Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 16
Í kjölfar hryðjuverka í nágranna- löndum okkar smjúga klisjukenndar staðhæfingar inn um augu okkar og eyru: „Atlaga að vestrænum gildum, árás á okkar opna þjóðfélag og starfshætti hins frjálsa markaðar, tilræði öfgasinnaðra trúarofstækis- manna við lýðræðið.“ Það er því ómaksins vert að staldra við um stund og kanna hverjir eru horn- steinarnir undir samfélagi okkar, lýðræðinu og hinum frjálsa markaði. Til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir, verið meðábyrg um stjórn landsins og varið fé okkar með skynsamlegum hætti þurfum við að hafa greiðan aðgang að sönnum upp- lýsingum um gang mála og við verð- um að geta treyst þeim, sem við um stundarsakir höfum falið stjórn landsins eða við höfum afhent fjár- magn okkar til að ávaxta það í fyrir- tækjum heima eða erlendis. Horn- steinar þessa opna samfélags okkar eru með öðrum orðum: Sannleikur og traust. Og það eru ekki öfgasinn- aðir trúarofstækismenn, sem eru óð- ast að grafa undan þessum horn- steinum með viðbjóðslegum árásum sínum á varnarlaust fólk. Það eru okkar eigin stjórnmálamenn og við- skiptajöfrar sem með daglegum gerðum sínum og framkomu mitt á meðal okkar, þögn og launung, lygi og blekkingum, uppspuna, hálfsann- leika og útúrsnúningi eru að sá fræj- um tortryggni og vantrausts, sem gætu orðið til að gera út af við lýð- ræðislegt og opið markaðsþjóðfélag. Nýlega áskotnaðist mér bókin The Rise of Political Lying, eða Upp- gangur hinna pólitísku lyga. Höfund- ur hennar er Peter Oborne pólitískur ritstjóri breska stjórnmálatímarits- ins Spectator. Þar rekur hann þróun pólitískra lyga og blekkinga í Bret- landi hin síðustu ár, í stjórnartíð Margrétar Thatchers og Tonys Blair. Hann staðhæfir að opinberar yfirlýs- ingar stjórnvalda byggist ekki leng- ur á fyrirliggjandi staðreyndum heldur miðist við þau áhrif, sem þeim er ætlað að hafa. Veruleikanum og pólitískum frásögnum af honum er hagrætt til samræmis við tilgang- inn hverju sinni. Þetta er nýtt, segir Oborne. Lygarar hafi að vísu áður komist í ríkisstjórnir og flestir stjórnmála- menn blekkja hver annan og al- menning öðru hvoru. En á síðustu árum hafa lygar og blekkingar hætt að teljast afbrigðilegar og orðið fast- ur þáttur í breska stjórnkerfinu (eins og hinu bandaríska). Þessi þró- un byrjaði undir Thatcher og hefur tvíeflst í höndum Tonys Blair og spunameistara hans. Á sama tíma hafa viðurlög verið stórlega hert, einkum þó í Banda- ríkjunum, gegn hvers konar lygum, blekkingum, svikum og svindli í við- skiptum á hinum frjálsa markaði; hver hvítflibbakrimminn á fætur öðrum er sakfelldur og dæmdur til áratuga fangelsisvistar. Með þessu hefur traust almennings á starfsemi fjármálamannanna í City og í Wall Street verið endurreist eftir hvern skandalann á fætur öðrum á lokaár- um síðustu aldar. Ímyndum okkur að hlutafélag afli sér fjár með útboði á almennum hlutafjármarkaði. Ímyndum okkur að skömmu eftir útboðið komi í ljós að allt sem sagt var í kynningarbæk- lingi félagsins hafi verið haugalygi, eignirnar sem grobbað var af ekki verið til staðar og sjóðflæðið alger tilbúningur. Það er auðvelt að sjá að í slíku tilfelli yrði brugðist hart við. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og al- menningur myndu í einum kór for- dæma spillingu fjármálajöfranna, heimta opinbera rannsókn og stór- hert viðurlög við fjármálaglæpum. Samt væri þarna aðeins um glataða fjármuni að ræða. Þegar stjórnmála- menn ljúga, draga okkur til dæmis út í stríð á fölskum forsendum, eins og í Íraksmálinu, er um tugi þúsunda mannslífa að tefla. Hvers vegna ætt- um við þá að taka vægar á pólitískum lygum en viðskiptalygum? Bretar hafa reyndar sett ráðherr- um sínum strangar reglur. Í fyrsta kafla í reglugerð um ráðherraá- byrgð segir að það hafi grundvallar- þýðingu, að ráðherrar gefi þinginu nákvæmar upplýsingar og sannleik- anum samkvæmar, og leiðrétti við fyrsta tækifæri hverja þá missögn, sem kann að slæðist inn í málflutn- ing þeirra fyrir gáleysi. Hví skyldu löngu liðnir forystumenn breska þingsins hafa lagt á þetta slíka of- uráherslu? Vegna þess, eins og Oborne segir, að um leið og málflutningur ríkis- stjórna fer að byggjast á ósannind- um, þá missir öll almenn stjórnmála- umræða marks. Við erum meðhöndl- uð eins og óvitar. Okkur er ekki gert kleift að byggja ákvarðanir okkar á skynsemi og veita upplýst samþykki við ákvörðunum stjórnvalda. Og um leið og almenningur hefur gert sér grein fyrir að hann er bara ómerki- legur leiksoppur í augum stjórnmála- mannanna og er hafður að ginningar- fífli í pólitískum hráskinnsleik finnst honum réttilega sem hann hafi verið blekktur og svikinn. Hann missir allt traust á þeim og verður ónæmur fyr- ir fullyrðingum þeirra í framtíðinni. Oborne nefnir Íraksmálið sem dæmi. Hefði Tony Blair sagt breskum al- menningi opinskátt, að markmið hans í Írak væri að hrekja Saddam Hussein frá völdum og skipta um stjórn og stjórnarhætti þar, væri vel hugsanlegt að fólkið hefði fylgt hon- um. En afleiðingin af blekkingum stjórnvalda verður djúpstæð og langvarandi tortryggni, sem mun gera hverjum þeim leiðtoga erfitt fyrir í framtíðinni, sem vill fylkja þjóðinni á bak við sig sér til átaka. Þetta ættu íslenskir stjórnmála- leiðtogar og viðskiptajöfrar líka að hafa í huga þessa dagana. ■ Gæsluvellir barna í Reykjavík sem í eina tíð iðuðu af lífi ogfjöri allan daginn eru nú að syngja sitt síðasta. Eðlileg þró-un, því leikskólarnir, sem bjóða upp á meiri þjónustu, hafa tekið við hlutverki þeirra. Síðustu gæsluvöllunum verður lokað nú í sumarlok og þá þurfa tuttugu og tveir starfsmenn þeirra að finna sér aðra vinnu. Ætla mætti að hjá jafn stóru og öflugu sveitarfélagi og Reykjavíkurborg væri ekki flókið verkefni að leysa atvinnumál þessa fólks eða semja við það um eðlilegar starfsloksgreiðslur þar sem tekið væri tillit til aldurs þeirra og framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Nú er komið í ljós að R-listinn, sem gerir tilkall til valda í höfuð- borginni í nafni félagslegra sjónarmiða, hefur ákveðið að losa sig við starfsmennina án starfslokasamninga og án skuldbindinga um önnur störf. Þetta er áfall fyrir starfsfólkið sem taldi sig hafa lof- orð um annað frá stjórnendum borgarinnar. En þetta er greinilega líka áfall fyrir þá sem trúðu á félagshyggju R-listans. Þannig segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á vefsíðu sinni í gær: „Hér er vont mál á ferðinni. Ég sem jafnaðarmaður ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki svona fram við starfsfólk Reykjavíkurborgar væri hann við völd og fráleitt að við sem styðj- um R-listann sættum okkur við það af hans hálfu. Annað hvort er höfuðmisskilningur á ferðinni í fréttaflutningi eða Reykjavíkurlist- inn er hér að gera slæm mistök sem verður að leiðrétta. Starfsloka- samningar eru ekki bara fyrir ríka forstjóra. Stjórnmálamenn verða að standa við sín orð. Við jafnaðarmenn verðum að praktísera í verki það sem við prédikum í orði“. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig gagnrýnt vinnubrögð borgarstjórnar í þessu máli. Þeir benda á að hér er um að ræða konur í láglaunastörfum, sem flestar eru á miðjum aldri og eiga að baki áratuga starf á gæsluvöllum í þágu yngstu borgaranna. Allir hljóta að átta sig á því að ekki er auðvelt fyrir konur á miðj- um aldri með jafn sérhæfðan starfsferil og um hefur verið að ræða á gæsluvöllunum, að fá vinnu við hæfi á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Aðstoð borgarinnar þarf að koma til með einum eða öðr- um hætti. Æðstu stjórnendur borgarinnar hafa að undanförnu setið á leyni- fundum þar sem braskað er með völd, stöður og bitlinga í tengslum við framboð til borgarstjórnar að ári. Nú þegar gert hefur verið hlé á þeim fundahöldum ættu þeir að gefa sér tíma til að líta á veruleik- ann í kringum sig. Framkoman við gæslukonurnar er ósæmileg. Borgaryfirvöld eiga að standa við loforð sín og ljúka þessu máli með þeim hætti að starfsfólkið ljúki ferli sinum með reisn og finni að störf þeirra í þágu barnanna í borginni eru metin að verðleikum. ■ 13. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Tuttugu og tvær láglaunakonur úti í kuldanum hjá Reykjavíkurborg. Er fletta flá félagshyggjan? FRÁ DEGI TIL DAGS Nú er komi› í ljós a› R-listinn, sem gerir tilkall til valda í höfu›- borginni í nafni félagslegra sjónarmi›a, hefur ákve›i› a› losa sig vi› starfsmennina án starfslokasamninga og án skuldbindinga um önnur störf. fietta er áfall fyrir starfsfólki› sem taldi sig hafa lofor› um anna› frá stjórnendum borgarinnar. En fletta er greinilega líka áfall fyirr flá sem trú›u á félagshyggju R-listans. FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 SIRKUS ER KOMINN Í LOFTIÐ! Lygar og launung Paranoja Össur Skarphéðinsson segir á vefsíðu sinni í gær: „Allir almennilegir stjórn- málamenn lenda í því að verða gripnir af þeirri tilfinningu að fjölmiðlarnir ofsæki þá. Paranoja af því tagi er fullkomlega eðlilegt stig í þroska- ferli stjórnmálamanna sem komast skyndilega að því að kjósendur eru ekki eins og pabbi sem elsk- ar takmarkalaust og enda- laust án skilyrða. Í þeirri stöðu er þægilegast að kenna fjölmiðlunum um.“ Varanlegt ástand Össur víkur síðan að sér- stöðu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Segir að þar sé „para- noja gagnvart fjölmiðlum ekki tíma- bundið heldur varanlegt ástand. Mér fannst þetta dæmigerð pólitísk paranoja þangað til ég horfði á fréttir ríkissjón- varpsins tvö kvöld í röð. Þá steinlá það í augum uppi að það er hárrétt hjá Framsóknarflokknum að hann er ofsóttur af fjölmiðlunum. Fyrra kvöldið var viðtal við formann Sjálf- stæðisflokksins um varnarviðræð- ur við Bandaríkin og þulurinn hóf mál sitt því að segja í lok viðtalsins: „Rætt var við Davíð Oddsson, forsætisráðherra....“ Í kvöld var svo önnur „frétt“ af formanni Framsóknar- flokksins og Koizumi kollega hans í Japan þar sem fréttamað- urinn hélt niðurlægingunni áfram með því að segja: „Rætt var við Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra...“ Meðvitað Ályktunin af þessu er augljós, segir Öss- ur: „Af þessu má ljóst vera að bölvaðir dónarnir á Ríkissjónvarpinu eru meðvit- að búnir að telja fólkinu trú um að Hall- dór Ásgrímsson sé ekki forsætisráðherra heldur sé Davíð enn þá hinn raunveru- legi hershöfðingi ríkisstjórnarinnar. Verst er þó að öll háttsemi Halldórs upp á síðkastið bendir sterklega til að hann sé farinn að trúa síbyljunni sjálfur og sé búinn að missa alla trú á sjálfum sér sem forsætisráðherra.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Um lei› og málflutningur ríkis- stjórna fer a› byggjast á ósann- indum, flá missir öll almenn stjórnmálaumræ›a marks. Vi› erum me›höndlu› eins og óvitar. ÓLAFUR HANNIBALSSON Í DAG UM SPUNAMEISTARA 16-57 (16-17) Leiðari 12.7.2005 22:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.