Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 8
Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri Sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Súpersól til Portúgal 25. maí í 2 vikur frá kr. 39.995 Í Algarve fer allt saman sem prýða má gott frí. Frábærir skemmtigarðar, gylltar strendur, úrval veitingasta og fjölbreytt afþreying. Nú bjóðum við frábært tilboð til að njóta alls þess sem þessi heillandi staður hefur að bjóða. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 55.990 M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð. 25. maí í 2 vikur. Netverð á mann. Kr. 39.995 M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð. 25. maí í 2 vikur. Netverð á mann. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjaví R íkisstjórnarleiðtogarnir minntust þess á föstudag að liðinvoru tíu ár frá því að stjórnarsamstarf Framsóknarflokks ogSjálfstæðisflokks hófst, eftir að leiðtogar flokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, handsöluðu samstarfið á Þingvöll- um á vordögum 1995. Það er leitun að lengra stjórnarsamstarfi hér á landi, og aðeins Viðreisnarstjórnin svokallaða, sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu 1959 og starfaði fram til ársins 1971, hefur setið lengur að völdum. Það samstarf var mjög á kostnað Al- þýðuflokksins eins og oft vill verða þegar lítill flokkur starfar með stórum flokki í ríkisstjórn. Þessa hefur líka orðið vart í samstarfi nú- verandi stjórnarflokka. Framsóknarmenn hafa eflaust gert sér grein fyrir þessari stöðu eftir síðustu kosningar til Alþingis, og þessvegna verið harðir á því að þeir fengju stól forsætisráðherra síðari hluta kjörtímabilsins. Sú ákvörðun vakti ekki mikla hrifningu hjá mörgum sjálfstæðismönnum sem kunnugt er, en þá er á það að líta að þeir töp- uðu fjórum þingsætum í síðustu kosningum, en Framsóknarflokkur- inn stóð í stað, og mátti reyndar ekki við því að minnka mikið. Þetta tíu ára stjórnartímabil núverandi stjórnarflokka hefur mjög einkennst af uppgangi í efnahagslífinu. Þar um veldur að ytri aðstæð- ur hafa að ýmsu leyti verið okkur hagstæðar, framsæknir einstak- lingar og fyrirtæki hafa notfært sér það frelsi sem íslensk fyrirtæki fengu loks, og þátttaka okkar í Evrópska efnahagssvæðinu hefur bor- ið ríkulegan ávöxt, eins og glöggt sést á útrásinni margumtöluðu. Uppgangurinn í efnahagslífinu á þessum árum hefur skilað sér til all- flestra í þjóðfélaginu, en því er ekki að neita að meiri gjá er nú milli þeirra sem minna mega sín og hinna sem komast vel af. Fátækt hef- ur reyndar verið hérlendis eins og annars staðar, en fólk er opnara nú á dögum og tjáir sig gjarnan um bágan hag sinn og er ófeimið við það. Sjávarútvegsumræðan hefur gjarnan yfirgnæft önnur umræðu- efni hér á landi á undanförnum árum, en nú ber minna á henni. Kvóta- kerfið hefur verið fest í sessi og stjórnvöld þurfa því ekki að vera í eilífum útistöðum við hagsmunahópa um þau mál. Þótt fiskur og sjávarafurðir séu langstærsti og mikilvægasti útflutningur okkar, hefur hlutur sjávarútvegs í landsframleiðslunni stöðugt farið minnk- andi, því aðrar greinar hafa komið þar til. Sjávarútvegurinn heldur þó áfram að vera okkar lifibrauð. Það er ekki aðeins að hann verður áfram uppistaðan í útflutningi okkar, heldur mun þekking okkar og tækni við sjávarútveg stöðugt aukast og verða verðmætari á alþjóða- vettvangi. Eitt er það mál sem mun gnæfa yfir öll önnur á tímabili þessarar ríkisstjórnar, ef frá er talið efnahagslífið, og það er virkjunin við Kárahnjúka. Sagan ein mun dæma um það hvort hún verður veglegur minnisvarði um framsýni og dug manna hér á landi um aldamótin, eða hvort hér hefur orðið umhverfisslys. ■ 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Aðeins Viðreisnarstjórnin hefur starfað lengur en núverandi stjórn. Davíð og Halldór við stjórn í tíu ár FRÁ DEGI TIL DAGS Eitt er það mál sem mun gnæfa yfir öll önnur á tímabili þessarar ríkisstjórnar, ef frá er talið efna- hagslífið, og það er virkjunin við Kárahnjúka. Sagan ein mun dæma um það hvort hún verður veglegur minnis- varði um framsýni og dug manna hér á landi um alda- mótin eða hvort hér hefur orðið umhverfisslys. ,, Kergja í stjórnarsamstarfinu Einhver kergja virðist vera milli stjórnar- flokkanna vegna eftirlaunalaganna. Lögin sjálf urðu að miklu fjölmiðlamáli þegar þau voru samþykkt og í ljós kom að nokkrir fyrrverandi ráðherrar, sem enn voru í vinnu hjá ríkinu, fengu greidd eftir- laun ofan á þau laun sem þeir fengu fyrir. Málið vakti töluverða reiði í samfélaginu. Ýmsir töldu að með þessu væru þing- menn að skammta sér fremur ríflega. Ekki minnkaði það reiðina þegar ljóst var að fulltrúar alla flokka á þingi stóðu að frum- varpinu. Verkalýðsforystan fór mikinn í gagnrýni sinni á lögin og gekk málið það langt að sumir innan hreyfingarinnar sögðu sig úr Samfylkingingunni. Svo fór reyndar að Samfylkingin dró stuðning sinn við frumvarpið til baka. Með þeirri ágætu undantekningu sem Guðmundur Árni Stefánsson er. Allt misskilningur Nú er komið í ljós að öll gagnrýni á eftir- launalögin var á misskilningi byggð. Að minnsta kosti ef marka má orð Davíðs Oddssonar í fréttum Stöðvar 2 í fyrra- kvöld. Þar sagði hann að tvöfaldar greiðsl- ur til fyrrverandi ráðherra hefðu ekkert með síðustu breytingar á eftirlaunalögun- um að gera. Sá möguleiki hefði verið í lögunum fyrir. Sem oft áður er Davíð fastur fyrir. Hann segir nú að það standi alls ekki til að breyta lögunum um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Óánægja í Framsókn Þessi yfirlýsing Davíðs hefur vakið hörð við- brögð meðal fram- sóknarmanna. Þeir vilja endurskoða lögin og breyta þeim. Það er því kominn upp ágreiningur meðal stjórnarflokkanna um þetta mál. Hversu innilega sannfæringu Halldór Ásgrímsson og aðrir framsóknar- menn hafa fyrir því að vilja breyta lögun- um er hins vegar annað mál. Framsóknar- flokkurinn er særður eftir að hafa gengið í gegnum erfið mál undanfarið. Ber þar hæst fréttastjóramálið svokallaða. Finnst mörgum framsóknarmönnum sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði getað staðið þéttar við hlið samstarfsfélaga sinna þegar gagnrýnin stóð sem hæst og ekki síst vegna þess vilja þeir að ráðherrar Fram- sóknarflokksins láti ekki Sjálfstæð- isflokkinn komast upp með að láta lögin standa og leggja ekki fram nýtt stjórn- arfrumvarp. trausti@frettabladid.is Ég get svo sem byrjað á því að lýsa sjálfum mér sem staðföstum manni ... já, alvörugefnum einstaklingi sem hleypur ekki á eftir duttlung- um tímans og því síður nýj- ungagirninni og stundarvinsældum. Og ég gæti sagt mig andvígan rétt- indum kvenna, á móti getnaðar- vörnum og fóstureyðingum, mót- fallinn hjónaskilnuðum, með ímug- ust á hommum og lesbíum og sagt allar stofnfrumurannsóknir ættað- ar úr neðra. Og ég gæti hneykslast á rokki, úthúðað kvikmyndum fyrir klámfengi og gert alvarlegar at- hugasemdir við alla léttúð samtím- ans. Ég gæti sumsé hugnast nýjum páfa. Blessuðum Benedikt. Alveg afskaplega. En þvílíkt argasta afturhald. Margir málsmetandi kaþólikkar eru miður sín eftir að ljóst varð að þýski kardinálinn Joseph Ratzinger var kjörinn nýr trúarleiðtogi þess röska milljarðs jarðarbúa sem trúir því staðfastlega að páfinn í Róm sé arftaki Péturs postula og þiggi þannig umboð sitt beint frá Guði. Aðrir fela vonbrigði sín í bænum. Og enn aðrir ætla að bíða og sjá, vanir því að páfinn í Róm gangi hægt um gleðinnar dyr ... festina lente. En menn sumsé bjuggust við breytingum. Eða öllu heldur vonuðust. En sitja svo uppi með tæplega áttræðan trúarleiðtoga sem þykir líklegur til að færa kirkjuna aftur í aldir; þekktur fyrir andúð sína á öðrum trúar- brögðum, kunnur fyrir taum- hald sitt á allri framfarasinn- aðri hugsun, næstum alræmdur fyrir skoðanir sínar á stöðu kon- unnar. Sjálfur páfinn í Róm. Í nútímanum. Þegar Joseph Ratzinger klæddist skrúða Benedikts sext- ánda á þriðjudaginn í nýliðinni viku og baðaði út höndum sínum framan við tugþúsundir á Péturstorginu í Róm horfði ég á heiminn hökta ... svona eins og bilaðan bíl, eða bensínlausan. Hvað hefur það með staðfestu að gera að neita konum um sjálfsagðan rétt, neita prestum að kvænast og neita fólki um kynhneigð sína. Og allt í nafni hvers? Ekki Jesú Krists ... í mínum huga. Þegar nýi páfinn greip saman höndum framan við hreyfðan múg- inn í Páfagarði á þriðjudag varð mér hugsað til alls þess meirihluta kaþólskra manna sem eru fátækir íbúar Afríku og sunnanverðrar Am- eríku og horfði á hans heilagleika á svölum Vatíkansins boða stefnu sem bannar varnir gegn alnæmi, sjálfshjálp gegn fátækt og svívirðir siði frumbyggja. Og allt í nafni hvers? Ekki Jesú Krists. Þegar nýi páfinn brosti sínu blíð- asta á svölunum við bústað sinn á þriðjudag varð mér hugsað til þess að þarna stóð holdgervingur and- stöðunnar við nútíma læknavísindi og rannsóknarstarf – og að mynd- ugleiki hans væri andhverfa upp- lýsingar, fræðslu, víðsýni og umburðarlyndis. Og allt í nafni hvers? Og ég minnist orða fátækrar konu í suðurhluta Ameríkunnar sem horfði á þennan nýja leiðtoga lífs síns og spurði einfaldlega í inni- byrgðum vonbrigðum sínum: „Hvað eigum við að gera? Við erum kaþólikkar?“ Trúin er manninum mikilvæg. En það er upplýsingin sömuleiðis. Að ekki sé talað um skynsemina, þessa dásamlegu samlegð raka og tilfinninga. Öll umræðan um páfadóminn á síðustu dögum hefur vonandi sýnt mönnum mikilvægi þess að mega efast; mega efast um orð svona manns sem tekur sér eitthvert mesta trúarvald sem sögur fara af – og ... hefur ekki endilega rétt fyrir sér þótt hann sé hátt skrifaður á harðspjöld sögunnar. Já, mega hrista höfuðið af hæfilegri undrun, brosa að þeim forréttindum að fá að vera annarrar skoðunar og málsvari allt annarra lífsgilda. Á þriðjudaginn í síðustu viku fann ég til léttisins ... að vera lút- erskur. Að hafa alist upp í um- burðarlyndu samfélagi sem leyfir einstaklingnum að njóta sín; kennir fólki góða siðu en kaffærir það ekki í kreddum og ranghugmyndum um lífið sjálft. Á þriðjudaginn hugsaði ég með mér; þvílík og mikilvæg kaflaskil sem það voru þegar Ís- lendingar skiptu um sið á sextándu öld. Vissulega var kristnitakan merk, en áhrifaríkari og ánægjulegri var siðbreytingin sem reyndist sannkölluð siðbót. Vandi Rómarkirkjunnar á síðustu tímum er flótti fólks frá taktlausum trúarkreddum sem boðaðar eru af svölunum ofan við torgið hans Péturs postula. Vandi Páfagarðsins er áhuga- leysi ungs fólks á ofstæki og al- hæfingum sem standast ekki staðreyndir. Vandi kaþólskunn- ar er að hún hefur lokað sig af, falið sig fyrir umheiminum – og neitar að horfast í augu við alla þá upplýsingu og framfarir sem einkenna nýja tíma. Hún bein- línis hræðist tækifæri samtím- ans. Og henni er uppsigað við frelsið. Óttast jafnvel jafnréttið. Á ferðalögum mínum um heiminn hefur mér alltaf fund- ist heillandi að koma við í kaþólskum kirkjum. Setjast þar á bekk og hugleiða; horfa á alla þögnina sem þúsundir ára hafa safnað saman á veggina. En ég hef jafnframt virt fyrir mér jafnaldra mína – kaþólska – sem sitja ef til vill innar á bekknum og burðast með þessar ólögu- legu kennisetningar sitjandi páfa sem þeir eru efalítið and- snúnir í grundvallaratriðum. Kannski algerlega. Það hlýtur að vera skrýtið. Einu sinni ræddi ég þetta við kaþólska konu á Íslandi. Hún sagð- ist vissulega vera mótfallin mörgu því sem páfinn héldi fram en hún leiddi það einfaldlega hjá sér. Og margt væri náttúrlega alveg for- kastanlegt sem hann léti frá sér fara en hún reyndi að horfa framhjá því. Þetta er náttúrlega skrýtið. Að trúa ekki trúarleiðtoga sín- um. En trúa samt. ■ Sinn er hver siðurinn ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Öll umræðan um páfadóminn á síð- ustu dögum hefur vonandi sýnt mönnum mikilvægi þess að mega efast; mega efast um orð svona manns sem tekur sér eitthvert mesta trúarvald sem sögur fara af – og ... hefur ekki endilega rétt fyrir sér þótt hann sé hátt skrifaður á harðspjöldum sögunnar. Já, mega hrista höfuðið af hæfilegri undrun, brosa að þeim forréttindum að fá að vera annarrar skoðunar og málsvari allt annarra lífs- gilda. ,, TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.