Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 52

Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 52
KYNNUM NÆSTU KYNSLÓ‹ TÆKNI TIL HVERS KONAR BYGGINGAFRAMKVÆMDA W W W. T R I M B L E . C O M Ísmar hf. • Grandagar›ur 7-9 • 101 Reykjavík Sími: 5105100 • Fax: 5105101 • www.ismar.is © 2002 Trimble Navigation Limited. LP40 4-átta laser bendill. Ló›lína upp, ló›lína ni›ur, lárétt og hornrétt. Sjálfstillandi, einfaldur í notkun. Upplag›ur vi› uppsetningar á veggjum, flísa e›a teppalagnir LL300 Sterkbygg›asta laser tæki› á marka›inum! fiolir eins meters fall ni›ur á har›an flöt og er mjög vel varinn fyrir bleytu og óhreinin- dum Lei›réttir sig sjálfur. Au›veldur í notkun. HV301 Eitt skarpasta og fjölhæ- fasta lárétta/ló›rétta laser tæki› til margvíslegra nota úti e›a inni. Sjálvirk stil- ling me› einum takka gerir uppsetningu einfalda og fljótlega. HD150 Hra›virkur og flægilegur hand- fjarlæg›armælir sem mælir einnig og reiknar út flatarmál og rúmmál. Virkar hvort heldur er úti e›a inni me› +/- 2 mm ná- kvæmni. Dregur 150 metra. Au›velt a› mæla áhættu- laust á óa›gengilegum svæ›um. LL200 Eins manns laserbúna›ur í einni tösku. Sendir, móttakari, stöng og flrífótur í pakkanum. Borgar sig upp á einni rafhlö›unotkun – 100 tímum. 28 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Sunnudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  16.15 ÍBV og ÍR mætast í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Þetta er oddaleikur liðanna.  17.00 FH og HB mætast í Egilshöll í Atlantic bikarnum. ■ ■ SJÓNVARP  11.20 Skoski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Celtic og Rangers.  11.30 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá San Marínó- kappakstrinum.  12.30 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Portsmouth og Southampton.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Man. Utd og Newcastle.  16.10 Handbolti á Rúv. Bein útsending frá leik ÍBV og ÍR.  16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Malaga og Barcelona.  18.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Lazio og Juventus.  20.30 Golf á Sýn. Útsending frá opna Shell-Houston mótinu.  21.55 Helgarsportið á Rúv. Íþróttir helgarinnar í einum pakka. Leikið um Atlantic-bikarinn í Egilshöll í dag: Íslensk knattspyrna von- andi betra en sú færeyska FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH taka á móti Færeyjarmeisturum HB í Egilshöllinni kl. 17 í dag er keppt verður um Atlantic-bikarinn þriðja sinni en það er árlegur leik- ur á milli Íslands- og Færeyja- meistaranna. KR og HB mættust í fyrstu tvö skiptin. KR sigraði fyrra skiptið í Frostaskjóli en HB náði fram hefndum í Færeyjum í fyrra. Fréttablaðið hafi samband við fyrirliða Íslandsmeistaranna, Heimi Guðjónsson, og spurði hann að því hvernig leikurinn leggðist í hann og hvernig ástand- ið væri í herbúðum Íslandsmeist- aranna í dag. „Það eru allir heilir fyrir utan Sverri Garðarsson sem er meidd- ur. Danirnir eru allir komnir og eru klárir í slaginn,“ sagði Heimir en hann segist lítið sem ekkert vita um færeyska liðið annað en að 70 manns hafi fylgt liðinu til landsins. „Við eigum von á erfið- um leik enda lagði þetta lið KR að velli í fyrra og það sannfærandi. Við munum þurfa að hafa fyrir þessu.“ Það er farið að styttast í að Ís- landsmótið hefjist og Heimir seg- ir að svona leikir séu mjög vel þegnir á þessum tímapunkti. „Við erum alltaf að spila við sömu liðin og það er kærkomið að mæta nýjum andstæðingum. Við erum enn að slípa okkar leik enda með nýja menn í lykilstöðum og það er nokkuð verk eftir hjá okk- ur næsta mánuðinn,“ sagði Heim- ir en líta FH-ingar á það sem skandal tapi þeir leiknum? „Það er erfitt að segja. Við munum engu að síður leggja allt í sölurnar til þess að vinna þennan leik og við viljum að sjálfsögðu sýna að íslensk knattspyrna stendur framar þeirri færeysku. Við von- um það og trúum því,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH. henry@frettabladid.is LYFTIR HANN BIKAR Í DAG? Heimir Guðjónsson fékk að lyfta Íslandsbikarnum í fyrrasumar og spurning hvort hann lyfti Atlantic-bikarnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.