Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 28
UPPSKRIFT George Holmes matreiðslu- maður er ástríðukokkur og galdramaður í eldhúsinu. Hann tekur ekki annað í mál en að fá að elda fyrir ljós- myndara og blaðamann þegar hann er beðinn um indverskar uppskriftir á matarsíður blaðsins. George kemur langt að, frá Goa á vesturströnd Indlands. Hann kom til Íslands fyrir fjórum árum og hefur verið matreiðslumaður á Naustinu, Einari Ben og Kaffi Reykjavík. Nú hyggst hann opna nýjan indverskan stað á Frakka- stígnum sem á að heita Indian Mango og þar ætlar hann að bjóða upp á indverska rétti eins og þeir eru eldaðir á hans heimaslóðum, í hafnarborginni Goa. Þar að auki verður hann með indversk mat- væli eins og sósur, krydd, te og kaffi. Staðurinn verður opnaður í byrjun júlí. George og eiginkona hans, Sigurbjörg Níelsdóttir, taka hlý- lega á móti gestunum og bjóða til sætis í stofunni. George er á kafi í matseldinni og ilmurinn er engu líkur, eiginlega ærandi góður. „Hann er ekki bara matreiðslu- maður, hann er ástríðukokkur,“ segir Sigurbjörg brosandi og það fer ekki á milli mála. Georg legg- ur sig allan í matreiðsluna og hug- ar að hverju smáatriði. Hann hef- ur ferðast víða, ekki síst í þeim til- gangi að viða að sér reynslu og þekkingu í matargerð. „Ísland hefur verið mér svo gott,“ segir hann. „Nú langar mig að gefa eitt- hvað til baka til Íslendinga og opna þeim nýja sýn í matarmenn- ingunni.“ George var ekki alinn upp í fá- tækt þó fátækt sé gríðarleg í hans heimalandi og milljónir lifi nær eingöngu á hrísgrjónum og flat- kökum. „Nei, við höfðum alltaf nóg,“ segir George, „en hugsunarhátt- urinn er annar og fólk er mjög nægjusamt. Ég var farinn að elda með mömmu tíu ára gamall og þetta hefur alltaf verið mín helsta ástríða í lífinu.“ Nú er George tilbúinn með for- réttinn og býður til borðs. Fyrst er þó skálað í dásamlegum mangó- drykk, þar sem uppistaðan er mjólk, hunang og mangó. Að vera í matarboði hjá George er eins og að vera staddur á fimm stjörnu veitingastað. Hann raðar réttun- um af listfengi á diskana og skreytir hvern og einn þannig að maður tímir næstum ekki að ráð- ast til atlögu. En það er ekkert hægt að hemja sig lengur. Í forrétt bauð George upp á rækjufyllt papadom. Í aðalrétt var bakaður fiskur og í eftirrétt döðlu-, hnetu- og súkkulaðiturn ásamt heimatilbúnum sesamís. Maturinn var himneskur og greinilegt að Georg kann ekki bara að fara með hráefni og krydd heldur eldar með hjartanu. Hér á síðunni eru uppskriftir að réttunum, en þeir munu verða á matseðli nýja staðarins, Indian Mango, ásamt fjölda annarra rétta sem gefa þessum örugglega ekkert eftir. edda@frettabladid.is RÆKJUFYLLT PAPADOM 8 venjulegar eða kryddaðar papadom (þunnar kökur, mikið notaðar á Ind- landi, búnar til úr mismunandi linsu- baunum). 1 msk. hveiti jurtaolía til að djúpsteikja Fylling: 1 msk. jurtaolía 1 fínsaxaður laukur 1 tsk. fínsaxaður hvítlaukur 1 tsk. fínsöxuð engiferrót 1 tsk. mulinn svartur pipar 1/4 tsk. mulinn kóríander 1/2 tsk. mulið túrmerik 200 g stórar rækjur 2/3 bolli soðnar kartöflur, skornar í meðalstóra bita 1 msk. safi úr sítrónu 1/2 tsk. salt, eða eftir smekk 2 msk. fersk söxuð kóríanderlauf 1 tsk. mangóduft Fylling: Hitið olíuna á pönnu, setjið lauk, hvítlauk, engifer og svartan pip- ar á pönnuna. Steikið þar til laukur- inn er mjúkur. Bætið kóríander, túr- merik og rækjum á pönnuna. Steikið í 3-4 mínútur, bætið þá kartöflum, sítrónusafa og salti. Dreifið söxuðum kóríanderlaufum og mangódufti jafnt yfir. Hrærið vel, takið til hliðar og látið kólna. Vætið papadom-kökurnar í volgu vatni í 5-7 mínútur, þerrið. Búið til „hveitilím“ úr hveitinu með því að hræra það upp í örlitlu vatni. Látið fyllingu á aðra hlið papadom-kök- unnar. Rúllið upp, brjótið hliðarnar inn þegar rúllað er upp. Festið enda með hveitilíminu. Hitið olíuna í 180˚C, djúpsteikið ca. 1,5 mín. á hvorri hlið. Þerrið og berið fram heitar með chutney og salati. BAKAÐUR FISKUR 1 kg hvítur fiskur 1/2 kókoshneta, má nota kókosmjöl 1 bolli þykk kókosmjólk 2 meðalstórir laukar 6 hvítlaukslauf 2,5 cm engiferrót 6 rauð chilli (mjög sterkt að nota 6, eitt er nóg fyrir meðal Íslending) 1 tsk. cummin-fræ 1 msk. kóríanderfræ 1 tsk. garam masala 1/2 tsk. túrmerik 1 msk. edik 1 tsk. sykur 2 stórir tómatar, skrældir og sneidd- ir Salt eftir smekk Stráið túrmerik og salti á fisk- inn. Blandið kókoshnetukjöti, lauk, hvítlauk, engiferrót, chilli og öllu kryddinu saman í matvinnsluvél og maukið. Hitið 1 msk. olíu á pönnu, steikið tómatsneiðarnar þar til þær verða mjúkar. Setjið maukið úr matvinnslu- vélinni og restina af hráefnunum saman við og hrærið vel. Smyrjið blöndunni á fiskinn og bakið í eld- föstu móti. Skreytið með ferskum kóríanderlaufum. DÖÐLU- HNETU- OG SÚKKULAÐITURN 200 g súkkulaðikaka, mulin 200 g brætt Valhrona 70% súkkulaði (eða annað gæða 70% súkkulaði) 75 g saxaðar döðlur 100 g saxaðar hnetur 1 tsk. fimmkrydd (fæst hjá Nings) Öllu blandað mjög vel saman, sett í mót, kælt. Skerið í sneiðar, velgið í bakaraofni við 100˚ C hita í ca. 5 mínútur. Borið fram volgt með vanilluís. Grillaðir ávextir Auðvelt er að skella ávöxtum á grillið og borða þá með ís og rjóma, eða jafnvel með mygluostum. Apríkósur eru ljúffengar grillaðar hálfar og mangó í sneiðum. Ef þeir eru settir beint á grindina þarf að pensla þá fyrst með olíu eða það er hægt að setja þá á álpappír.[ ] Fá›u morgunkoss fyrir matinn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 0 8/ 20 04 Að elda indverskt með hjartanu GEORGE eldar mat af miklu listfengi og kallar fram það besta í hráefninu. DEAKIN ESTATE: Silkimjúkt hvítvín frá Victoria Ástralar hafa löngum verið kunnastir fyrir hvítvín sín, sérstaklega úr þrúgunni chardonnay. Deakin Estate Chardonnay er ljúffengt silkimjúkt hvítvín frá Victoria-héraðinu. Þrúgur úr ýmsum víngörð- um voru tíndar í þetta vín til að ná fram einkenn- um og þroska þrúgnanna sem fram koma í hvítvíninu. Hvert svæði fékk að gerjast sér en var svo blandað saman til að sameina sérkennin og eikina. Þetta er fölgult vín með angan af fersk- um ferskjum og melónu með eikarívafi. Á grill- inu í sumar fer þetta vín vel með fiskréttum og þolir vel sítrónu í réttinum, kjúklingi, hvítu kjöti og svo salati. Gott með mildum ostum. Vínið hef- ur eins og mörg vín frá Deakin Estate fengið afar góða dóma. Þannig gefur vínskríbentinn Mike Frost því 88 í einkunn og telur það sérstaklega góð kaup og undir það tekur Paddy Kendler í Herald Sun, sem gefur því fjórar stjörnur í ein- kunn. Verð í Vínbúðum 1.190 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.