Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.07.2005, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 13. júlí 2005 Ekki bara fyrir fjallakindur Útilífveran er útivistarhátíð fyrir alla sem haldin er á Ísa- firði um næstu helgi. Dag- skráin er afar fjölbreytt. Svifdrekaflug, háskagrill, fjalla- hjólakeppni, golf og hundaþrauta- keppni. Allir útivistaráhugamenn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Útilífverunni sem hald- in verður á Ísafirði um helgina. „Við erum búin að setja upp fjölbreytta dagskrá þar sem er fléttað saman ferðum, námskeið- um og keppni í hinum ýmsu grein- um útivistar,“ segir Rúnar Óli Karlsson sem er í undirbúnings- hópi fyrir Útiveruna. Jaðarsportunnendur geta svo sannarlega fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. „Við erum með námskeið í nýrri íþrótt sem heitir Kite surfing og við erum með fjallamaraþon,“ segir Rúnar. „Svo ætlum við að vera með svokallað háskagrill þar sem farið er á hina furðulegustu staði að grilla. Því hærra og hættulegra, þeim mun betra. Fólk pakkar niður skyndigrillinu og nokkrum kóti- lettum og fer í smá göngutúr upp á Þjófaskörð.“ Rúnar leggur þó áherslu á að margt sé að finna á Útilífverunni annað en jaðarsport og allir ættu svo sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við erum meira að segja með keppni fyrir hundana þannig fólk getur tekið þá með sér.“ Frekari upplýsingar um dag- skrá Útilífverunnar, gististaði og fleira er að finna á heimasíðunni www.utilifveran.is. ■ Kajakasigling er í boði á Útilífverunni á Ísafirði. Hundaþrautir, háska- grill og fjallamaraþon M YN D /H AL LD Ó R SV EI N B JÖ R N SS O N Vefurinn Ganga.is geymir upplýsingar um gönguleiðir um allt landið og getur hver leitað að leið við sitt hæfi. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að þekkja staðhætti til að geta skellt sér í göngu hvar sem er á landinu. Á vefnum Ganga.is er að finna aðgengileg göngukort fyrir hvern sem er þar sem áhugafólk jafnt og reyndar fjallakindur geta valið sér gönguleið við hæfi. Mjög hentugt er að skoða vefinn áður en lagt er í ferðalag í því skyni að kanna hvaða gönguleiðir eru í boði. Leiðun- um er raðað eftir landshlutum og allt sem þarf að gera er að smella á landshlutann sem á að heimsækja. Þegar búið er að velja lengd göngu birtast upp- hafsstaðir ganganna á kortinu og fást frekari upplýsingar með því að smella á þá, til dæmis hvort hún sé merkt og hvar sé hægt að nálgast enn frekari upplýsingar. Á vefnum er einnig að finna góðar upplýsingar um það sem huga þarf að áður en lagt er í göngu. Þar má finna umgengnis- reglur, ábendingar um búnað og upplýsingar um skipulagðar gönguferðir. Ganga.is er samstarfsverk- efni Ferðamálaráðs Íslands, Ungmennafélags Íslands og Landmælinga Íslands og hefur tekist að safna yfir átta hundruð gönguleiðum. Fólki er einnig bent á að ef það situr á góðri gönguleið er um að gera að leyfa fleirum að njóta og senda upplýsingar um hana til for- svarsmanna vefsins. ■ Göngugarpur á Fimmvörðuhálsi. Stóru tíðindin koma úr Elliðaánum þessa vikuna þar sem rigningar síðustu helgi opnuðu greiða leið fyrir laxinn að ganga upp af fullum krafti – tvöfalt fleiri laxar komnir upp í árnar nú en á sama tíma í fyrra. Heildartalan er þá komin vel yfir þúsund laxa, sem þýðir að árnar bæta sig umtalsvert frá því sögulega lágmarki sem þær hafa verið í undanfarin ár. Kvóti er fjórir laxar á vakt í ánum, en engin ástæða er til að hvika frá þeirri ráðleggingu til veiðimanna að hlífa fiskinum með því að sleppa sem mestu, ánum veitir ekki af góðri hrygninu í ár! Nú fara í hönd bestu laxveiðidagarnir á suður- og vesturhorninu. Eystri Rangá hrökk í gang í kringum síðustu helgi þegar ein vakt tók 26 laxa og heildar- veiðin komin yfir meðaltal á þessum tíma og lax að ganga um alla á. Og loksins teknar að berast afla- fréttir af Grímsá. Þegar horft er yfir heildina stefnir í mjög góðar smálaxagöngur í ár eins og í fyrra og lík- lega verður veiðin vel yfir meðallagi þegar allt er talið. Hins vegar veit maður ekki enn með einstakar ár norðanlands og austan, þar sem allt er seinna til að venju. Þá eru menn sem stunda sjóbleikjuna farn- ir að skima eftir fréttum af þeim fiski á Norður- og Austurlandi. Á meðan fara silungsveiðimenn víða um. Arnarvatnsheiðin hefur verið góð, Þingvallavatn alltaf spennandi og sumir mjög ánægðir með sumarið þar. Svo má ekki gleyma smálækjum og sprænum. Við fréttum af einum sem fór í hliðará Brúarár, „skreið með bökkum“ og lét litlar púpur detta fyrir vænar bleikjur. Þær tóku, en voru svo styggar að flugan varð helst að lenda á undan línunni og beint upp í þær til að takan fengist! Urriðasvæðið í Laxá er enn að gefa veiði á öllum svæðum. Fluga vikunnar er Pheasant tail númer sextán fyrir silung. Með kúluhaus eða án. Norðurá er greinilega full af fiski og fórum við tveir félagar á efra svæðið (Norðurá 2) fyrir nokkrum dög- um. Við vorum fullir tilhlökkunar með gárautúpur og örflugur númer sextán til að veiða eins og maður gerir þarna upp frá, nett og pent. En þá brá svo við að áin hljóp í vatnavexti og varð mórauð eins og Jök- ulsá á Fjöllum og við áttum engin svör nema standa í VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Nú er líf og fjör! beljandi jökulmorgi í hífandi roki og láta túpur detta fyrir fisk- inn. Náðum þremur á stöngina samt! Gaman var að sjá allan fiskinn og Gunnar veiðivörður sýndi mér útskrift af teljarnum í Glanna: Nóttina fimmta júlí fóru 450 laxar upp um teljarann! En Norðurá var enn þá skoluð og bólgin í gær þegar ég ók Borgarfjörðinn. Heilræði vikunnar er einfalt: Njótið þess að snæða bráðina! Á flugur.is er fjöldi uppskrifta og til dæmis kennt að sjóða lax eins og Rúnar Marvinsson segir að sé rétt! Og steikja silung eins og gert var í Aðalvík á Ströndum eða borða bleikjuna hráa eins og í Japan! Hluti af veiðiánægjunni er að fara vel með afla, kæla fiskinn fljótt, gera að og elda ofan í mannskapinn. Hafið frauðplastkassa í skottinu og frysta kælipoka í honum, fiskurinn geymist jafnvel nokkra daga ef vel er farið með án þess að vera frystur. Gera verður að silungi fljótt eftir að hann er veiddur, því ætið í honum skemmir frá sér nánast um leið. Góða skemmtun! Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar. Bestu laxveiðidagarnir fara í hönd á suðvesturhorninu. 18-19 (2-3) Allt ferðir 12.7.2005 18:57 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.