Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 57
Eftir snarpar samningaviðræð- ur fulltrúa námsmanna og full- trúa stjórnvalda í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna í maí síðastliðnum, stóð stúdent- um til boða mesta kjarabót sem hefur sést um áraraðir. Tekju- skerðing námslána var lækkuð úr 33% í 14% samfara viðunandi hækkun á grunnframfærslu auk þess sem svigrúm til sumarlána var aukið, meira tillit tekið til lesblindra og öryrkja í námi og þeirra námsmanna sem stunda nám í mjög stórum námskeið- um, svo eitthvað sé nefnt. Í kjöl- far breytinganna margfaldast möguleikar fólks á að snúa aftur í nám af vinnumarkaði. Yfir 85% námsmanna græða á breytingunum og má nefna að viðmiðunarnámsmaður með meðal- eða miðgildistekjur hagnast um tæpar níu þúsund krónur á mánuði, eða um 80.000 krónur í hærri lán á næsta skólaári. Á meðan tapar lítill hópur innan við fjórðungi af þeirri upphæð. Það kemur til þar sem frítekjumark, þ.e.a.s. viss upphæð sem ekki kom til skerðingar, var fellt niður. Frí- tekjumarkið fyrir breytingarn- ar var aðeins 300.000 krónur en það var úr öllum takti við raun- veruleikann og gerði að verkum að lán flestra námsmanna með eðlilegar sumartekjur skertust verulega. Í grein sinni á vefritinu Deiglunni reynir Vökuliðinn Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir að færa rök fyrir því að Stúd- entaráð HÍ hefði ekki átt að skrifa undir þessa samninga. Afstaða Vöku innan lánasjóðs- nefndar SHÍ var að hafna þess- ari mestu kjarabót sem stúdent- um hefur boðist í áraraðir og finna henni allt til foráttu sem hægt var. Í vantrú horfðum við á fulltrúa Vöku greiða atkvæði gegn lækkun skerðingarhlut- falls, sínu helsta baráttumáli undanfarinn áratug, og hljótum að spyrja hvort hagsmunir stúd- enta við Háskóla Íslands hafi þar verið hafðir að leiðarljósi. Þessi afstaða kom þó ekki að sök þar sem meirihluti Röskvu og H-listans horfði á hina afar já- kvæðu heildarmynd og greiddi atkvæði með því að fulltrúi Stúdentaráðs undirritaði samn- ingana. Í samningaviðræðum við Lánasjóðinn fyrir rúmu ári og aftur í ár lögðu námsmanna- hreyfingarnar fram hugmyndir um róttæka breytingu á tekju- skerðingarkerfinu. Öllum var ljóst að kerfið virkaði ekki eins og það var. Meirihlutinn sættist þó ekki á útfærslu námsmanna og í kjölfarið hlutu námsmenn að kalla eftir fleiri hugmyndum að breytingum. Til varð að end- ingu tillagan að umræddri breytingu, sem gjörbreytir tekjuumhverfi námsmanna. Vissulega var það ekki vilji Röskvu að afnema frítekju- markið samhliða öðrum breyt- ingum. En ljóst var að vilji stjórnvalda, sem eru viðsemj- endur námsmanna, stóð ekki til þess að halda því inni. Í staðinn fyrir að ríghalda í kröfur sem áttu lítinn hljómgrunn og fá engu framgengt ákváðu full- trúar námsmannahreyfinganna því að ná fram því besta sem staðan bauð upp á. Til þess að ná ásættanlegum samningum þurfti forysta námsmannahreyfinganna fjög- urra að sýna staðfestu og vinna vel saman. Við hefðum vitanlega ekki gengið að hverju sem er eins og forysta sjóðsins vissi mætavel. Þessar hagstæðu breytingar, með tilheyrandi út- lánaaukningu sjóðsins milli ára hefðu heldur ekki orðið nema með fullum stuðningi fulltrúa námsmanna. Útlán á skólaári komanda aukast nú um 855 milljónir króna í stað um það bil 360 millj- óna eftir samningana fyrir um ári síðan og er ljóst að stjórn- völd hefðu ekki sett það fjár- magn í sjóðinn hefðu námsmenn sýnt því andstöðu. Þótt vel hafi tekist til í ár og hækkun á grunnframfærslu verið viðun- andi má þó öllum ljóst vera að 82.500 krónur á mánuði duga námsmönnum ekki til fram- færslu, en það er sú upphæð sem ætlast er til að tekjulausir námsmenn lifi af. Því þarf að halda áfram á sömu braut. Það svigrúm sem skapaðist núna með einfaldari úthlutunar- reglum, einfaldar samningavið- ræður að ári. Námsmenn geta þá einbeitt sér fyrst og fremst að hækkun mánaðarlegu grunn- framfærslunnar að ári enda hef- ur tekjuskerðingarhlutfallinu verið fundin viðeigandi staða að sinni, að minnsta kosti ef grunn- framfærslan sjálf dygði náms- manni til framfærslu! Hækkun grunnframfærsl- unnar kemur öllum til góða og þá helst þeim tekjulægri. Höfundar eru stúdentaráðsliðar Röskvu og aðal- og varafulltrúi SHÍ í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Sami› vi› LÍN fyrir stúdenta vi› Háskóla Íslands ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR AGNAR FREYR HELGASON UMRÆÐAN LÁNASJÓÐUR NÁMSMANNA Til fless a› ná ásættanlegum samningum flurfti forysta námsmannahreyfinganna fjögurra a› s‡na sta›festu og vinna vel saman. Vi› hef›um vitanlega ekki gengi› a› hverju sem er eins og forysta sjó›sins vissi mætavel. fiessar hagstæ›u breytingar, me› til- heyrandi útlánaaukningu sjó›sins milli ára hef›u heldur ekki or›i› nema me› fullum stu›ningi fulltrúa náms- manna. 16-57 (16-17) Leiðari 12.7.2005 18:48 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.