Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 12. júli 1975. íslenzk skipasmíðastöð smíðar nýja sementsferju UNDIRRITAÐUR hefur verið smiðasamningur milli Sements- verksmiðju rikisins og Þorgeirs og Ellerts h.f. á Akranesi um smiði á nýrri sementsferju, sem nota á til flutninga á lausu sem- enti milli Akraness og Reykjavik- ur. Er gert ráð fyrir, að ferjan verði afhent haustið 1976. Samningsverð er 118.9 milljónir króna, reiknað á verðlagi, er gilti 30. september 1974. Hin nýja ferja er teiknuð hjá Martin A. Nielsen I/S i Kaupmannahöfn. Lengd skipsins milli stafna er 46,80 m. Ferja II hefur flutt allt sement til Reykjavikur frá þvi er verk- smiðjan tók til starfa. Ferja II var upphaflega landgöngu- prammi i seinni heimsstyrjöld- inni. Þarfnast Ferja II mikillar viðgerðar, en hefur fengið undan- þágu frá Siglingamálastofnun rikisins til siglinga, unz hin nýja ferja verður fullsmiðuð. Ferja II er i eigu Akraneskaupstaðar. Fyrir nokkrum misserum hófst undirbúningur að smiði nýrrar ferju. Ákvað stjórn verksmiðj- unnar að leita tilboða i smiðina innan lands og utan. Bárust 6 til- boð, og reyndust tvö lægst, annað hollenzkt, en hitt frá Þorgeir og Ellert h.f., sem buðu einir Islend- inga í smiðina. Eftir að athugun hafði farið fram á tilboðunum, var ákveðið að taka tilboði Þor- geirs og Ellerts h.f. Hin nýja sementsferja verður búin fjórum 100 tonna sements- tönkum, og getur þvi flutt um 400 tonn af lausu sementi i hverri ferð. Beínagrindin af manni um fertugt 163—181 sm á hæð — ólíklegt, að hún sé af nokkrum þeirra fjögurra manna, sem hurfu 1951 — 56 H.V. Reykjavik. Rannsókn á beinagrindinni, sem fannst í jörð við Faxaskjól i Reykjavik siðast liðinn mánudag, hefur leitt i ljós, að mjög óliklegt er, að þar sé um að ræða jaröneskar leifar ein- hvers þeirra fjögurra manna, sem lögreglan hefur skýrslur um að hafi horfið i Reykjavik á tima- bilinu 1951-’56. Rannsóknin hefur leitt i ljós, að beinagrindin er af manni um Togveiðar bannaðar vegna síldarinnar SJAVARÚTVEGSRAÐUNEYT- IÐ hefur sett á togveiðibann inn- an þriggja sjómilna á svæðinu milli 21gr, 57 og 22 gr. vestlægrar lengdar. Togveiðibann þetta er sett, þar sem rannsóknir hafa leitt i ljós, að sildarhrygning á sér stað á þessu svæði og er hætta á að tog- veiðibátar myndu spilla árangri sildarhrygningarinnar, ef þeir fengju að halda áfram veiðum á svæöinu. Togveiðibanniö er sett að til- lögu Hafrannsóknastofnunarinn- ar og samkvæmt meðmælum Fiskifélags Islands. Grillstaður á Akranesi GB-Akranesi. Nýr grillstaður, Glóðin, var opnaður hér á Akra- nesi á föstudag. Þessi nýi mat- staður er til húsa að Kirkjubraut 4, neðri hæð, og eru aöaleigendur hans Margrét Jónsdóttir og Grét- ar ólafsson. Meö sivaxandi feröa- mannastraumi til Akraness var orðin mikil þörf á slikum mat- sölustað. Á boðstólum I Glóðinni verða bæöi heitir og kaldir réttir. Sér- stök áherzla veröur lögð á grill- rétti og rétt dagsins. Sæti eru fyrir 24 gesti, en einnig er hægt að taka matinn með sér heim, ef þess er óskað. Þá mun staðurinn einnig útbúa veizlumat. Innréttingar eru mjög smekk- legar, en höfundur þeirra er Hilmar ólafsson arkitekt. Matsveinn staðarins er Niels P. Jónsson, en auk hans munu 3 stúlkur annast afgreiðslu. fertugt, og að hæð hans hefur verið á bilinu 170,7 til 173,4 senti- metrar, með yztu mörk við 163- 181 sentimetra. Enn fremur hefur athugun leitt i ljös, að i lifanda lifi hefur vantað tvær miðframtenn- ur i neðri góm mannsins, og mis- smið á neðri kjálka hans bendir til þess að honum hafi hætt við að fara úr kjálkalið og hafi liklega átt nokkuð erfitt með að tyggja. Einkenni þessi á beinagrindinni útiloka alveg tvo af þeim, sem týndust i Reykjavik á timabili þvi, sem talið er liklegast, og i gær var talið mjög óliklegt, að þau kæmu heim og saman við lýs- ingu hinna tveggja. Auk þessara fjögurra manna hafa lögreglunni borizt upplýs- ingar um tvo menn, sem hurfu úr Kópavogi, og einn úr Keflavik, en talið varútilokað, að umrædd ein- kenni samræmdust lýsingu á þeim. Lögreglan biður nú upplýsinga úr öðrum lögsagnarumdæmum, en berist ekki lýsing á týndum manni, sem kemur heim við ein- kenni beinagrindarinnar, verða væntanlega athugaðar skýrslur um horfna menn á árunum eftir 1955. Nokkrir erfiðleikar reyndust á þvi að ákvarða hæð beinagrindar- innar með nákvæmni, þar sem lærleggi hennar vantaði alger- lega. Liklegt er talið, að þeir hafi verið bein þau, sem drengirnir grófu upp um siðustú páska og töldu vera úr nautgrip, en þau hafa liklega lent i sorpi og finnast vart aftur. Engin merki áverka fundust við rannsókn á beinagrindinni, en misfella á olnboga hennar gæti bent til þess, að viðkomandi hefði meiözt eða slasazt i lifanda lifi, nægilega löngu fyrir dauða sinn til þess að meiðshn voru gróin. I TIMANUM 11. júli slæddist sú villa inn i frétt um Húnavalla- skóla, að Sigurlaug Eggertz væri hótelstýra i skólanum, sem starf- ræktur er sem Eddu-hótel á sumrum. Þetta er ekki rétt. Sigurlaug Eggertz rekur sumar- gistiheimili í Kvennaskólanum á Blönduósi, og er það sjötta sumarið hennar þar. Fuiitrúar fyrirtækjanna, sem skipuðu fimm af sex efstu sætunum I firmakeppninni. A myndina vantar fulltrúa frá Verzluninni Grund. 1 hópnum er Ólafur Þorsteinsson (annar frá vinstri) fyrrverandi forseti Bridgesambands Islands, sem er fulltrúi fyrirtækisins, sem skipaði fjórða sætið. Hjaiti Elfasson afhendir verðlaunin I Oxfordkeppninni. Timamynd: Róbert. Tveir íslenzkir unglingar keppa í siglingum í Japan TVEIR félagar úr siglingaklúbbi Æskulýðsráðá Reykjavikur, Sigiu- nesi, halda til Japans 16. júii i boði japanskra samtaka. Þeir munu taka þátt I „World Youth Ocean Assembiy”, sem verður í Okinawa dagana 19.-31. júlí. Boðið er til þessa móts æskufólks i sambandi við alþjóðiegu sjávar- sýninguna I Pkinawa, og munu þar hittast um 100 ungmenni frá 35 lönd- um. Hópurinn tekur þátt I fundum, námskeiðum I sjávariþróttum, út- gáfu fréttablaðs o.fl. Tiigangurinn meö boðiþessuer aö ungt fólk frá ýmsum hlutum heims hittist og skiptist á skoðunum, einkum um þau atriði, er varða úthöfin, varðveizlu og notkun þeirra. Aö loknu mótinu á Okinawa fara þátttakendur I 4 daga ferð um Japan, en lagt veröur af stað til Evrópu aftur þann 4. ágúst. Þeir Siginesingar, sem fara I þessa ævintýraferð, eru Erla Þorsteins- dóttir og Kjartan Bl. Magnússon, en þau eru 16 og 17 ára. Fararstjóri verður Jón Ármann Héðinsson, formaður Sigiingasambands Islands. A myndinni aö ofan æfa þau Erla og Kjartan fyrir Japansförina. Mikil þátttaka í bikar- keppni Bridgesambandsins SJ-ReykjavIkl gær afhenti Hjalti Eliasson, forseti Bridgesam- bands Islands, verðlaun i firma- keppni I bridge 1975. Urslit urðu sem hér segir: 1. Drift s.f. 2. Gunnarkjör. 3. Endurskoðunarskrifstofa Björns E. Árnasonar. 4. ólafur Þorsteinsson & Co h.f. 5. Verzlunin Grund. 6. Raffell h.f. 1 keppninni, sem er einmenn- ingskeppni, eru spiluð 30 spil fyrir hvert fyrirtæki. Bridgesambandið hefur á und- anförnum árum orðið aö leita á- sjár hjá fyrirtækjum, vegna ó- nógrar aðstoðar úr sameiginleg- um sjóðum þess opinbera. Bridgesamband Islands vill itreka þakkir sinar fyrir þessa aðstoð. Enn fremur voru afhent verð- laun I Bikarkeppni og Oxford- keppni. Bikarkeppni 1975: 500 pör (1000 manns) tóku þátt i keppninni i 37 félögum þótt slæm tið i vetur og erfiöar samgöngur hömluðu nokkuð. Úrslit: 1. Haraldur Gestsson, Selfossi. Halldór Magnússon, Selfossi 9.107 stig. 2. Guðmundur Arason, Borgarnesi. Sigurþór Halldórsson, Borgar- nesi. 8.924 stig. 3. Halla Bergþórsdóttir, Reykja- vik. Kristjana Steingrimsd.. Reykjavik. 8.896 stig. Spilin voru tölvugefin og send til félaganna, sem siðan sendu á- rangur. Tölva reiknaði út úrslit. Meðalskor var 6.723 stig. Oxfordkcppnin: Hún var haldin með liku sniði og bikarkeppni B.S.I. Bridgefélag Oxfordháskóla skipulagði þessa alþjóðakeppni, og einn hluti henn- ar var haldinn hér fyrir tilstuðlan B.S.Í. Rétt til þátttöku haföi að- eins ungt fólk undir þritugu. Sigurvegarar urðu R.J.R. Ben- stead og T. Cope frá Cambridge með 72,53% skor. Bezta árangri islenzku kepp- endanna náðu Snjólfur Ólafsson og Jón Gislason með 64,54%, sem nægði i 11. sæti. Jarðskjólftakippir norðan lands SJ-Reykjavik. Snarpur jarð- skjálftakippur fannst á ýmsum stöðum á Norðurlandi kl. 10.49 i gærmorgun. Upptök hans reynd- ust vera um 25 milur suðsuðaust- ur af Grimsey og styrkleikinn mældist tæp fimm stig á Richterskvarða. Siðar mældust einnig nokkrir minniháttar kippir á jarðskjálftamælinum i Grimsey og varö þeirra einnig vart viðar. Siglingakeppni á Nauthólsvík á mánudaginn SIGLINGAKLÚBBURINN Siglu- nes heldur innanfélagsmót í sigl- ingum I Nauthólsvfk næstkom- andi mánudag, 14. júli. Keppt verður i þrem tegundaflokkum, Sea-Scout, G.P. og Flipper. Siglt verður á tveim brautum á Foss- vogi og Skerjafirði. Þátttakendur eru á aldrinum 11—16 ára. Keppt er um verðlaunapeninga i öllum flokkum, en að auki er keppt um Eimskipafélagsbikarinn i Flipp- er-flokki. Þetta er farandbikar, sem gefinn var i fyrra og nú er keppt um i fyrsta sinn. Keppnin hefst kl. 18.00 og tekur u.þ.b. eina klukkustund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.