðans matur. Röddin svaraði einhverju en Teasle gat ekki greint það. Svo hvarf hún í truflanir. Þegar aftur heyrðist i röddinni, var hún í miðri setningu. — Ég heyri ekki til ykkar; hrópaði Teasle. — ...völduð heldur betur... náunga til að elta uppi. Green Beret (Grænliði)... Heiðursorðan... — Hvað þá? Segðu þetta aftur... — Grænliði? sagði Lester. Röddin var farin að endurtaka skilaboðin. En hún hvarf og ekkert heyrðist til hennar meir. Það fór ,að rigna. Léttir droparnir skullu á rykið og moldina. Föt Teasles drukku í sig vætuna, er fossaði niður bert bak hans. Svört skýin grúfðu yfir þeim. Elding snarkaði á himninum. Hún lýsti klettinn upp eins og kastljós. Svo hvarf hún jafn snögglega og hún birtist. Skuggarnir réðu rikjum á ný og þrumurnar dundu yfir. — Heiðursorðan? sagði Lester við Teasle. — Og þú teflir okkur fram gegn þessu? Stríðshetju? Djöfuls Grænliða? — Hann skaut ekki, sagði Mitch. Teasle leit hvasst á hann og óttaðist að hann hefði misststjórnásér. En svo var ekki. Hann varmjög æstur, og reyndi að segja þeim eitthvað. Teasle vissi hvað það var. Hann hafði þegar hugleitt það> og ákveðið með sjálfum sér, að það væri ekki hægt að treysta því. — Þegar þú tosaðir Orval frá brúninni, skaut hann ekki, sagði Mitch. — Hann er ekki lengur þarna niðurfrá. Hann tekur á sig sveig, aftur fyrir okkur. Nú er okkar tækifæri til að hypja okkur héðan. — Nei, sagði Teasle. Regnið streymdi niður andlit hans. — En við höfum tækifæri til að... — Nei. Kannski sveigir hann aftur fyrir okkur. En hvað ef svo er ekki? Hann vill ef til vill ekki eitt einstakt skotmark. Kannski bíður hann þarna niðurfrá eftir því, að við verð- um kærulausir og gefum á okkur færi. Andlit mannanna urðu öskugrá. Skýin opnuðu gáttir sínar. Regnið steyptist nú niður af fullum krafti. | TÍUNDI KAFLI. Það rigndi látlaust. Regnið barði stöðugt á þeim. Teasle hafði aldrei lent í öðru eins. Vindurinn þeytti regninu í augu hans og munn. — Stormur? fari það og veri. Þetta er djöf uls skýfall. Hann lá í vatninu og hugsaði með sér, að ekki gæti það orðið verra. Þá jókst regnið enn. Hann qrófst nærri í vatninu. Sjólbjartar eldingar leiftruðu.... Svo þrengdi mykrið að alls staðar. Það dimmdi i sifellu. Myrkrið var eins og um niðdimma nótt. Þó var aðeins nokkuð liðið á eftirmiðdaginn. Regnið lamdist í augu þeirra. Teasle sá ekki einu sinni klettasnösina. Hann hrökk við er þruma drundi. — Hvað er þetta? Hann bar hendur upp að augum sér, til að skýla þeim fyrir regninu. Orval lá með andlit- ið móti himni. Munnurinn var opinn í rigninunni. Hann drukknar, hugsaði Teasle með sér. Munnurinn fyllist af rigningarvatni. Það streymir ofan í hann. Þá drukknar hann. Hann gaut augum á menn sína, sem lágu marflatir í vatninu á klettasyllunni. Honum varð Ijóst, að Orval var ekki einn um að eiga á hættu að drukkna. Þar sem þeir lágu var nú hamslaust vatnsrennsli. Vatnið streymdi hratt niður hrygginn að baki þeim, skall af þunga yf ir þá og fossaði í átt að klettasyllunni. Teasle sá ekki kletta- stallinn, en hann vissi hvernig hann leit út. Þetta var fossbrún. Ef stormurinn yxi enn, þá hlaut þeim að skola fram af. Orval yrði fyrstur, Teasle greiþ um fætur hans. — Singleton. Hjálpaðu mér, hrópaði hann. Regnið feyktist Grænliði= sérstakar bardagasveitir innan Bandaríkja- hers. Liðsmenn eru hæfustu og harðgerðustu bardaga- menn innan hers Bandaríkjanna. G E I R I D R K I K U B B U R msmm LAUGARDAGUR 14. júní. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Svala Valdimarsdóttir les söguna „Malenu i sum- arfrii” eftir Maritu Lind- quist (11) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson hleypir af stokkunum nýjum laugar- dagsþætti. 15.00 Miðdegistónleikara. Sin- fóniuhljómsveitin i Mun- chen leikur tvær ungversk- ar rapsódiur eftir Liszt, Ed- mund Nick stjórnar. b. Teresa Berganza syngur spánska söngva, Felix Lavilla leikur á pianó. c. Boston Popshljomsveitin leikur „Finlandiu” eftir Si- belius og Spánska rapsódiu eftir Chabrier, Arthur Fiedler stjórnar. 15.45 i umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 i léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blöndúðu efni. 17.20 Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 18.00 Söngvar i iéttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftiminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson annast þátt um fréttaflutning. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Leikhúsiif i Sviþjóð Sig- mar B. Hauksson ræðir við Astriði Emilsdóttur. 21.10 Wilhelm Kempff leikur á pianó verk eftir Robert Schumann. 21.40 „Ónotaður kaðalspotti”, smásaga eftir Stefán Júlíus- son. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 14. júni 18.00 íþróttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsinga'r. 20.35 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Pabbi gerist leynilögregli maður. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.00 Rolf Harris. Astralski söngvarinnog grinistinn Rolf Harris og fleiri listamenn láta til sin heyra. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.40 Prinsessan skemmtir sér. (Roman Holiday) Bandarisk biómynd frá árinu 1953. Aðalhlutverk Audrey Hepburn og Gregory Peck. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Prinsessa á opinberu ferða- lagi er stödd i Róm. Hún er orðin dauðleið á öllum hátiðleikanum og kvöld eitt laumast hún ein út. 23.35 Dagskrárlok. Auglýsicf iHmanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.