Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 14
Fjölmenningarsamfélagi› Hella de Islandia Þó aðeins séu fimmtán Chilebúar skráðir íbúar á Hellu er samfé- lagið mun stærra. Fjölmargir hafa fært sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengsl- um við granna sína og landa á Hellu. Að sögn Veronicu Solar er nú von á þremur chileskum fjöl- skyldum frá Reykjavík þar sem þau freistuðu gæfunnar en hyggj- ast nú snúa aftur til Hellu. Nokkr- ir hafa fengið íslenskt ríkisfang og eru skráðir sem slíkir og margir afkomendanna eru ís- lenskir ríkisborgarar. Það er ekki fjarri lagi að um fimmtíu manns af chileskum uppruna tilheyri þessu samfélagi auk þess sem spænskumælandi fólk víða að leitar í félagsskap þess. Síðast en ekki síst ber svo að geta þess að fjölmargir Íslendingar hafa bundist fjölskylduböndum við þessa langtaðkomnu-landa okkar. Það má því segja að samfélagið þarna sé ákaflega blandað og eyk- ur mjög á blæbrigði mannlífsins á Hellu, og nú á síðari árum einnig Hvolsvelli. Íslendingar hjálpsamir en lokaðir Veronica kom frá Chile ásamt eiginmanni sínum Rodolfo árið 1991 og nú una þau hag sínum hið besta á Hellu. Eins og flestir sem til Íslands koma verður Veronica að svara því hvernig hún kunni við land og þjóð. „Íslendingar eru frábærir og hér er rólegt og mjög gott að vera,“ segir hún. „Stund- um kemur reyndar fyrir að okkur leiðist hérna en við erum alin upp við það að geta alltaf hitt fólk á förnum vegi eða spjallað á kaffi- húsum eða hvar sem maður kem- ur. Í Chile er oft svo heitt að fólk unir ekki inni og því er mannlífið oftast mjög líflegt en því er ekki alltaf að heilsa hér. En Íslending- ar eru mjög hjálpsamir og hafa tekið okkur alveg sérstaklega vel og alltaf verið boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Hins vegar eru þeir dálítið mikið til baka og svolítið lokaðir en það breytist þegar maður hittir þá á góðri stundu en Íslendingar eiga það sameiginlegt með Chilebúum að þeir gera sér glaðan dag af minnsta tilefni,“ segir Veronica og hlær. Alvöru Íslendingar af suður- amer- ískum uppruna Chynthia Viviana Sepulveda Benner eða Sigurborg Karls- dóttir eins og hún heitir sam- kvæmt íslenskum lögum hefur búið á Hellu frá árinu 1990 og hún er alsæl ásamt eiginmanni sínum Ingólfi Rögnvaldssyni. Hún er mágkona Veronicu og jafnframt fyrsti Chilebúinn sem fluttist í bæinn en hún kom í myrkum og köldum demembermánuði og leist ekkert á blikuna. „Það var bara þunglyndi til að byrja með,“ segir hún og hrís greinilega hug- ur við endurminningunni. „Sem betur fer kunni ég sænsku og gat aðeins spjallað við lækninn í bæn- um sem einnig var sænskumæl- andi en þar fyrir utan var ekki margt annað sem ég gat gert. Og þegar fór að snjóa fór ég bara að gráta.“ En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Sigurborg kann nú á flestum hlutum skil. „Ég er orðin alvöru Íslendingur þó ég sé jafnframt stolt af uppruna mín- um. Og sömu sögu er að segja af flestum Chilebúunum sem hér búa. Við eru manna fyrst til að mæta á þorrablótin og borðum manna mest af súrmetinu og skol- um því niður með brennivíni að innlendum sið. Við lifum eftir ís- lenska lífsstílnum; kaupum bíla og hús og skuldum stórpening eins og flestir Íslendingar. Og að sjálfsögðu erum við jafn sólgin í sólarlandaferðir og allir aðrir, nú eru til dæmis systur mínar sem búa hér á Hellu og fjölskyldur þeirra að spóka sig á Benidorm eins og margir Íslendingar gera árlega. Börnin okkar eru svo ekk- ert öðruvísi en önnur börn enda fædd hér og mörg eiga innfætt foreldri. Þau hafa kannski aðeins dekkri húðlit en félagar sínir en það er allt og sumt.“ Una hag sínum vel Eduardo Correa er frá Kólumbíu en hann kynntist Íslandi þegar hann kom hingað tvívegis með spænskum sirkusi sem hann vann í. Hann bjó í Keflavík frá 1991 en fluttist til Hellu í fyrra og kann vel við sig í þessu spænskumæl- andi samfélagi þar sem honum hefur verið tekið opnum örmum. Veronica samstarfsmaður Eduardo hefur unnið í fimmtán ár hjá Holta kjúklingum og ber hún vinnustaðnum vel söguna. „Hér er fínt að vinna og maðurinn minn sem vinnur í sláturhúsinu er bara nokkuð sæll,“ segir Ver- onica. „Ég fæ yfirleitt um hund- rað og tuttugu þúsund útborgað þegar búið að taka allt af, inni í því eru þá yfirleitt um tíu tímar í yfirvinnu. Svo vinnur Rodolfo, karlinn minn, á veitingastað um helgar svo við höfum það nokkuð gott. Þetta eru kannski ekki svo há laun miðað við það sem gengur og gerist hér á Íslandi en þetta er mun meira en við ættum mögu- leika á að hafa í Chile.“ ■ SIGURÐUR ÁRNI GEIRSSON verkstjóri Kurteisari en Íslendingar ERLENT VERKAFÓLK SPURT & SVARAÐ 14 13. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Á Hellu eru skráðir áttatíu útlendingar frá tuttugu löndum en fjölmargir aðrir út- lendingar tengjast bænum og aðrir hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Bærinn er fyrir löngu orðinn fjölmenningarbær en hvers konar bær er Hella að öðru leyti? Hvernig er byggðarþróunin á Hellu? Byggð á Hellu má rekja til ársins 1927 en þá kom Þorsteinn Björnsson þar á fót verslun og var þar með lagður grunnur- inn að nýju kauptúni. Fyrstu árin þróaðist byggðin frekar hægt en árið 1947 voru fjórtán íbúðarhús á staðnum og íbúarnir fimmtíu að tölu. Næstu áratugi á eftir fjölgaði íbúum hins vegar ört og árið 1977 voru þeir orðnir fimmhundruð tals- ins. Í dag eru íbúarnir um sjöhundruð. Á hverju byggir byggðin á Hellu? Segja má að Hella sé sprottinn upp úr þjónustu við landbúnað sem enn er burðarstólpi bæjarins. Þar eru nú fjöl- mörg landbúnaðarfyrirtæki. Hella er einnig máttug þjónustumiðstöð og þar eru margar opinberar stofnanir. Burðug iðnaðarfyrirtæki eru í bænum eins og blikksmiðja, glerverksmiðja og trésmíða- fyrirtæki. Ferðaiðnaður er þó sú grein sem er í hvað örustum vexti. Hvað einkennir sögu Hellu? Hella hefur ekki farið varhluta af náttúru- hamförum en jarðskjálftar hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum skekið bæ- inn. Árið 1947 þegar Heklugos hófst skalf jörðin þar þegar fjögurra kílómetra löng gjá opnaðist. Árið 2000 reið svo suður- landssjálfti yfir með miklum skemmdum. Til dæmis hefur samkomusalur félags- heimilisins ekki verið nothæfur síðan. Alfljó›legur landbúna›arbær FBL-GREINING: HELLA fréttir og fró›leikur HLUTFALL ERLENDRA RÍKISBORGARA AF MANNFJÖLDA Á ÍSLANDI d Íbúar á Hellu hafa ekki fari› varhluta af fjölmenningunni flví flar hefur samfélag Chilebúa sett mark sitt á bæjarlífi› í meira en áratug. Einnig fjölgar flar fólki af ö›ru fljó›erni enda gott atvinnuástand á sta›n- um. Íbúi af su›ur-amerískum uppruna segist vera alvöru Íslendingur me› öllu sem flví fylgir. EDUARDO, VERONICA OG RODOLFO Eduardo kom fyrst hingað til lands með sirkusi sem hann vann við. Veronica og fjölskylda hafa samlagast íslensku samfélagi mjög vel. INGÓLFUR OG SIGURBORG Sigurborg er fyrir löngu orðin alvöru Íslendingur, meira að segja svo að Ingólfi bónda hennar finnst nóg um hvað hún er ötul við súrmetisát á þorrablótum. KUALLAYANEE OG SOMBAT Taílending- um fjölgar ört á Hellu enda hafa þeir getið sér þar gott orð fyrir jákvætt viðmót og öguð vinnubrögð. Chilebúum sem rætt var við fannst þeir þó mega vera duglegri við að taka þátt í því sem er að gerast í mann- lífinu á staðnum. Ísafjarðar-Begga aftur í kvenna- fangelsið Þrír fangaverðir sögðu upp í mótmælaskyni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FJÖLMENNINGAR- SAMFÉLAGIÐ Á HELLU Við kjúklingasláturhúsði á Hellu hafa erlendir starfsmenn löngum sett svip sinn á vinnustaðinn. Nú starfar þar fólk frá Suður-Ameríku, Asíu, Austur- Evrópu en Íslendingar eru þó í meiri- hluta á þessum sextíu manna vinnu- stað. Eru erlendu starfsmennirnir betri en þeir íslensku? Að mörgu leyti. Sumir hverjir eru til dæmis agaðri og kurteis- ari en Íslendingum hættir til að vera. Hvað er best við að vinna á fjöl- menningarlegum stað? Það er mjög gaman að kynnast háttum þeirra sem hér eru enda komnir víða að. Svo er ekki slæmt að vinna með fólki sem er sérlega jákvætt í öllu viðmóti og er brosandi og hlæjandi nánast allan daginn. Þetta á sérstaklega við um Tæ- lendingana sem eru sérlega kurteisir og jákvæðir. Ár Fjöldi Hlutfall 1998 6.521 2,4% 2000 8.824 3,1% 2002 10.221 3,5% 2204 10.636 3,6% HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 14-15 baksviðs 12.7.2005 22:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.