Fréttablaðið - 19.04.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 19.04.2005, Síða 38
19. apríl þriðjudagur HATTUR OG FATTUR Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ Starfsfólk Myllubakkaskóla frumsýnir íslenskt leikrit, Hattur og Fattur, með nemendum skólans. Leikarar eru nemendur úr 4. – 10. bekk. Myllubakkaskóli fékk á dögunum verðlaunin Laxnesfjöðrina. Nánari upplýsingar: www.reykjanesbaer.is KOFFORTIÐ Borgarbókasafn – Leikskólinn Maríuborg, Grafarholti Kl. 11.30 Koffortið – farandbókasafn fyrir leikskóla verður opnað í leikskólanum Maríuborg í Grafarholti. Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar kemur með bóka- bílnum, opnar Koffortið og lánar út fyrstu bókina. ATHAFNALANDIÐ – MÁLÞING Grand Hótel, Reykjavík Kl. 14 - 16.30 Stofnun Sigurðar Nordals og Verslunar- ráð Íslands efna til málþings um athafnalandið Ísland. Málþingið er haldið í minningu Ragnars Jónssonar í Smára. Aðalfyrirlesari verður dr. Itamar Even-Zohar, prófessor í merkingar- og menningarfræðum við Háskólann í Tel Aviv og forstöðumaður rannsóknarstofnunar í menningarfræðum. Frummælendur auk Itamars verða Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, og Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Nánari upplýsingar er að finna á: www.nordals.hi.is Fundargjald er 2.000 kr. SÖGUSTUND Gerðubergssafn Kl. 15 Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur kemur í sögustund og les ævintýri eftir H.C. Andersen. SÖGUSTUND MEÐ H.C. ANDERSEN Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi Kl. 15.30 Sögustund þar sem sjálfur H.C. Andersen les upp úr ævintýrum sínum. (H.C. Andersen er í raun Sigurður Skúlason leikari úr leikritinu Klaufar og kóngsdætur sem er sýnt um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu.) Litli kórinn úr Hofsstaðaskóla mætir á svæðið og syngur nokkur vel valin lög. Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir. AFTUR TIL STEINSINS Þjóðmenningarhúsið KL. 17 Njörður P. Njarðvík les ljóðið Undir regnboga úr ljóðabók sinni Aftur til steinsins sem nýkomin er út hjá JPV útgáfu. Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar, hugleiðir tengsl ljóðsins við Snorra Eddu. Sigríður Albertsdóttir bókmenntafræðingur ræðir í stuttu máli um skáldaferil Njarðar P. Njarðvík. Davíð Ólafsson bassi syngur nokkur lög inn á milli mælenda við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Ýmis tilbrigði við epli Iðunnar á vegum veitingastofunnar Matur og menning á vægu verði á meðan á dagskrá stendur. www.thjodmenning.is Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ÞJÓÐIN OG ÞÝÐINGARNAR Sjónvarpið Kl. 21.25 Sjónvarpsþáttur um þýðendur sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson gerði fyrir Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Bókamarkaður á Akureyri Bókamarkaður í Hafnarstræti 91-93 á Akureyri stendur yfir til 30. apríl. 20. apríl miðvikudagur BARNABÓKAVERÐLAUN Höfði Kl. 17 Eins og undanfarin 33 ár munu fræðsluyfirvöld í Reykjavík afhenda barnabókaverðlaun. Verðlaunin nefnast núna Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, mun afhenda tvenn verðlaun, fyrir frumsamda barnabók og þýdda barnabók. BÓKMENNTAKVÖLD - UPPLESTUR Súfistinn Kl. 20 Bókmenntakvöld á Súfistanum í boði Eddu útgáfu. Höfundar lesa úr nýlegum og væntanlegum verkum. Nánari dagskrá á www.edda.is TÓNLIST OG BESTA BARNABÓKIN Bókasafn Grindavíkur Kl. 16 Nemendur Tónlistarskólans leika tónlist og trúbador kemur í heimsókn og spilar og syngur. Tónlistin verður víða um verslunarmiðstöðina að Víkurbraut 62. Þá verður einnig dregið úr kjörseðlum á bestu barnabókinni 2004 og vinningshafi fær tvo leikhúsmiða frá Þjóðleikhúsinu á barnaleikritið Klaufa og kóngsdætur. 21. apríl fimmtudagur – sumardagurinn fyrsti BORGARBÓKASAFN Opið í aðalsafni, Tryggvagötu, frá 13 – 17 og Gerðubergssafni frá 13 – 16 á sumardaginn fyrsta. BORGARBÓKASAFN – FJÖLSKYLDUHÁTIÐ Kl. 13.30 – 16 Bókaverðir frá Foldasafni verða á fjölskylduhátíð í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. BÓKAVERÐLAUN BARNANNA Borgarbókasafn - aðalsafn, Tryggvagötu Kl. 14 Bókaverðlaun barnanna verða afhent en þema hátíðarinnar verður tengt H.C. Andersen í tilefni af afmælisári hans. Leikarar úr leikritinu Klaufar og kóngsdætur sem Þjóðleikhúsið sýnir koma í heimsókn og einnig mun Felix Bergsson skemmta gestum og segja ævintýri. Tíu börn sem tóku þátt í kosningunni um Bókaverðlaun barnanna fá viðurkenningu. Allir velkomnir! H.C. ANDERSEN Í ÞRÍVÍDD Borgarbókasafn, Tryggvagötu Kl. 14 Nemendur á leikskólabraut KHÍ sýna þrívíddarverk á safninu unnin út frá ævintýrum H.C. Andersens undir handleiðslu Svölu Jónsdóttur. ÁRBÓK BÓKMENNTANNA Bókaverslanir Bókin Árbók bókmenntanna kemur út í tilefni af Viku bókarinnar 2005. Þetta er bók með tilvitnunum fyrir hvern dag ársins. Textinn er sóttur í smiðju þeirra höfunda sem fæddir eru viðeigandi dag. Njörður P. Njarðvík tók árbókina saman. Hér er á ferðinni forvitnileg og fjölbreytt bók sem á eftir að vekja athygli. Bókin kemur í bókaverslanir í dag og verður gefin viðskiptavinum sem kaupa bækur fyrir 1500 kr. eða meira þessa viku. Vika bókarinnar Mál og menning, Laugavegi 18 Mál og menning, Mjódd Eymundsson, Kringlunni Penninn Eymundsson, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn Eymundsson, Austurstræti Penninn Eymundsson, Smáralind Bókabúðin Grímsbæ Bókabúðin Hlemmi Bókafólkið, Síðumúla Bóksala stúdenta Iða, Lækjargata Úlfarsfell, Hagamel Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði Penninn Eymundsson, Hafnarfirði Penninn - Bókabúð Keflavíkur Penninn - Bókabúð Andrésar, Akranesi Verslunin Sjávarborg, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði Penninn - Bókhlaðan, Ísafirði Bókav. Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík Eymundsson, Glerártorgi Penninn Bókval, Akureyri Bókabúð Jónasar, Akureyri Bókaverslun Þórarins, Húsavík Urð, Raufarhöfn Bókab. Ara Bogas. & E. Sigurðss., Seyðisfirði Bókabúðin Eskja, Eskifirði Tónspil, Neskaupstað Penninn - Bókabúð, Vestmannaeyjum Eymundsson - Nóatún, Selfossi Árbók bókmenntanna fæst gefins í eftirtöldum bókaverslunum:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.