Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 16
Núfima búskapur þarfnast BHlfER haugsugu Guóbjörn Guójónsson fyrírgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Bresjnef: Hægt að búa til gereyðingarvopn, er taka kjarnorkuvopnum fram. Bresjnef varar umheiminn við: Nýja gerð eyðingar vopna á að banna NTB/Reuter-Moskvu. Leonid Bresjnef, leiðtogi sovéza kom múnistaflokksins, hvatti i gær til, að gerður yrði nýr alþjóðasamningur, er bannaði til- búning nýrra tegunda gereyð- ingarvopna. Bresjnef lét svo um mælt á sér- stökum kjörfundi i Moskvu. Kommúnistaleiðtoginn sagði, að tækni og vfsindum hefði fleygt svo fram að undanförnu, að nú væri hægt að búa til gereyðingarvopn, er tækju kjarnorkuvopnum fram, hvað varðaði eyðingarmátt. Sósíalistaleiðtoginn Soares um deilur sósíalista og kommúnista í Portúgal: DEILURNAR ÚR SÖGUNNI I • \ | / • . i . • — um leio og Kom leikreglur lýðræðis NTB — Róm. Mario Soares, leiðtogi portúgalskra sósíal- ista, sagði i gær, að deilur kommúnista sósialista i Portúgal snerust i grundvall- aratriðum um, hvort lýðræði ætti að rikja i landinu. Soares lét svo um mælt á fundi með fréttamönnum I Róm i gær, að deilurnar væru úr sögunni, ef portúgalskir kommúnistar gætu sætt sig viö leikreglur lýðræðis. Soares er staddur á Italiu til að aö- stoða Italska sósialista i kosn- unisTar vi ingabaráttunni fyrir sveitar- stjórnakosningar, er fyrir dyrum standa á Italiu. Sósialistaleiðtoginn sakaði portúgalska kommúnista um að berjast gegn hagsmunum Portúgals, t.d. reyndu þeir að grafa undan góöu samstarfi herforingja og stjórnmála- flokka. — Og ég er hræddur um, að þessi stefna þeirra geti leitt af sér eitthvað hræðilegt, bættihann viö. — Þótt ég voni auðvitað, að til sliks komi ekki. Guillaume kemur fyrir rétt 24. júní Reuter — Dusseldorf. Réttarhöld yfir austur-þýzka njósnaranum Gunter Guillaume hcfjast i Dusseldorf 24. júni n.k. Guill- aume var sem kunnugt er hand- tekinn fyrir rúmu ári fyrir að stunda njósnir, en hann hafði um nokkurt skeið verið cinn nánasti samstarfsmaður Willy Brandt, þá kanslara Vestur-Þýzkalands. Guillaume-málið varð ti! þess, að Brandt sagöi af sér embætti kanslara, en Helmut Schmidt tók við. Gullaume er ákærður fyrir landráð og uppljóstrun rikis- leyndarmála. Eiginkona hans — Christel Guillaume — er sömu- leiðis ákærð fyrir landráð og hlut- deild i landráðum. Guillaume-málið vakti að von- um mikla athygli i Vestur-Þýzka- landi á sinum tima. Sérstök rann- sóknanefnd á vegum þingsins var sett á laggirnar til að kanna, hvernig á þvi gæti staðið, að njósnari erlends rikis næði svo langt i metorðastiganum. Rann- sóknin leiddi i ljós, að Guillaume var sérstaklega sendur yfir landamærin til Vestur-Þýzka- lands til að afla upplýsinga um vestur-þýzk rikisleyndarmál. Hann vann sig svo upp með þvi að taka virkan þátt i störfum vestur- þýzka sósialdemókrataflokksins — fyrst sem óbreyttur flokksmað- ur, en siðar sem forystumaður flokksins. Stjórnarandstæðingar skora á Indlandsforseta: Veittu Gandhi lausn — segi hún ekki af sér af fúsum vilja NTB/Reuter-Nýju Delhi. Fjöldi stjórnarandstöðuleiðtoga á Ind- landi fóru þess i gær á leit við Fakhruddin Ali Ahmed forseta, að hann veitti Indiru Gandhi for- sætisráðherra lausn frá ráð- herraembætti. Svo virðist sem Gandhi ætli ekki að segja af sér af Enginn asi d Sihanouk Reuter — Peking. Norodom Sihanouk prins, sem er að formi til þjóðhöfðingi Kambódiu, er um þessar mundir staddur i Norður- Kóreu. Nýlega Iýsti hann yfir, að hann ætlaði sér ekki aö snúa aftur til Kambódiu, fyrr en stjórn landsins og efnahag- ur hefði styrkzt. Areiðanlegar fréttir frá Pyongyang, höfuðborg Norð- ur-Kóreu, herma, að Sihanouk dvelji i glæsilegu einbýlishúsi i útjaöri borgarinnar. Sjálfur kveðst hann ætla að halda kyrru fyriri Norður-Kóreu um eins mánaðar skeið. Hann kom þangað þann 19. mai s.l. i boði Kim II Sung forseta. fúsum vilja, þótt hæstiréttur i einu af fylkjum Inglands hafi fundið hana seka um kosninga- misferli og svipt hana rétti til að gegna áfram opinberu starfi. Ahmed forseti er um þessar mundir staddur I Srinagar, höfuð- borg Kasmlr-fylkis. Stjórnarand- stæðingarnir — þ.e. leiðtogar þeirra fimm flokka, er mynda Janata-bandalagiö — sendu hon- um simskeyti, þar sem þeir krefj- ast þess, að Gandhi verði veitt NTB — Washington. Bandariska stórblaðið New York Times full- yrti I gær, aö Bandaríska leyni- þjónustan (CIA) hafi átt þátt i að ráöa Rafael Trujillo, fyrrum for- seta Dóminíkanska lýðveldisins, af dögum árið 1961. Frétt þessi er höfð eftir — að sögn blaðsins — áreiðanlegum heimildum I Washington. Ekki er ljóst, hvernig CIA aðstoðaði við lausn, enda liti þeir ekki lengur á hana sem lögmætan forsætisráð- herra landsins. Bandalagið vann mikinn sigur i fylkiskosningum I Gujarat-fylki I vesturhluta Indlands, er fram fóru i þessari viku — á kostnað stjórnarflokksins — Kongress- flokksins, er beið mikiö afhroð. Leiðtogar hans hafa þó lýst yfir stuðningi við Gandhi, en hún hefur sem kunnugt er áfrýjað dómi fylkisréttarins til hæstarétt- ar Indlands. undirbúning m.orðsins á Trujillo, en hann var ráðinn af dögum mánuði eftir hina misheppnuðu innrás við Svínaflóa á Kúbu. Aö sögn blaðsins er liklegt, að rannsókn verði hafin á þessum þætti I starfsemi CIA, en sam- kvæmt bandariskum lögum er refsivert' að eiga þátt i morði á þjóðarleiðtoga rikis, er Bandarik- in eiga friðsamleg samskipti við. New York Times fullyrðir: CIA ótti þótt í morðinu á Trujillo forseta 1961 Stjórnarskrórviðræður í Ródesíu í sjólfheldu: Lætur lan Smith frelsis- leiðtoga lönd og leið — og tekur í þess stað upp viðræður við ættarhöfðingja? Reuter-Salisbury. Fréttaskýr- endur i Salisbury, höfuðborg Ilódesiu, teija líkur á, að stjórn Ian Smiths taki upp viðræður við ættarhöfðingja og fuiltrúa þeirra blökkumanna, er tilheyra mið- stéttinni I Ródesiu, i staö þess að ræða áfram við þjóöfreisisleiö- toga um stjórnskipulega framtíö landsins. Stjórnskipunarviðræöurnar hafa nú staöið um hálfs árs skeiö, og hafa báðir aðilar — þ.e. stjórn Smiths og Afriksa þjóðarráðið (ANC), sem er skipað fulltrúum hinna tveggia bióðfrelsishreyf- inga I Ródesiu — fallizt á að köll- uð verði saman sérstök stjórn- skipunarráðstefna. Þá greinir hins vegar á um stað fyrir ráð- stefnuna. Smith forsætisráðherra vill halda hana innan landamæra Ródesiu, en þjóðfrelsisleiðtogar vilja aftur ámóti halda hana hvar sem er — nema i Ródesiu. Þeir segja þvi til stuönings, að fjöldi frelsisleiðtoga þori ekki að leggja leið sina til Ródesiu af ótta við að verða handteknir. Areiðanlegar fréttir herma, að stjórn Smiths ihugi nú að boða til stjórnarskrárráðstefnu i Ródesiu, þrátt fyrir andstöðu ANC. Ætlun- in er að halda hana innan skamms og bjóða frelsisleiðtog- unum að sækja hana. Neiti þeir, er hugmyndin að bjóða ættar- höfðingjum og fulltrúum þeirra blökkumanna, er teljast til mið- stéttar, til ráðstefnunnar. Stjórnin gerir sér að sögn grein fyrir, að þær ákvarðanir, er tekn- ar verða á slíkri ráðstefnu, mæta mikilli andspyrnu flestra Afriku- rikja, a.m.k. fyrst i stað. Aftur á móti er það trú hennar, að and- staðan fari minnkandi, leiði ráð- stefnan i raun til aukinna réttinda blökkumanna og bættra stjórnar- hátta i Ródesiu. Guillaume ásamt Brandt. Fórnarlömbum ótaka á N-ír- landi fjölgar Reuter — Belfast. Þriggja ára telpa beið bana á Noröur-tr- landi I gær, er bifreið föður hennar sprakk I loft upp. Og i fyrrakvöíd létu tveir menn lif- ið i sams konar sprengjutil- ræði. Sagan um dauða litlu telp- unnar er lýsandi fyrir það á- stand, er nú rikir i Belfast, höfuðborg Norður-trlands. Hún er dóttir barþjóns, sem er kaþólskur, en býr i hverfi, sem byggt er mótmælendum að mestum hluta. Aður hefur verið reynt að ráða hann af dögum, en i það sinn slapp hann naumlega. I gærmorgun ætlaði hann svo — eins og venjulega — að aka dóttur sinni i leikskólann. Þau feðginin settust upp i bif- reiðina og faðirinn ræsti hana. Við það sprakk sprengja, er komið hafði verið fyrir undir bifreiðinni, með þeim afleið- ingum, að dóttirin lézt sam- stundis, en faðirinn særðist al- varlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.