Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 12
MÓÐURÁST Hegrinn fer vel með afkvæmi sín og þessi fugl er engin undantekning frá því þar sem hann tekur ungviði sitt undir sinn verndarvæng í bókstaflegri merkingu. Þau mæðginin búa á bökkum Brahmaputra-fljótsins í Indlandi. 12 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR Ólafur F. Magnússon berst fyrir húsum við Laugaveg: Stefán sakar Ólaf F. um málflóf SKIPULAGSMÁL Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi lagði til á síð- asta borgarstjórnarfundi að heim- ildir til niðurrifs sjö gamalla húsa yrðu dregnar til baka. Húsin eru milli Smiðjustígs og Vatnsstígs og fimm þeirra eru frá 19. öld. Var tillögunni vísað til skipulagsráðs og lýsti Ólafur sérstaklega furðu sinni á að vinstri grænir skyldu stuðla að þeirri niðurstöðu. Ólafur bar upp áþekka tillögu á borgarstjórnarfundi þann 17. maí, þá um fjögur hús milli Smiðjustígs og Vatnsstígs. Stefán Jón Hafstein, starfandi forseti borgarstjórnar, gerir al- varlegar athugasemdir við vinnu- brögð Ólafs í málinu. „Þetta jaðr- ar við málþóf,“ segir Stefán. „Þetta er á mjög gráu svæði þó fundarsköp banni þetta ekki. Það gengur ekki upp að koma með nokkur húsnúmer inn á hvern ein- asta borgarstjórnarfund þegar borgarstjórnin er búin að ræða um málið í heild.“ Ólafur hafnar því alfarið að þetta sé málþóf. „Mér finnst forkastanlegt að verið sé bregða fæti fyrir þessa umræðu. Þetta er ekkert annað en tilraun til að kæfa málið.“ Ólafur kveðst nota þessa aðferð til fá fram umræðu um hvert hús í borgar- stjórn. „Ekki veitir af, vegna lítillar þekkingar og áhugaleysis sumra borgarfulltrúa á elstu byggð- inni.“ ■ Aukaatri›i a› selja kjöti› Í sk‡rslu Náttúruverndarsamtaka Íslands er dregi› í efa a› hvalvei›ar geti or›i› ar›samar. Hvalvei›i- menn eru ósammála flessu og segja enga marka›ssetningu hafa fari› fram hér á landi. HVALVEIÐAR Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Náttúru- verndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare er kostnaður við hval- veiðar í vísindaskyni mun meiri en þær tekjur sem hafa mætti af sölu afurðanna. Reynslan af markaðssetningu á Íslandi, Nor- egi og Japan gefi til kynna að neytendamarkaður fyrir hvalkjöt sé lítill og fari minnkandi, segir einnig í skýrslunni. Ekki er þó tekin afstaða til þess í skýrslunni hvort markaðsað- stæður fyrir sölu hvalkjöts gætu hugsanlega orðið vænlegar í framtíðinni. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtakanna, segir ekki vera hægt að draga almennar ályktanir um arðsemi hvalveiða af skýrslunni. „Við töldum engu að síður nauðsynlegt að gerð yrði heildarúttekt á því hvernig staðan er í dag.“ Náttúruverndarsamtök- in telja að hvalaskoðun sé hag- kvæmari kostur fyrir Íslendinga en hvalveiðar. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, gefur ekki mikið fyrir skýrsluna. „Um leið og þú sérð hverjir standa að skýrslunni veistu niðurstöðurnar fyrirfram. Þeir eru einfaldlega á móti hval- veiðum. Skýrsla frá þessum aðil- um getur aldrei orðið hlutlaus um- fjöllun.“ Kristján bendir á í þessu sambandi að tilgangur vísinda- veiðanna sé fyrst og fremst að vita hvað hrefnurnar éti, en sala á kjötinu sé algjört aukaatriði. Gunnar Jóhannsson, sem veitt hefur hrefnu undanfarin ár, segir margt við skýrsluna að athuga. Hann segir enga markaðssetn- ingu hafa verið í gangi á Íslandi. „Við höfum lagt áherslu á að selja ekki allt það kjöt sem höfum í einu, heldur viljum við geta boðið upp á það allt árið. Við erum með viðskiptavini sem hafa keypt af okkur kjöt aftur og aftur.“ Gunnar bendir einnig á að síðustu ár hafi aðeins verið seld hrefna, en mun fleiri tegundir hvala hafi verið veiddar forðum. grs@frettabladid.is M YN D /A P ÓLAFUR Í PONTU Ólafur F. Magnússon á borgarstjórnarfundi VIÐ KJÓSUM ÞINN FLOKK, SAMA HVER HANN ER! Í BLÓÐBANKANN ERU ALLIR BLÓÐFLOKKAR VELKOMNIR. ÞAÐ ER NÆGILEGT MAGN AF BLÓÐI Í SAMFÉLAGINU, EN ÞVÍ MIÐUR ALLTOF FÁIR Í FRAMBOÐI. ÞAÐ VERÐUR AÐ BREYTAST. ERTU MEÐ ÞETTA Í BLÓÐINU? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 84 26 06 /2 00 5 KRISTJÁN LOFTSSON Telur ekki mikið að marka það sem kemur frá Náttúrverndar- samtökunum. HREFNUVEIÐAR VIÐ ÍSLAND Einungis hrefna hefur verið seld hér síðastliðin ár. Gagn- rýnendur skýrslunnar benda á að mun fleiri hvaltegundir hafi á sínum tíma verið veiddar en skýrslan byggi einungis á hrefnum. Allsherjarverkfall í Simbabve: Mótmæla handtökum HARARE, AP Tveggja daga allsherjar- verkfall hófst í Simbabve í gær. Til verkfallsins var boðað til að mót- mæla aðgerðum ríkisstjórnar Ro- bert Mugabe, sem hefur nú látið handtaka meira en þrjátíu þúsund fátæka íbúa landsins fyrir litlar sem engar sakir. Áætlun Mugabes til að draga úr fátækt í landinu hefur svipt fjölda fólks heimili sínu og nú er svo kom- ið að í landinu eru um 200 þúsund heimilislaus. Stjórnarherinn hafði mikinn við- búnað í gærmorgun þegar verkfall- ið hófst, til að koma í veg fyrir upp- steyt. Mótmæli fóru þó að mestu leyti friðsamlega fram. ■ ROBERT MUGABE Forseti Simbabve hefur látið handtaka þúsundir fátækra íbúa landsins fyrir litlar sakir. M YN D /A P LÖGREGLUFRÉTTIR VINNUSLYS Á GRUNDARTANGA Rúmlega tvítugur karlmaður frá Reykjavík féll við nýbyggingu ál- versins á Grundartanga í fyrradag og handleggsbrotnaði. Tildrög slyssins eru í rannsókn. ÁRNI FINNSSON KYNNIR SKÝRSLUNA Samkvæmt skýrslu sem Náttúruverndar- samtök Íslands létu vinna þá er ekki mark- aður fyrir hvalkjöt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.