Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 38
6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Á erfitt með að
ákveða mig hvort
betra sé að taka
strætó eða eiga bíl.
Bíllinn krefst fer-
lega mikilla út-
gjalda af minni
hálfu og þykir mér
það aldrei góð tíð-
indi. Sérstaklega þegar pen-
ingunum sem fara í bensín gæti
verið eytt í aðra þarfa hluti eins
og ný föt. Hins vegar á ég ósköp
erfitt með að sætta mig við
strætókerfið. Hélt það hefði
breyst til hins betra nú þegar
stundum er hægt að taka strætó á
tíu mínútna fresti. En nei það er
víst ekkert hægt að stóla á það því
voða fáir vilja vera strætóbíl-
stjórar í dag. Um daginn beið ég í
hálftíma eftir strætó sem átti að
koma á tíu mínútna fresti. Var
ekkert sérlega glöð.
Á hinn bóginn myndi ég sleppa
við að fara á verkstæði með bílinn
ef ég sem sagt ætti engan bíl og
tæki strætó. Þegar ég hugsa til
þess að fara á verkstæði þá fæ ég
sama hroll og þegar ég hugsa um
að fara á spítala eða til tannlækn-
is. Allir þessir karlar sem eru að
skoða bílinn og tala við mann eins
og maður sé algjör kjáni.
Svo segja þeir stórkarlalega:
„Heyrðu hann er bara bilaður, þú
verður að láta tékka á honum
reglulega!“ Horfa á mig með
ásakandi augnaráði og allt í einu
líður mér eins og ég sé komin
aftur í leikskóla og fóstran sé að
skamma mig fyrir að krota á borð-
ið. Eins og manni finnist ekki
nógu leiðinlegt að bíllinn sé bilað-
ur. Svo fara þeir að hlæja þegar
ég segist ekki vita hvað spindil-
kúlur eru. Leiðinlegu karlar.
Sem sagt eina leiðin til þess að
ég geti sleppt því að fara og hitta
verkstæðiskarla í nánustu fram-
tíð er að ég taki strætó og sætti
mig við strætókerfið. Þá sem sagt
á ég meiri pening, þarf ekki að
fara á verkstæði, þarf ekki að
vera stressuð í umferðinni og ekki
að hafa áhyggjur af nagladekkj-
um, olíu, vatnstanki, spindilkúlum
og fleira álíka óáhugaverðu. Best
að fara að kaupa rauða kortið. Og
föt. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR ÆTLAR AÐ FARA Í STRÆTÓ.
Verkstæðiskarlar vs. strætókerfið
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
5 7 2 1
9 8 6 5 3
6 4 9
2 8 1 7 4
7 2 6
5 1 4 7 3
7 2 3
6 1 5 4 8
4 9 8 6
■ SUDOKU DAGSINS
Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver
dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á
bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða
sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er
nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin
er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi.
Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á
www.sudoku.com.
Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað-
inu á morgun.
Lausn á gátu gærdagsins
Verkefnið er pottþéttara en
pottlok! Bílhurð opnuð, hand-
bremsa niður, flytja bíl frá
brunahana, forða vandræðum,
gera bílaeiganda glaðan. Ég fer
inn!
Og bílhurðin er byggð á
svo sniðugan hátt að hún
sprettur upp þegar hún
kemst í snertingu við lítinn
stálstreng.
.....eða við múr-
stein!
Fikti! Poti!
Skrúfi! Hristi!
Skrapi! Fikti! Ýti!
Fikti! Poti!
Skrúfi! Hristi!
Skrapi! Fikti! Ýti!
Ohh nei!!
Ekki enn eitt bréfið frá
Önnu!!
Hefurðu fengið
fleiri?
Fleiri?? Sjáðu
bara hérna!
Kvöld eftir
kvöld opnar
hún hjarta sitt
og eys yfir mig
tilfinningum
sínum og
draumum.
Af hverju að
eyða þeim í
þig?
Einmitt, og tárin á
pappírnum gera
það að verkum að
mjög erfitt er að
lesa bréfin!
Ég elþþka
Jarðardaginn!
Mamma, er
þetta orð?
ÍÍÍÍÍÍÍP!! Ah....uu....ehh....uuu....n
ei. Þetta er ekki orð.
Ó, allt
í lagi.
Sko, ég sagði þér að stafir
gætu verið skemmtilegir!