Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. júli 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Ræktun lands og lýðs Um þessa helgi, þegar þúsundir ungmenna viðs vegar að af landinu hafa safnazt saman á Akranesi til leiks og starfs i 15. landsmóti UMFÍ, er vert að minna á hlutverk ungmennafélagshreyfingarinn- ar, en tæp 70 ár eru liðin frá stofnun UMFl. Á þessu timabili hafa orðið stórfelldar breytingar á islenzku þjóðfélagi. Islendingar hafa öðlazt sjálf- stæði, bylting hefur orðið i atvinnuháttum og miklir flutningar átt sér stað úr dreifbýli I þéttbýli. Þessar breytingar hafa þó ekki dregið úr hlut- verki ungmennafélaganna. Með nýjum verkefnum hefur hreyfingin eflzt og dafnað, og stöðugt fleiri taka þátt i starfi hennar. Þannig hafa 7 þúsund ný- ir virkir félagar bætzt i tölu félagsmanna s.l. 5 ár, og eru félagsmenn þá orðnir 17 þúsund talsins. Þetta er ánægjuleg þróun, sem sannar það, að ungmennafélagshreyfingin höfðar til unga fólksins nú engu siður en i byrjun þessarar aldar, þegar ungmennafélagar voru i fararbroddi i sjálfstæðis- baráttunni. Og stefnuskrá UMFÍ, að vinna að ræktun lands og lýðs, sem kemur fram i eftirfar- andi tiu punktum, er sigild: • Að hafa bindindi um nautn áfengra drykkja, vernda æskulýðinn gegn neyzlu þeirra og vinna að útrýmingu skaðnautna úr landinu. • Að vinna að þvi að klæða landið skógi og öðrum gróðri. • Að efla Éhuga æskulýðsins á að vernda og fegra móðurmálið og sinna sögu og bókmenntum þjóðarinnar að fornu og nýju. • Að efla heimilisiðnað og gæða með æskulýðfi> um tryggð og rækt við heimili sin, átthaga og ætt- jörð. • Að stunda iþróttir og halda landsmót, þar sem keppt er I iþróttum, og störf og áhugamál fé- laganna kynnt. • Að efla i hvivetna fræðslu og uppeldisstarf meðal æskulýðsins. Stuðla að þvi, að unglingar geti notið framhaldsmenntunar, hver við sitt hæfi, og að þeirra biði lifvænleg atvinna að loknu námi. Af efla með æskulýðnum sparsemi, skyldurækni, vinnusemi og fórnarlund. • Að efla þjóðlegt skemmtanalif með menn- ingarsniði. Halda uppi málfundastarfsemi og hjálpa æskulýðnum til þegnlegs þroska með þvi að æfa hann við að rökhugsa þjóðnytjaiaál og vinna að framgangi þeirra. • Að vinna i anda friðar-, manngildis-, og menningarhugsjónar kristindómsins. • Að styðja jafnrétti karla og kvenna. • Að vinna að náinni samvinnu við ungmenna- félög hinna Norðurlandanna og við æskulýð allra þjóða á grundvelli jafnréttis og sjálfstæðis. I anda þessara orða hefur ungmennafélags- hreyfingin starfað á undanförnum áratugum. Enginn vafi er á þvi, að henni hefur orðið vel ágengt i starfi sinu. Sömu sögu er að segja um iþróttahreyfinguna, skátahreyfinguna og aðra þá aðila, sem lagt hafa fram fórnfúst starf á sviði uppeldis- og æskulýðsmála. í þvi sambandi er ástæða til að vekja athygli á ummælumHafsteins Þorvaldssonar, formanns UMFÍ, þess efnis, að með enn frekari stuðningi af hálfu hins opinbera við hina frjálsu æskulýðshreyfingu á Islandi, mætti leysa úr læðingi gifurlegt afl. Timinnsendir 15. landsmóti UMFI árnaðaróskir sinar. —a.þ. Spartak Béglof, APN: Sovézk-bandarísksam skipti fara batnandi Samkomulagið, sem náðist í Vladivostok, er mjög mikilvægt í þessu sambandi Hópur bandariskra öldungadeildarþingmanna hefur verið i heimsókn i Sovét- rlkjunum og gefur það tilefni til þess að athuga rækilega nú- verandi ástand i samskiptum SSSR og Bandarikjanna, framtiðarhorfur þeirra, já- kvæða þætti og stærstu vanda- málin. Skoðanaskiptin I Moskvu hafa einnig varpað- ljósi á þau umræðuefni, sem áreiðanlega verða rædd á til- vonandi fundi Andrei Gromyko utanrikisráðherra SSSR og hins bandariska starfsbróður hans, Henry Kissinger, dagana 10. og 11. júli I Genf. Ef við þetta er bætt hinni sameiginlegu sovézk- bandarisku geimferð, sem farinverður um miðjan þenn- an mánuð, virðast nægar ástæður til þess að fjalla al- mennt um það, sem gert hefur verið og gera þarf á margvis- legum sviðum i samskiptum þessara ljóða. Þegar L. Brézjnéf, aðalrit- ari tók á móti bandarisku öld-^ ungadeildarmönnunum i’ Kreml taldi hann nauðsynlegt að leggja enn áherzlu á mikil- vægi þeirra breytinga til batnaðar, sem rikin tvö hafa komið á i samskiptum sinum, og með þvi að styrkja árangursrika samvinnu, ekki aðeins til hagsbóta fyrir báðar þjóðir, heldur einnig i þágu al- menns friðar og alþjóða- öryggis. Lykilhugmyndin, sem spvézku aðilarnir að viðræðunum leituðust við að setja fram á öllum fundum með bandarisku öldunga- deildarmönnunum, er sú, að tilgangur og markmið Sovét- rikjanna, bæði varðandi friðsamlega framþóun sovézk- bandariskra samskipta og slökun spennu i alþjóðamál- um, séu óbreytt. Margir bandariskir stjórn- málamenn i æðstu stöðum, bæöi á þingi og i rikisstjórn, eiga lof skilið fyrir að halda þvi fram I fullri alvöru og af áby rgðartilfinningu, að Bandarikin eigi að stefna að þvi að draga úr spennu á al- þjóðavettvangi og bæta sam- skipti sin við Sovétrikin og önnur sósialisk riki. Ford for- seti hefur hvað eftir annað viðhaft ummæli, Sem að þessu lúta, og sömu hugmynd itrekuðu þeir i Moskvu af jafn- mikilli sannfæringu, bæði repúblikaninn Hugh Scott og demókratinn Hubert Humphrey, en hann var for- maður sendinefndar öldunga- deildarinnar. En það eru einnig aðrar hliðar á stjórnmálalifi i Bandarikjunum, sem sovézku þingmennirnir höfðu i huga, þegar þeir ræddu um nauðsyn þess, að einlæglega og stað- fastlega verði stefnt að þvi að draga úr viðsjám á alþjóða- vettvangi. Hér er um það að ræða, að upp á siðkastið hafa andstæð- ingar friðarstefnu i Banda- rikjunum færzt nokkuð i auk- ana og látið að sér kveða. Þeir halda þvi fram, að slökun spennu sé „einhliða til hags- bóta og ávinnings” fyrir Sovétrikin. Ekkert getur rétt- lætt þetta lýðskrum, ekki einu sinni skirskotun til þeirra að- ferða, sem beitt er á heima- velli I bandariskum stjórn- málum. Ráðamenn i Moskvu itreka enn og aftur við alla þá, sem stefna vilja að þvi að draga úr viðsjám, að efling friðar er of alvarlegt mál bæði fyrir núlifandi kynslóð og komandi kynslóðir til þess að Henry Kissinger Andrei Gromyko hægt sé að fórna slikri stefnu fyrir timabundin markmið og skammvinna pólitiska ávinn- inga. Það er einnig óréttlætan- leg og hættuleg stefna að auka vigbúnað og útgjöld til her- mála, en það er einmitt það, sem nokkur vestræn riki og þar á meðal Bandarikin eru að gera. Það var með réttu ofarlega á blaði i sovézk-bandarisku viðræðunum i Moskvu, hvernig hægt sé að fram- kvæma samninga, sem miða að þvi að koma I veg fyrir kjarnorkustrið með eldflaug- um og setja hemla á vig- búnaðarkapphlaupið um hin svonefndu „strategisku vopn”. 1 þessu sambandi töldu bæði bandarisku öldunga- deildarþingmennirnir og sovézku viðmælendur þeirra samkomulagið, sem náðist i Vladivostok, mjög mikilvægt, — en það er einkar markvert, þar sem þar voru settar fram stefnumótandi linur um tak- markanir á fjölda „strategiskra” vopna, og I fyrsta sinn i sögunni rætt um ráðstafanir til þess að stöðva framfarir i tæknibúnaði her- gagna. Ekki er siður merki- legur hinn sameiginlegi ásetn- ingur, sem lýst var i Vladi- vostok, að halda áfram að stefna I þessa átt og leitast við að setja fram og gera nýja samninga áður en fyrri samningar falla úr gildi. Sovézkir þingmenn minntu bandariska starfsbræður sina á fjölmargar sovézkar tillögur varðandi afvopnun og skoruðu á þá að taka upp samvinnu til að flýta fyrir þvi, að alheims- afvopnunarráðstefna verði haldin, útgjöld til hernaðar- mála verði skorin niður, rót- tækar ráðstafanir verði gerðar til þess að banna allar tilraunir með kjarnorkuvopn, og siðast en ekki sizt, að fengizt verði við það mál, sem verður i sifellu meira að- kallandi, sem sé að banna framleiðslu nýrra tegunda af gjöreyðingarvopnum. Meðal annarra alþjóða- mála, sem rædd voru, var mikil áherzla lögð á mikilvægi þess, að Sovétrikin og Banda- rikin gripu til samræmdra að- gerða sem stefndu i rétta átt. í viðræðunum fór mikið fyr- ir málefnum varðandi raun- hæfa samvinnu rikjanna tveggja á sviði efnahagsmála, visinda og tækni og menningarmála. Það er mjög eðlilegt, þar sem efling slikrar samvinnu — sem Sojús- Apollon geimferðin verður lýsandi dæmi um— stuðlar að þvi að draga úr viðsjám á al- þjóðavettvangi og hefur þegar leitt til sýnilegra hagsbóta fyrir þjóðirnar báðar. Ekki verður þó hjá þvi komizt að minna enn einu sinni á þá þætti, sem hamla á móti aukinni verzlun og Qð- skiptum þessara þjóða, sér- staklega þærsamþykktir, sem gerðar hafa verið á banda- riska þinginu og hafa i för með sér mismunun gagnvart Sovétrikjunum og öðrum sósialiskum rikjum. Sovézku aðilarnir létu i ljós ánægju yfir þvi, að sjónarmið þeirra i þessu máli reyndist vera i samræmi Við sjónarmið bandarisku gestanna og i bréfi frá Ford forseta, sem lesið var upp i viðræðunum sagðist hann vilja beita sér fyrir þvi, aö þessar ákvarðarnir væru dregnar til baka, þar sem þær stönguðust á við hagsmuni Bandarikjanna. Hugh Scott og aðrir nefndarmenn töluðu i sama anda, og sagist hann sannfærður um, að Banda- rikjaþing mundi gera ráð- stafanir til þess að endurskoða þessa mismunun I viðskipta- kjörum. 1 almennri yfirlýsingu um viðræðurnar i heild sagði Scott að nefndin hefði komizt að raun um góðan vilja ráða- manna Sovétrikjanna. Þótt aðilar hefðu ekki náð sam- komulagi um öll umræðuefni skipti það meginmáli, að þeir hefðu sýnt mikinn vilja til þess að auka og efla sovézk-banda- riska samvinnu. Sovézku aðilarnir lögðu sig fram um að gera grein fyrir raunverulegri afstöðu Sovét- rikjanna i öllum þeim málum, sem til umræðu voru.og gengu ekki aðeins út frá hagsmunum rikjanna tveggja, heldur einnig þeirri vissu, að raun- hæfur árangur i jákvæðri endurskipulagningu i alþjóða- samskiptum kæmi öllum rikj- um og þjóðum til góða og sú. stefna, að draga úr viðsjám, ætti að verða óaftursnúanleg og æ almennari eftir þvi, sem hún breiddist um allan heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.