Fréttablaðið - 15.07.2005, Síða 47

Fréttablaðið - 15.07.2005, Síða 47
Hjólreiðakappinn Lance Arm-strong er enn fyrstur í Tour de France hjólreiðakeppninni og er for- ysta hans nú 38 sekúndur á hinn danska Michael Rasmussen sem kemur í öðru sæti en í því þriðja er Christophe Moreau frá Frakklandi. Í gær voru hjólaðir 187 kílómetrar en þar með lauk þeim kafla sem hjólaðir eru um Alpana og var það David Moncoutie sem kom fyrstur í mark. Í dag verður hjólað til Montpellier. Tyrkneski miðjumaðurinn Emre erkominn í ensku úrvalsdeildina en hann hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle. Emre er 24 ára og kemur frá ítalska liðinu Inter á um fjórar milljónir punda. Það hefur aldrei verið launungarmál hjá Emre að hann vill spila í enska bolt- anum. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar en hinn er miðjumaðurinn Scott Park- er frá Chelsea. Sænski miðjumaðurinn EricGustafson er á leið heim og fer aftur til Örgryte. Hann hefur leikið með Fylki í sumar en hefur átt við meiðsli að stríða sem gerðu það að verkum að hann lék aðeins þrjá leiki með liðinu í Landsbankadeild- inni og skoraði eitt mark. Vonast var eftir því að hann væri búinn að yfir- stíga þessi meiðsli en svo reyndist ekki vera og í samráði við knatt- spyrnudeild Fylkis var tekin sú ákvörðun að best væri fyrir alla aðila að hann héldi heim á leið. Bolton fékk nýjan markvörð í sínarraðir þegar hinn reynslumikli Ian Walker gerði þriggja ára samning við félagið í gær. Walker er 33 ára gamall og kemur á frjálsri sölu frá Leicester en þar var hann leystur undan samningi við félagið eftir síð- asta tímabil. Sam Allardyce er ánægður með að hafa fengið Wal- ker en hann er þekktur fyrir að krækja í fína leikmenn fyrir engan pening. Walker gengur þó ekki inn í lið Bolton en á að veita Jussi Jaaskelainen samkeppni um stöð- una milli stanganna. ÚR SPORTINU ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2005 31 Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) Snoop Dogg - R & G Svona er sumarið 2005 - Ýmsir 1.999 kr. 1.999 kr. Sumarpartý System Of A Down - Mezmerize Foo Fighters-In Your Honour Keane-Hopes and fears Davíð Smári-You Do Something To Me Black Eyed Peas-Monkey Business NÝTT DVD Eminem-Anger Management Tour Kelly Clarkson - Breakaway SUMAR TILBOÐ! Allar nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar 1.999 kr.1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 k r. 1.999 kr. 1.999 kr. Breytingar hjá Framliðinu: Bo í sóknina og Andrés hættur FÓTBOLTI Danski sóknarmaðurinn Bo Henriksen er að ganga í raðir Fram í Landsbankadeildinni frá Val. Henriksen kom hingað fyrir tímabilið en ekkert pláss hefur verið fyrir hann í Valsliðinu. Hann hefur aðeins leikið einn leik í byrjunarliði Vals það sem af er, í leik gegn Reyni Árskógsströnd í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Sá leikur endaði 7-0 fyrir Val og skoraði hinn þrítugi Henriksen tvö af mörkum liðsins. Þrátt fyrir það hefur hann fá tækifæri fengið að Hlíðarenda en samkeppnin þar er hörð þar sem flest hefur geng- ið liðinu í hag það sem af er sumri. Framarar hafa hins vegar verið í basli og meðal annars vantað markaskorara en þeirra marka- hæsti leikmaður, Andri Fannar Ottóson, er meiddur. Þá er að frétta úr herbúðum Fram í Safamýrinni að varnar- maðurinn Andrés Jónsson hefur tilkynnt að hann sé hættur hjá lið- inu. Andrés missti sæti sitt í vörn Fram og hefur aðeins leikið einn leik það sem af er sumri. Það var leikur gegn Keflavík þar sem Þór- hallur Dan Jóhannsson tók út leik- bann. -egm BREYTINGAR Það gengur ýmislegt á í Safamýrinni þessa dagana enda hefur Fram ekki unnið deildarleik síðan í lok maímánuðar. Fréttablaðið/ Keflavík neitar að leyfa Brian O’Callaghan að fara frá félaginu til Notts County: Brian enn samningsbundinn Keflavík FÓTBOLTI Brian O’Callaghan, Írinn sem samdi við Keflavík fyrir Ís- landsmótið í knattspyrnu í vor, æfir nú með Notts County á Englandi en hefur ekki enn fengið leikheimild, þar sem forráðamenn Kefl- víkinga vilja ekki leysa hann undan samningi. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, segir ekki koma til greina að leyfa Brian að fara án greiðslu til Notts County. „Brian er með samn- ing við Keflavík til sextánda októ- ber og ef ekki berst neitt tilboð í hann fyrir þann tíma þá ætlum við ekki að leyfa honum að fara.“ Guðjón Þórðarson, sem er knattspyrnustjóri hjá Notts County og var við stjórn- völinn hjá Keflavík í vetur, segir undar- legt að Brian megi ekki fá að fara. „Brian er ekki að æfa hjá Kefla- vík. Hann fær engin laun og er auðvitað ekkert að spila með félag- inu. Hann býr hér á Englandi og kemur til Notts County ef hann fær leyfi til þess að hafa félagsskipti úr Keflavík. En það er greinilegt að forráðamenn Keflvíkur vilja ekki að hann fari til Notts County.“ Forsvarsmenn félaganna hafa reynt að leysa samningavanda- málið síðustu daga en lítið gengið. Brian geutr ekki leikið með neinu félagi fyrr en í janúar á næsta ári ef málin leysast ekki fyrir fyrsta september. Ekki er leyfilegt að skipta um félag frá september til fyrsta janúar á Englandi. -mh Í VONDUM MÁLUM Brian O’Callaghan, Írinn sem samdi við Keflavík fyrir Íslands- mótið í knattspyrnu í vor en yfirgaf liðið eftir aðeins 4 umferðir, fær ekki leikheim- ild hjá Notts County á Englandi, þar sem hann er enn samningsbundinn hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.