Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 22
4 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR Fræ›sla og andleg einkafljálfun Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Streituskólinn býður upp á námskeið alla miðvikudaga sem eru opin almenningi. Námið í skólanum er byggt upp á fræðslu annars vegar og persónulegri ráðgjöf hins vegar og er ætlað bæði sem forvörn og meðferð gegn of mikilli streitu. Streituskólinn hefur verið starf- ræktur í þrjú ár og hefur starfs- fólk hans því mikla reynslu af því að kenna fólki að vinna með streitu. Hingað til hefur hann sérhæft sig í lausnum fyrir fyr- irtæki og aðra hópa en í næsta mánuði er ætlunin að vera með opin námskeið alla miðviku- daga. „Nýjungin hjá okkur í þess- um skóla er að blanda saman fræðslu um streitu og einstak- lingsráðgjöf,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og for- svarsmaður skólans. „Fyrir suma er nóg að fara í sund, læra að segja nei eða eitthvað þess háttar, en hjá öðrum er þetta dá- lítið flóknara og djúpstæðara og hefur að gera með samskipti og samspil einkalífs og atvinnu. Þá vilja sumir fara í viðtöl og byggja sig upp þannig og við bjóðum upp á það í skólanum. Því má segja að þetta sé sam- bland af fræðslu og andlegri einkaþjálfun.“ Námskeiðin á miðvikudögum hafa hvert sína yfirskrift og þar má meðal annars finna nám- skeið eins og Hlutverkastreita nútímafjölskyldunnar og Streitutengt át. „Streita er eðli- legt fyrirbæri sem hjálpar manni að standast álag. En á einhverjum tímapunkti verður streitan neikvæð og þá getur maður þróað hjá sér einhvers konar sjúklegt ástand,“ segir Ólafur. „Eitt af kjarnaatriðnum í fræðslunni er að hver og einn finni hjá sér hvenær þetta verð- ur neikvætt því það getur verð- ið svolítið mismunandi. Sumir þrífast á streitunni en aðrir gera það ekki.“ ■ Nemendur Streituskólans læra að greina hvenær streita verður neikvæð. Ótrúlega öflugur kvefbani. Bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið SÓLHATTUR + C-vítamín Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I Bætir minnið og örvar blóðstreymið GINKGO BILOBA Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Þú borðar þær með uppáhalds álegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ... eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta LAXA LÝSI Mýkir og styrkir stirð liðamót. Útsölustaðir m.a: Yggdrasil, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lífsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apotek Selfossi. S: 462-1889 • Heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.is Sendum í póstkröfu Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.