Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 2
2 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í Belgrad:
Líkur á framsali Mladic
SERBÍA, AP Ratko Mladic, fyrrver-
andi hershöfðingi Bosníu-Serba,
kann að verða framseldur til
stríðsglæpadómstólsins í Haag
bráðlega, að því er aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna lét
hafa eftir sér í gær. Hann boðaði
ennfremur að Bandaríkjastjórn
hygðist aflétta frystingu tíu millj-
óna dala greiðslu sem hún hafði
áður samþykkt að veita til upp-
byggingar í Serbíu og Svartfjalla-
landi.
„Það er einlæg von okkar að
Serbía muni nú taka síðustu skref-
in sem nauðsynleg eru til að fá
Mladic hershöfðingja sendan til
Haag þar sem hann verði látinn
svara til saka fyrir þá glæpi sem
hann stýrði er 8.000 karlmenn og
drengir voru myrtir í Srebrenica,“
sagði Nicholas Burns, einn aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, eftir viðræður við fulltrúa
Serbíustjórnar í Belgrad í gær.
Í janúar síðastliðnum hafði
Bandaríkjaþing ákveðið að frysta
skyldi tíu milljóna hjálpargreiðslu
til Serbíu vegna meintrar ófull-
nægjandi samvinnu ráðamanna
þar við stríðsglæpadómstólinn í
Haag. Síðan þá hafa nokkrir
Serbar verið framseldir til dóm-
stólsins. ■
Sakborningur segist hafa misst stjórn á skapi sínu:
Sex mánu›i fyrir rassskellinguna
DÓMSMÁL Sævar Óli Helgason
var í gær dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir að rjúfa skilorð
með því að rassskella leikskóla-
kennara sem lagði fyrir inn-
keyrslu hans í fyrrahaust.
Dómurinn kom Sævari á
óvart. „Já þetta kom mér óvart.
Ég viðurkenni það að ég missti
stjórn á skapi mínu en mér
finnst þetta alltof strangur dóm-
ur“.
Tveir mánuðir dómsins eru
óskilorðsbundnir og þarf Sævar
því að sitja í fangelsi í þann
tíma. „Ég skil ekki af hverju ég
þarf að fara í fangelsi fyrir
þetta. Ég reikna með því að
áfrýja dómnum, en ég á eftir að
ráðfæra mig við lögfræðing
minn.“
Árás Sævars þótti niðurlægj-
andi og ófyrirleitin. Hann brást
æstur við því þegar konan steig
út úr bíl sínum við innkeyrsl-
una, og eftir orðaskipti skellti
hann henni upp á vélarhlíf bíls-
ins og rassskellti hana nokkrum
sinnum þéttingsfast.
Sævar Helgi hafði áður hlotið
dóma fyrir líkamsárásir.
- mh
Fellur á formsatri›um
Umhverfismat ver›ur a› fara fram vegna álversframkvæmdanna á Rey›ar-
fir›i. fietta var sta›fest í Hæstarétti í gær flegar dómur héra›sdóms í máli
Hjörleifs Guttormssonar gegn íslenska ríkinu var sta›festur. Umhverfisrá›-
herra segir máli› hafa falli› á formsatri›um sem ekki var rétt a› sta›i›.
DÓMSMÁL Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi alþingsmaður og ráð-
herra, vann í gær mál sem íslenska
ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál
höfðu áfrýjað, eftir að héraðsdóm-
ur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á ár-
inu.
Í þessu máli var
deilt um lögmæti
umhverfismats og
veitingar starfs-
leyfis álvers í
Reyðarfirði.
Þegar ákveðið
var að reisa álver
með 322 þúsund
tonna framleiðslu-
getu á ári, komst
skipulagsstofnun
að því að ekki
þyrfti að fara fram
umhverfismat fyr-
ir þá framkvæmd,
þar sem mat fyrir
fyrirhugað álver
með 420 þúsund
tonna framleiðslu-
getu hafði þegar
farið fram.
Hjörleifur kærði þá ákvörðun til
umhverfisráðherra, sem staðfesti
hins vegar niðurstöðu skipulags-
stofnunar.
Í kjölfarið veitti Umhverfis-
stofnun starfsleyfi vegna fram-
kvæmdarinnar, og kærði Hjörleif-
ur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru
var vísað frá.
Bæði héraðsdómur og Hæsti-
réttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í
vil, og því verður að fara fram nýtt
umhverfismat vegna álversfram-
kvæmdanna í Reyðarfiði.
Hjörleifur var ánægður með
dóminn. „Ég og Atli Gíslason, lög-
maður minn, fögnum þessu og mér
finnst gott að vita til þess að hægt
sé að treysta dómstólum til þess að
takast á við svona stór mál með
þessum hætti“.
Sigríður Anna Þórðardóttir, um-
hverfisráðherra, segir dóminn hafa
komið á óvart. „Það eru vonbrigði
að þetta hafi fallið svona, en það er
ljóst að málið fellur á formsatriðum
sem ekki var rétt að staðið á sínum
tíma, að mati Hæstaréttar“.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið
taka þessu. „Við erum þegar byrjuð
undirbúningsvinnu vegna um-
hverfismatsins. Þessi dómur mun
ekki hafa nein áhrif á framkvæmd-
irnar svona við fyrstu sýn, þótt
þetta hafi verið vonbrigði og komið
á óvart“. magnush@frettabladid.is
MAHMOUD ABBAS
Heimsótti Gaza-svæðið til að reyna að
tryggja áframhaldandi frið á milli fylkinga.
Hæstiréttur Ísrael:
Landtöku-
menn fari
JERÚSALEM, AP Hæstiréttur Ísraels
úrskurðaði í gær að fyrirhugaður
brottflutningur Ísraelsstjórnar á
landtökumönnum frá Gaza-svæð-
inu væri lögmætur. Þar með var
rutt úr vegi síðustu lagalegu
hindrun þessarar áætlunar Ariels
Sharon, forseta, sem miðar að því
að bæta samskipti Ísraela og
Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, leiðtogi
Palestínumanna, átti fund með
uppreisnarhópum á Gaza-svæðinu
í gær. Hann reyndi að sannfæra
þá um að halda friðinn til að
tryggja að ekki komi babb í bátinn
í friðarferlinu sem horfir nú til
betri vegar en oft áður. ■
Sjóvá dæmt til greiðslu bóta:
Ástflór fær
bætur
DÓMSMÁL Sjóvá-Almennum var í
gær gert að greiða Ástþóri Magn-
ússyni 400 þúsund krónur í bætur,
fyrir skemmdir á bíl hans sem
tekin var ófrjálsri hendi í mars
síðast liðnum.
Ekki taldist sannað að konan
hefði haft heimild til þess að
keyra bifreiðina og því var trygg-
ingafélaginu gert að greiða Ást-
þóri málskostnað. - mh
Alltaf einfalt
www.ob.is
14 stöðvar!
SPURNING DAGSINS
Kristinn, eru fletta sleggju-
dómar í Dagn‡ju?
„Ja, mér þykir hún farin að ganga úr
skaftinu.“
Dagný Jónsdóttir alþingiskona segir flokksbróður
sinn, Kristin H. Gunnarsson, vera ástæðuna fyrir
döpru gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönn-
unum. Kristinn hefur viðurnefnið sleggja.
SIGRÍÐUR ANNA
ÞÓRÐARDÓTTIR
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Í HÆSTARÉTTI Dómurinn sem féll í gær er ekki talinn tefja
framkvæmdir á Reyðarfirði. Atli Gíslason og Hjörleifur Guttormsson voru ánægðir eftir að
dómur hafði fallið.
TÓMAS MÁR SIG-
URÐSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Eiturlyfjasmyglari dæmdur:
Tólf mána›a
fangelsi
DÓMSMÁL Tuttugu og níu ára gam-
all maður var í Héraðsdómi
Reykjavíkur dæmdur í eins ár
fangelsi fyrir smygl á rúmlega
200 grömum af kókaíni frá Þýska-
landi til Íslands.
Maðurinn var með efnið innvort-
is og þurfti hann að gangast undir
aðgerð til þess að losa sig við efnin.
Í dómnum var tekið tillit til
þess að maðurinn játaði verknað-
inn, en einnig var horft til þess að
um sterkt og ávanabindandi efni
var að ræða og ætla má að það
hafi verið ætlað til sölu. - mh
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
BURNS Í BELGRAD Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á
blaðamannafundi eftir viðræður í Belgrad í gær.
SVIPÞUNGUR BJÖRGÓLFUR Björgólfi var
heitt í hamsi þegar hann svaraði Valgerði í
gær. Myndin er samsett.
Björgólfur um Valgerði:
Erfi›leikar
Framsóknar
ÍSLANDSBANKI Björgólfur Guð-
mundsson svaraði Valgerði Sverr-
isdóttir iðnaðarráðherra í gær eftir
að Valgerður sagði í gærmorgun
óæskilegt að Björgólfsfeðgar eign-
uðust Íslandsbanka og að þeir ginu
yfir öllu kviku á markaði.
Björgólfur benti á að það hefði
verið Burðarás sem keypti Íslands-
banka, en þeir hafi nú selt hlut sinn
í Eimskipum. Þá sé Landsbankinn
hlutafélag sem njóti mikils trausts
meðal viðskiptamanna sinna, þótt
öðru máli kynni að gegna um
Framsóknarflokkinn og kjósendur
hans. Valgerður og Framsóknar-
flokkurinn yrðu að leysa sína inn-
byrðis erfiðleika án þess að draga
aðra inn í þá. - grs
SÆVAR ÓLI HELGASON Sævar segir dóminn hafa komiðsér mikið á óvart. Hann rassskellti
leikskólakennara fyrir að leggja ólöglega fyrir framan innkeyrslu sína.