Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 62
Rithöfundurinn Einar Kárasonog leikstjórinn Óskar Jónas-
son eru byrjaðir á undirbúnings-
vinnu við nýja kvikmynd og
hyggjast laga hina vinsælu skáld-
sögu Einars, Stormur, að hvíta
tjaldinu. Vinnan mun enn vera á
frumstigi en þeir félagar hafa hist
og rætt málin yfir kaffi og klein-
um. Óskar gerði á sínum tíma
eina bestu mynd Íslandssögunn-
ar, Sódóma Reykjavík, og bækur
Einars hafa hingað til þótt henta
vel til kvikmyndunar og nægir þar
að nefna Djöflaeyjuna. Það er því
von á góðu þegar þessir tveir
sameina krafta sína og enn fróð-
legra verður að sjá hver verður
fenginn til að
leika athafna-
manninn
Storm en sag-
an segir að
Einar hafi
byggt per-
sónu hans
á Þórarni
Óskari
Þórarins-
syni ljós-
myndara
sem sakaði
Einar um að hafa vélað af sér
söguþráð hinnar vinsælu skáld-
sögu Þar sem Djöflaeyjan rís.
Þórarinn bjó á sínum tíma í
braggahverfi og var Einari innan
handar við gerð bókarinnar. Þór-
arinn Óskar er ekki óvanur kvik-
myndaleik þar sem hann lék
annað aðalhlutverkið í Skyttum
Friðriks Þórs Friðrikssonar
þannig að hann færi létt með að
leika „sjálfan sig“ hafi sættir í
Djöflaeyjumálinu náðst.
Með breytilegan augnlit
Hvernig ertu núna? Ég hef það bara mjög gott.
Augnlitur: Frekar breytilegur, yfirleitt grænn en stundum
blár.
Starf: Umsjónarkona Djúpu laugarinnar.
Stjörnumerki: Bogmaður.
Hjúskaparstaða: Á lausu.
Hvaðan ertu? Úr vesturbænum í Reykjavík.
Helsta afrek: Að flytja ein út til London og fara í skóla
þar.
Helstu veikleikar: Segi stundum hluti án þess að hugsa.
Helstu kostir: Ég er jákvæð og opin.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Djúpa laugin.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég á ekki uppáhaldsútvarpsþátt
en það var Tvíhöfði.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldsveitingastaður: Hackasan í London.
Uppáhaldsborg: Barcelona.
Mestu vonbrigði lífsins: Ég veit það ekki.
Áhugamál: Útivist, tónlist og leiklist.
Viltu vinna milljón? Auðvitað, hver vill ekki vinna milljón?
Jeppi eða sportbíll? Sportbíll.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það er
stóra spurningin. Tíminn leiðir það í ljós.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Jim Carrey.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Brad Pitt.
Trúir þú á drauga? Já.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Tígrisdýr.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Hæna.
Áttu gæludýr? Nei.
Besta kvikmynd í heimi: Ég á enga uppáhaldskvikmynd
en uppáhaldsleikstjórinn minn er Quentin Tarantino.
Besta bók í heimi: The Alchemist eftir Paulo Coelho.
Næst á dagskrá: Að einbeita mér að Djúpu lauginni og
gera það eins vel og ég get.
38 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Opinn fundur um
styttingu náms til stúdendsprófs
Menntaráð Reykjavíkur og SAMFOK bjóða
borgarbúum til opins fundar
um styttingu náms til stúdentsprófs
miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00-22:00
í fundarsal Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,
Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík.
Foreldrar, skólastarfsmenn og aðrir
sem áhuga hafa á fræðslumálum
eru hvattir til að mæta
Það voru þreyttir en sælir útskrift-
arnemar í Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki sem
komu til Akureyrar um klukkan 14
í gær eftir að hafa gengið frá
Varmahlíð, ýtandi á undan sér
baðkari á hjólum, fullu af KEA
skyri. Uppátækið var liður í að
fjármagna tveggja vikna útskrift-
arferð nemendanna til Spánar í
sumar en KEA og Lýðheilsustöðin
styrktu baðkarsgönguna auk þess
sem áheitum var safnað á Sauðár-
króki.
Magnús Barðdal, einn nemend-
anna og talsmaður hópsins, segir
gönguna hafa verið erfiða en
skemmtilega og gengið slysalaust
fyrir sig. „Við lögðum af stað frá
Varmahlíð klukkan sjö á föstudags-
kvöld en með þessu framtaki vild-
um við hvetja landsmenn til að
stunda göngu og heilsusamlegt líf-
erni, auk þess að safna peningum
vegna útskriftarferðarinnar.“
Magnús segir að á föstudags-
kvöld hafi verið mikil umferð en
ökumenn hafi sýnt tillitssemi og
hægt á sér þegar þeir óku framhjá.
„Baðkarið vakti mikla athygli veg-
farenda og margir hlógu mikið.
Veður var gott, stafalogn og engin
úrkoma, og létt var yfir göngu-
mönnum,“ segir Magnús.
Baðkarið stöðvaðist ekki allan
tímann og ýttu tveir til þrír nem-
endur því í senn á meðan aðrir
hvíldu lúin bein í rútu sem fylgdi
hópnum.
Magnús segir áheitasöfnunina
hafa gengið mjög vel og á meðal
bæjarbúa á Sauðárkróki safnaðist
um hálf milljón króna. „Það var
ótrúlega góð stemming fyrir þessu
framtaki okkar á Sauðárkróki og
söfnunin gekk vonum framar.
Þetta var lokahnykkurinn á fjár-
mögnun ferðarinnar til Spánar en
við höfum verið með ýmiskonar
fjáraflanir í vetur og samtals höf-
um við safnað um einni milljón
króna,“ segir Magnús.
Baðkarsgangan endaði á Glerár-
torgi á Akureyri þar sem nemend-
urnir buðu gestum og gangandi að
bragða ljúffenga KEA skyrið sem
þeir höfðu ferðast með næturlangt.
kk@frettabladid.is
Baðkarið fleytir þeim til Spánar
BROSMILDAR BAÐKARSGÖNGUDÖMUR Gulklæddar og glaðar gengu þær með skyr-
ið til Akureyrar.
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á GUNNHILDI HELGU GUNNARSDÓTTUR, UMSJÓNARKONU DJÚPU LAUGARINNAR
30.11.1978
...fær Stefán Máni rithöfundur
sem fær brátt að sjá bók sína
Svartur á leik á hvíta tjaldinu.
HRÓSIÐ
FRÉTTIR AF FÓLKI
KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ PEGASUS: STÓRTÆKT Í KVIKMYNDAGERÐ
Blóðbönd verða Farangur
Pegasus kvikmyndafyrirtækið
mun í maí hefja tökur á nýrri
kvikmynd. Verkefnið hefur
lengi vel gengið undir vinnu-
heitinu Blóðbönd en hefur nú
fengið nafnið Farangur. Það er
Árni Ólafur Ásgeirsson sem er
leikstjóri myndarinnar en hann
skrifar einnig handritið ásamt
skólafélaga sínum Denijel Wa-
sanowic. Jón Atli Jónasson kom
síðan að lokagerð þess en Far-
angur segir frá manni sem hef-
ur verið giftur í tíu ár, á tíu ára
son og á von á barni. Hann
kemst síðan að því að tíu ára
gamli strákurinn er í raun ekki
sonur hans og veldur það nokk-
urri upplausn í hjónabandinu
eins og gefur að skilja.
„Það er Hilmar Jónsson sem
fer hlutverk mannsins en verið
var að ganga frá samningum við
leikkonu og þau mál ættu að
skýrast á næstu dögum,“ segir
Snorri Þórisson, framkvæmda-
stjóri Pegasus.
Pegasus situr ekki auðum
höndum þessa dagana því kvik-
myndin Napóleonsskjölin sem
byggð er á sögu Arnalds Indrið-
arsonar er nú á þróunarstigi hjá
fyrirtækinu og segir Snorri að
margir hafi komið að því verk-
efni. „Nú erum við og handrits-
höfundurinn Paul Da Silva að
vinna að gerð handrits,“ sagði
Snorri og kvaðst vera bjartsýnn
á að myndin kæmist í fram-
leiðslu enda væri um að ræða
mjög stórt verkefni.
freyrgigja@frettabladid.is
HILMAR JÓNSSON Leikur í nýrri mynd sem kvikmyndafyrirtækið Pegasus er með á sínum snærum. Henni er leikstýrt af Árna Ólafi Ás-
geirssyni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K