Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,11 64,41 116,93 117,49 78,47 78,91 10,54 10,60 9,91 9,97 8,54 8,59 0,60 0,60 94,42 94,98 GENGI GJALDMIÐLA 09.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,22 +0,22% 4 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR NATO fer inn í Súdan: Fimm flúsund fri›argæsluli›ar BRUSSEL, AP Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna lögðu lokahönd á skipulagningu fyrsta verkefnis bandalagsins í Afríku á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í Brus- sel í gær. Í verkefninu felst að flytja fimm þúsund afríska friðargæslu- liða til hins stríðshrjáða Darfur- héraðs í Súdan. Afríkubandalagið sér þó áfram um umsjón friðar- gæslustarfa í héraðinu. Banda- ríkjamenn munu fljúga friðar- gæsluliðum frá Rúanda og Frakk- ar, undir fána Evrópusambands- ins, munu fljúga friðargæslulið- um frá Senegal. Súdanski stjórn- arherinn hefur undanfarin miss- eri staðið fyrir fjöldamorðum á íbúum Darfur-héraðsins og erfitt hefur reynst að stilla til friðar. Einnig stendur til að Atlants- hafsbandalagið bæti sérstaklega við herliði til að fylgjast með þingkosningum sem fyrirhugaðar eru í Afganistan í september. Þá verða fluttir þrjú þúsund her- menn til viðbótar til landsins. Þessar aukaherdeildir munu út- vega sérstaka vernd fyrir þúsund- ir frambjóðenda og gæta kjör- staða. Að mati sambandsins eru kosningarnar lykilatburður í lýð- ræðisþróun landsins. ■ Jafnrétti á Akureyri: Slökkvili› fyrst tilbúi› SVEITARFÉLÖG Slökkvilið Akureyrar hefur fyrst stofnana bæjarins sett sér jafnréttisáætlun í samræmi við jafnréttislög og jafnréttis- stefnu bæjarins. Á vef Akureyr- arbæjar kemur fram að frá því um áramót hafi margar stofnanir bæjarins unnið að gerð jafnréttis- áætlana, þar á meðal grunnskólar bæjarins, Framkvæmdamiðstöð, Heilsugæslustöð og Öldrunar- heimili. „Jafnréttislög gera ráð fyrir að öll fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn setji sér jafnréttisáætlun,“ segir á vefnum, en í þeim áætlunum skal kveða á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum rétt- indi jafnréttislaga. -óká SS BORGAR MEST Hæst verð fyr- ir nautgripaafurðir sínar fá bændur nú hjá Sláturfélagi Suð- urlands, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda, en félagið hækkaði í gær verð í fjórtán flokkum. Þá segir að Slát- urhúsið Hellu hafi einnig hækkað verð í fyrradag. „Munar nú tölu- vert miklu á þessum tveimur sláturhúsum og öðrum á land- inu,“ segir á vefnum. MEGA EKKI MJÓLKA MINNA Nýtt yfirlit Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sýnir að mjólkur- framleiðsla í maí hafi verið svipuð og í fyrra, 10,4 milljónir lítra. „Í hönd fara nú sumarmán- uðirnir og miðað við óskir mjólkuriðnaðarins um kaup á umframmjólk er ljóst að fram- leiðslan má ekki verða minni en á sama tíma í fyrra,“ segir á vef Landssambands kúabænda og bent á að bændur þurfi að mjólka 28,9 milljónir lítra út ágúst ef framleiða eigi upp í kröfur iðnaðarins. COLIMA ELDFJALLIÐ Í MEXÍKÓ Rýma þurfti nálæg þorp þegar fjallið hóf að gjósa. Sprengigos í Mexíkó: Íbúar í ná- grenninu flú›u MEXÍKÓBORG, AP Rýma þurfti heilu þorpin eftir að Colima eldfjallið hóf að gjósa í gær á ný en virkni hefur verið talsverð í því síðustu vikur. Aska og vikur þeyttust upp í meira en fimm kílómetra hæð og rigndi eldi og brennisteini í orðsins fyllstu merkingu yfir nálæg héruð. Fjallið gýs með stuttum hléum og kom fyrsta gusan í þessari hrinu á fimmtudaginn í síðustu viku, svo aftur á sunnudaginn og loks kom stærsta sprengingin í gær. Vísinda- menn segja að þetta sé stærsta gos- ið á þessu virknisvæði í áratugi. Alls þurfti að rýma landsvæði í rúmlega 11 kílómetra radíus frá þessu tæplega fjögur þúsund metra háa eldfjalli og enn er alveg óljóst hvenær hægt verður að af- lýsa hættuástandi. ■ Ofbeldismaður fundinn sekur: Slapp vi› refsingu DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri slapp við refsingu eftir að hann var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa gengið í skrokk á öðrum manni og lamið hann ítrekað í höfuðið. Hinn ákærði hafði áður fengið nokkra dóma fyrir fíkniefnabrot og þjófnaði. Hann var í febrúar á þessu ári dæmdur í tuttugu mán- aða fangelsi í Malmö í Svíþjóð fyr- ir fíkniefnasmygl. Í ljósi þess að dómur ákærða er hegningarauki við sænska dóminn, þótti ekki nauðsynlegt að refsa manninum frekar. - mh Sunddeild Ármanns stendur fyrir sundnámskeiðum í samvinnu við ÍTR Boðið er upp á námskeið í Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Sundhöll Reykjavíkur. Námskeið I: 13. júní – 30. júní Námskeið II: 4. júlí – 21. júlí Námskeið III: 25. júlí – 11. ágúst Kennt er á: mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudögum. kl. 09.00-10.00 lengra komnir kl. 10.00-10.45 byrjendur kl. 11.00-11.45 byrjendur kl. 13.00-13.45 lengra komnir kl. 14.00-14.45 byrjendur Hvert námskeið eru 12 tímar og kostar kr. 4.800 Nánari upplýsingar og skráning: 822-2456 thorunng@internet.is www.armenningar.is LANDBÚNAÐUR VEÐRIÐ Í DAG JOHN REID OG DONALD RUMSFELD Varnarmálaráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í Brussel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EINKAVÆÐING „Það er verið að skoða þessi mál með tilliti til eignar forsætisráðherra, ættar- tengsla og þess hvernig þetta spilar saman við þá atburðarás sem átti sér stað,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að rannsaka hvort Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra sem jafnframt á sæti í ráðherranefnd um einkavæðingu, hafi verið vanhæfur til að fjalla um söluna á Búnaðarbankanum vegna eign- ar ráðherrans og fjöl- skyldu hans í Skinney- Þinganesi. Fjárlaganefnd ákvað á fundi sínum á mið- vikudag að afskiptum nefndarinnar af e i n k a v æ ð i n g u ríkisbankanna væri lokið. Aðspurður sagði Sigurður það fyrst og fremst umræðu á fundi fjárlaganefndar á miðvikudag sem hafi orðið til þess að ákveðið var að taka málið fyrir. „Það voru ákveðnir nefndarmenn sem voru að vekja athygli á málinu og að þetta væri eitthvað sem þyrfti að svara og fá nánari upplýsing- ar um. Nú er verið að afla upp- lýsinga og draga fram það sem telst nauðsynlegt um eignarhluti og það hvernig þetta tengist sam- an,“ sagði Sigurður. Hann sagðist ekki vita hversu langan tíma a t h u g u n i n tæki né gat hann svarað því hvaða áhrif yrðu af því ef forsætisráðherra yrði talinn vanhæfur í málinu. Sigurður Líndal laga- prófessor segir að erfitt sé að sjá hvernig slíkt mál myndi þróast ef forsætisráðherra yrði talinn van- hæfur en hér væri fyrst o g fremst verið að vísa til hæfisskil- yrða stjórnsýslulaga. „Fræðilega séð gæti það leitt til vantrausts á ráðherra en það er Alþingis að ákvarða viðbrögð. En í raun er það þannig að hver sá sem teldi á sig hallað gæti höfðað mál til ógildingar sölunni. Ríkisendur- skoðun er ekki dómstóll,“ segir Sigurður. hjalmar@frettabladid.is Hæfi Halldórs í bankasölu rannsaka› Ríkisendursko›andi rannsakar hvort eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans valdi flví a› hann hafi veri› vanhæfur vi› sölu á Búna›arbankanum. Sigur›ur fiór›arson segir veri› sé a› afla gagna um eignarhluti og atbur›arás. SIGURÐUR LÍNDAL xÞeir sem telja hlut sinn skertan geta leitað til dómstóla til að fá leiðréttingu. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON xVerið er að rannsaka hæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna eignar í Skinney-Þinganesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.