Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 39
Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft tölvurisans, segir koma til greina að selja stýribúnaðinn sem notaður verður í nýj- ustu afurð fyrirtækisins, 360 leikjatölv- una, til annarra fyrirtækja. Microsoft hefur árum saman selt tölvu- framleiðendum Windows-stýriforritið til afnota og er líklegt að sami háttur verði hafður á með stýrikerfi 360 tölvunnar. Talsmaður Microsoft í Japan gerði hins vegar lítið úr orðum Gates og sagði enga ákvörðun hafa verið tekna í málinu. - jsk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Maðurinn kom til Ameríku 30 þúsund árum fyrr en áður hafði verið haldið fram, samkvæmt rannsókn sem gerð var á fótspor- um sem fundust í eldafjallaösku í Mexíkó. Vísindamennirnir sem rann- sökuðu sporin segja manninn hafi komið sjóleiðina til Amer- íku. Áður hafði verið talið að maðurinn hafi komið landleiðina til Ameríku undir lok ísaldar, fyr- ir um 11 þúsund árum, yfir land- brú sem liggur á milli Síberíu og Alaska. Dr. Silvia Gonzales, sem leiddi rannsókn- ina, segir niðurstöðurn- ar vissulega umdeildar en segist viss í sinni sök: „Þetta er fornleifa- fræðileg sprengja, en við teljum okkur vita hvað við erum að gera“. Flestir fornleifa- fræðingar aðhyllast enn gömlu kenninguna ekki síst í ljósi þess að erfðafræðilegar rannsóknir á innfæddum íbúum álfunnar styðji þá kenningu að maðurinn hafi komið til Ameríku frá Asíu við lok ísaldar. Gonzalez segir rann- sóknir á innfæddum ekk- ert sanna: „Fyrstu íbúar álfunnar voru flakkarar sem bjuggu í litl- um hópum. Ég tel að þeir hafi dáið út og því sé engin erfða- fræðileg ummerki að finna“. -jsk Internetið lá á dögunum að mestu niðri í Pakistan eftir að bilun kom upp sæstreng sem nánast öll net- umferð landsins fer um. Ekkert netsamband var því í landinu í tæpar tvær vikur. Verkfræðingar voru strax fengnir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að kippa strengnum í liðinn en viðgerðir gengu seint og illa vegna vonsku- veðurs. Fyrirtæki í Pakistan liðu fyrir sambandsleysið og sögðu hluta- bréfabraskarar að eftirspurn og velta á mörkuðum hefðu minnk- að um allt að 60 prósent. Bankar í landinu hafa þó flest- ir varatengingar sem fást í gegn- um gervihnött og sluppu því að mestu með skrekkinn. Tíu millj- ónir netnotenda eru í Pakistan. -jsk Komum fyrr til Ameríku Vísindamenn hafa fundið 40 þúsund ára gömul mannsspor í Mexíkó. Deilt er um réttmæti rannsóknar á fótsporunum. Suður-afrískir og ástralskir vís- indamenn vinna nú að hönnun rafskjaldar sem ætlað er að vernda sjósundmenn fyrir árás- um hákarla. Komið yrði fyrir rafsendum sem næðu allt að 400 metra frá ströndu og sendu frá sér raf- magnsbylgjur sem ætlað væri að fæla hákarla frá. Gerðar voru tilraunir með sendinn á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þótti tilraunin takast svo vel að ástralski herinn og lögreglan tóku að nota sendana mönnum sínum til varnar. Ebrahim Dhai sem á sæti í Ástralska hákarlavarnarráðinu segir sendana skaðlausa mönn- um, hákörlum og öðrum sjávar- dýrum: „Það hlýst enginn skaði af rafmagnsbylgjunum. Fólk tek- ur ekki eftir þeim en hákarlar á mannaveiðum verða hins vegar varir við ónotatilfinningu sem veldur því að þeir þurfa frá að hverfa. Áhrifin eru á engan hátt varanleg“. Náttúruverndarsinnar eru ekki á sama máli og segja hákarl- ana eiga sama tilkall til sjávarins og mannfólkið. -jsk Rafbylgjur gegn hákörlum Sundmenn og brimbrettakappar geta nú andað léttar en fundinn hefur ver- ið upp rafskjöldur sem verndar mannfólkið fyrir ágengni hákarla. Ekkert net í Pakistan 360 LEIKJATÖLVAN Bill Gates segir koma til greina að selja stýribúnað- inn sem notaður verður í 360 tölv- una öðrum fyrirtækjum til afnota. FÓTPOR Í SANDINUM Spor sem hafa fundist í Mexíkó koll- varpa þeirri kenningu að maður- inn hafi komið til Ameríku við lok ísaldar. Selja stýribúnað RINGULREIÐ Þetta pakistanska símasölufólk var hálf ringlað enda lítið hægt að aðhafast þegar ekki er hægt að komast á netið. Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ Brimbrettakappar í Ástralíu og Suður-Afríku geta nú andað létt- ar en yfirvöld þar hyggjast reisa rafskildi til að verjast hákarlaárásum. F86060705 Pakistan Fr ét ta bl að ið /A P Fr ét ta bl að ið /A FP 12-13 markadur lesið 12.7.2005 16:10 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.