Fréttablaðið - 06.09.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 06.09.2005, Síða 46
34 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR Banda-ríska söngkonan Patti Smith, sem heldur tón- leika á Nasa í kvöld, hef- ur tekið ástfóstri við land og þjóð síðan hún kom í fyrrakvöld. Hún ákvað að fara í Bláa lónið í gær eftir að tónlistar- maðurinn Lou Reed hafði gefið staðnum bestu meðmæli. Sagði hann Patti að lónið væri besti stað- ur í heimi og að allir sem í það færu myndu yngjast um tíu ár. Patti skoð- aði sig einnig um í miðbænum og lýsti skömmu síðar yfir miklum áhuga á að kaupa þar hús. Söngvarinn Joe Cocker, sem héltvel heppnaða tónleika í Laugar- dalshöll á dögunum, hafði einka- kokk með í förinni hingað til lands. Cocker borðar spaghetti bolognese fyrir hverja tónleika og treystir greinilega engum öðrum til þess að matreiða þessa orku- ríku máltíð á rétt- an hátt en sín- um eigin kokki. Miðað við kraft- inn í Cocker í Höllinni er ljóst að kokk- urinn vann fyllilega fyrir kaupinu sínu. Nú styttist í að tökum ljúki á stór-mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, hér á landi. Eastwood og félagar eru hæstánægðir með land og þjóð. Helst hafa tæknimenn myndarinnar kvartað yfir breytileg- um vindi á tökustað en annars hafa menn verið mjög sáttir. Þriðjungur myndarinnar er tek- inn upp hér á landi, sem er mun stærri hluti en hef- ur verið notað- ur í flestum öðrum mynd- um sem hafa verið teknar upp hérlendis, þar á meðal Batman Begins og Tomb Raider. Lárétt: 2 land, 6 í röð, 8 keyra, 9 traust, 11 kringum, 12 fémunir, 14 samfestingur, 16 einnig, 17 gæfa, 18 óðagot, 20 ónefndur, 21 þjappa. Lóðrétt: 1 rífa upp með rótum, 3 samtök, 4 lán á himinháum vöxtum, 5 forskeyti, 7 traustur, 10 háma, 13 hár, 15 heimili, 16 margsinnis, 19 dýrahljóð. Lausn Lárétt: 2Laos,6æö,8aka,9trú,11um, 12auður, 14galli,16og,17lán,18fum, 20nn,21treð. Lóðrétt: 1ræta,3aa,4okurlán,5sam, 7öruggur, 10úða,13ull,15inni,16oft, 19me. Mannræninginn Axel Hasshaus að sögn bróður hans Vitlaust eintak af kvikmyndinni Strákarnir okkar hefur verið not- að til sýninga á myndinni hérlend- is síðan hún var frumsýnd síðast- liðinn föstudag. Að sögn Róberts Douglas, leik- stjóra Strákanna okkar, varð hann að fara með þetta eintak í umferð, því ellegar hefði hann þurft að seinka frumsýningu myndarinnar um mánuð. Hefði það komið sér afar illa, sérstaklega vegna aug- lýsingaherferðar sem hafði verið í gangi. „Þetta var klikk hjá þeim í London sem gera eftirvinnsl- una,“ segir Róbert. „Englendingar neita að vinna um helgar og hefðu getað náð réttu eintaki á laugar- deginum. Þeir voru bara búnir að litgreina tvo kafla í myndinni og voru ekki búnir með hljóðvinnsl- una, þannig að á fyrstu fimmtán mínútunum eru vandræði með hljóðið. Síðan týndu þeir tveimur atriðum og myndin var líka of dökk. En núna eru allir þessi punktar komnir í lag og rétta ein- takið verður sýnt á morgun [í dag],“ segir Róbert, sem vissi ekki af vandræðunum með hljóð- ið fyrr en hann sá myndina á frumsýningu í Háskólabíói. „Hefðum við vitað nákvæmlega hvernig þetta eintak var hefðum við líklega boðið gagnrýnendum seinna á sýninguna því það er stór munur á fyrsta eintakinu og þessu nýja, sérstaklega í hljóð- og myndvinnslu. En maður getur víst ekki annað gert en að segja fall er fararheill.“ Vitlaust eintak af Strákunum okkar STRÁKARNIR OKKAR Kvikmynd Róberts Douglas, Strákarnir okkar, var frumsýnd síðast- liðinn föstudag. Félagarnir úr Spaugstofunni, Sig- urður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason, ætla 1. október að fara af stað með sýn- inguna Efst á spaugi í Súlnasal Hótel Sögu. Um verður að ræða klukku- tíma langa skemmtidagskrá þar sem gestir geta snætt þríréttaða kvöldmáltíð og farið síðan á dans- leik með hljómsveitinni Saga Class. „Við höfum ekki verið með svona sýningu í töluverðan tíma,“ segir Örn Árnason. „Við vorum með kabaretta í Súlnasalnum sem lögðust af um tíma. Núna hafa hlutirnir þróast svo mikið að sum fyrirtæki eru orðin svo stór að það er erfitt að fá inni fyrir smærri fyrirtæki. Þannig að við ákváðum að reyna að búa til góða stemningu fyrir þessa smærri hópa í notalegu umhverfi. Þetta verður góður og gamaldags kabarett með gleðilegri dagskrá fyrir góða Íslendinga.“ Örn tók síðast þátt í kabarett sem þessum undir lok tíunda ára- tugarins ásamt Karli Ágústi og Ladda, en lengra er síðan Sigurð- ur spreytti sig á svona löguðu. Að sögn Arnar mun Efst á spaugi reyna að spegla samtímann að einhverju leyti, rétt eins og Spaugstofan hefur gert í gegnum árin. „Það hafa komið ýmsar hugmyndir, meðal annars að nota persónur úr Spaugstofunni, en við eigum eftir að vinsa úr þeim. Síðan er ein hugmynd að nota vídeótökuvél í salnum eins og er gert í beinum útsendingum í sjónvarpinu,“ segir hann. „Við ætlum að nota fólk í salnum, því maður er manns gaman. Við ætl- um að fá fólk með okkur því við viljum fyrst og fremst að fólk skemmti sér.“ Örn játar að þetta verði spennandi verkefni og skemmti- leg tilbreyting. „Þetta er gjör- ólíkt því sem við erum að gera í sjónvarpi og leikhúsi. Ef þetta virkar ekki færðu að vita það strax. Þú þarft ekki að bíða eftir því að fá einhverja gagnrýni í fjölmiðlum.“ Þess má geta að 17. september hefst Spaugstofan á nýjan leik í Ríkissjónvarpinu, væntanlega við mikinn fögnuð fjölmargra Íslendinga. freyr@frettabladid.is EFST Á SPAUGI Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason ætla að skemmta landsmönnum í Súlnasal Hótels Sögu. KABARETTINN EFST Á SPAUGI: HEFST Í SÚLNASALNUM 1. OKTÓBER Dagskrá fyrir góða Íslendinga SEM ER? SimPC er micro PC-tölva sem er á stærð við venju- lega vídeóspólu. Það er hægt að nota internetið, senda tölvupóst, það má fara inn á netbanka, koma myndum af staf- rænni myndavél yfir á tölvuna og prenta þær út. Það er einnig hægt að hringja í gegnum netið, horfa á myndir, hlusta á tónlist og spila leiki. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.simpc.com ...fær Magga Stína fyrir að taka það verkefni að sér að skemmta þjóðinni á laugardagskvöldum í vetur. HRÓSIÐ DÓTAKASSINN Örsmá en kná SIMPC SMÁTÖLVA 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G RÍ M U R B JA R N AS O N GALLAR? Það er ekki hægt að brenna geisladiska eða dvd-diska á þessari tölvu og það er ekki hægt að setja upp forrit í tölvunni upp á eig- in spýtur. Það er einnig frekar flókið að laga til myndir á þessari litlu tölvu. KOSTIR? Tölvan er auðveld í notkun vegna þess hve lítil hún er. Hún er samt sem áður örugg og laus við vandamál af flestu tagi. Hún er hljóðlát og notar litla orku. Líklega er þessi tölva góð fyrir ömmu gömlu sem þarf ekki að kljást við flóknar aðgerðir. Að öðru leyti munu líklega flestir þurfa á öflugri PC-tölvu að halda. Þær eru til betri á markaðnum en þessi. SimPC kostar um 30 þúsund krónur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.