Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 10
ÞINGKOSNIGNAR Í JAPAN Umhverfisráð- herra Japana, Yuriko Koike úr Frjálslynda demókrataflokknum, heldur ræðu á götum Tókýó. Kosningabaráttan er í hámarki í Japan því kosningar til neðri deildar jap- anska þingsins fara fram á næstunni. Yurio Koike sækist eftir endurkjöri í kjördæmi sínu í Tókýó. 10 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR Norskir kaupsýslumenn vilja bjarga stjórn Bondeviks: Styrkja svo stjórnin haldi NOREGUR Hópur norskra kaup- sýslumanna leggur nú allt kapp á að fá kjósendur Hægriflokksins til þess að kjósa Vinstriflokkinn og reyna þannig að tryggja áfram- haldandi hægristjórn í landinu í kjölfar þingkosninganna eftir viku. Vinstriflokk- urinn er lítill f r j á l s l y n d u r flokkur með tvo þingmenn. Nái hann fjögurra prósenta fylgi í k o s n i n g u n u m gæti hann fengið allt að sex þing- sæti til viðbótar en það gæti dreg- ið mjög úr sigurlíkum rauðgræna bandalagsins með Verkamanna- flokkinn í fararbroddi. Stein Erik Hagen kaupsýslu- maður hefur þegar látið um tvær og hálfa milljón króna í kosninga- sjóð Vinstriflokksins og kveðst vilja jafna metin við norska Al- þýðusambandið sem hann segir að hafi látið 130 milljónir króna í kosningasjóði rauðgræna banda- lagsins. Fleiri hafa látið fé af hendi rakna í sjóði Vinstriflokksins með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi setu hægristjórn- ar Bondeviks. Þeirra á meðal Christen Sveaas kaupsýslumaður sem lagði fjórar milljónir króna í kosningasjóðinn í fyrradag. - jh SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð ef Frjálslyndi flokkur- inn nær sínu fram. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi flokks- ins, leggur í dag fram tilllögu í borgarstjórn um að borgaryfir- völd gangi til viðræðna við full- trúa hinna sex sveitarfélaganna með sameiningu í huga. „Augljósar landfræðilegar ástæður mæla með sameiningu Reykjavíkur, Seltjarnarness og Kópavogs og þar sem Kjalarnes hefur þegar sameinast höfuðborg- inni liggur beint við að Mosfells- bær geri það líka,“ segir í greinar- gerð með tillögunni. Ólafur F. tel- ur að sameining Reykjavíkur og Mosfellsbæjar muni greiða fyrir lagningu Sundabrautar. „Á sama hátt myndi sameining sveitarfélaganna Álftaness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar við hin sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu flýta fyrir bættum sam- göngum um sunnanvert höfuð- borgarsvæðið,“ segir í greinar- gerðinni. „Síðast en ekki síst myndi sameining sveitarfélag- anna sjö á höfuðborgarsvæðinu leysa marga hnúta ef finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað á höfuðborgarsvæðinu.“ Ólafur F. telur mikið hagræði felast í því að sameina yfirstjórn höfuðborgarsvæðisins og draga úr yfirbyggingu stjórnsýslunnar. - th Hryðjuverkið í Beslan: Pútín vill rannsókn MOSKVA, AP Rússneskir saksóknarar fóru til Beslan í gær eftir að Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rannsókn á öllum þáttum gíslatöku- málsins í barnaskólanum í Beslan sem átti sér stað fyrir ári er alls 331 létu lífið, flest börn. Saksóknararnir áttu að funda með eftirlifendum og öðrum íbú- um Beslan, þar á meðal fulltrúum mæðra barna sem létu lífið í barnaskólanum. Mæðurnar hafa gagnrýnt harðlega rannsókn málsins til þessa en á fundi þeirra með Pútín í síðustu viku lofaði hann að verða að bón þeirra um að rannsaka málið til hlítar. ■ RÆDDU SAMAN Lars Sponheim, formaður Vinstriflokksins, ræðir við Sten Erik Hagen kaupsýslumann. Norsku ÞINGKOSNINGARNAR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Borgarfulltrúi frjálslyndra telur mikla hagræðingu felast í sameiningu sveitarfélaga. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi leggur fram tillögu í borgarstjórn: Höfu›borgarsvæ›i› sameinist Filippseyska þingið: Ákve›ur örlög forsetans FILIPPSEYJAR, AP Stjórnarandstaðan í Filippseyjum varaði við því á þinginu í gær að frávísun á máli Arroyo forseta myndi leiða til þess að ókyrrðin og upplausin sem ríkt hefur mánuðinn sem mál hennar hefur staðið yfir myndi versna til muna. Arroyo hefur meðal annars ver- ið sökuð um kosningasvindl. Þing- menn undirbúa nú umræður og at- kvæðagreiðslu um hvort fara eigi að ákvörðun þingnefndar um að vísa máli forsetans frá. PERSAFLÓI KAFBÁTUR OG FLUTNINGASKIP REKAST Á Bandarískur kjarn- orkuknúinn kafbátur og tyrk- neskt flutningaskip rákust á í Persaflóa aðfaranótt mánudags. Engan sakaði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.