Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 52
> Við hrósum ... ... Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að styrkja gott málefni með því að gefa allan ágóðann af leikjunum í Meistarakeppninni um helgina til foreldrafélags barna með axlarklemmu. Það er alltaf ánægjulegt þegar íþróttahreyfingin leggur góðu málefni lið með þessum hætti. Heyrst hefur ... ... að Valsmennirnir Guðmundur Benediktsson og Sigþór Júlíusson séu að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna en báðir fengu endurnýjaða lífdaga á Hlíðarenda í sumar eftir mögur ár í Vesturbænum þar á undan. Guðmundur átti frábært tímabil og Sigþór stóð fyrir sínu og þetta verður því mikill missir fyrir bikarmeistarana. sport@frettabladid.is 28 > Við vonum ... .... að íslenska landsliðið í knattspyrnu standi sig vel gegn sterku liði Póllands í dag. Það vantar marga góða leikmenn í íslenska liðið og því fá margir óreyndir leikmenn tækifæri til þess að sanna hvað í þeim býr. Arnór Atlason, Sigfús Sigurðsson og þjálfarinn Alfreð Gíslason í Magdeburg, slógu nýtt met í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með 23ja marka sigri á botnliði Wilhelmshavener HV í fyrra- kvöld, 45-22. Arnór fékk loksins tæki- færi í liði Magdeburg og skoraði sjö mörk og Sigfús skoraði þrjú. Magdeburg jafnaði met Kiel sem sigraði Pfullingen einnig með 23ja marka mun, 48-25, fyrir tveimur árum. „Ég spilaði allan leikinn, lengst af sem leikstjórnandi en síðasta korterið fór ég í hornið til að leysa Stefan Kretzschmar af hólmi en hann var hvíldur fyrir meist- aradeildina. Ég hef ekki verið þekktur sem liprasti hornamaður í heimi en ég skoraði samt tvö mörk úr horninu,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann missti algjörlega af undirbúningi Magdeburg fyrir leiktíðina þar sem hann var upptekinn með íslenska U21 árs landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi. Þar sem samkeppnin í liðinu er hörð hefur Arnór þurft að verma varamannabekkinn í haust og stundum þurft að horfa á leikina úr stúkunni. „Mér var auðvitað tjáð að ég væri framtíðarleikmaður. Ég vil samt sem áður láta að mér kveða þótt ég sé hálfgerð vara- skeifa eins og er og þess vegna var gott að fá tækifærið gegn Wilhelmshavener og sýna þeim hvað ég get. Sigfús spilaði einnig mjög vel í vörninni en hann tekur minni þátt í sóknarleiknum en skoraði samt þrjú mörk,“ sagði Arnór. Alfreð Gíslason sagði við Frétta- blaðið á dögunum að þetta yrði líklega hans síðasta tímabil sem þjálfari Magdeburg. „Það kemur okkur ekkert við hvað Alfreð ger- ir. Við ræðum þetta ekkert innan liðsins. Alfreð nýt- ur mikillar virðingar og hann sinnir vinnu sinni alveg hundrað prós- ent,“ sagði Arnór. ARNÓR ATLASON HJÁ MAGDEBURG: LEYSTI KRETZSCHMAR AF HÓLMI Í HORNINU Arnór, Sigfús og Alfre› slógu met 7. október 2005 FÖSTUDAGUR Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn FÓTBOLTI „Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nán- ast nýtt lið sem hleypur inn á völl- inn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, lands- liðsþjálfari Íslands, við Frétta- blaðið eftir seinni æfingu lands- liðsins í gær. Pólverjar hafa komið allra liða mest á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í gær en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði með í leiknum í dag. Þá sagði Ásgeir að líklega fái allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Pól- landi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliða- bandið í fyrsta sinn. „Við förum varlega inn í leik- inn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnar- leik. Ég hef enga trú á öðru en Pól- verjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undir- búningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auð- vitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM,“ segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson til- kynna byrjunarliðið í dag en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. thorsteinngunn@frettabladid.is Brynjar Björn Gunnarsson ver›ur fyrirli›i Íslands sem mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá í dag klukkan flrjú. Indri›i Sigur›sson hefur jafna› sig af veikindum og ver›ur einnig me›. VALUR - POTSDAM Sunnudaginn 9. október kl.14.00 á Laugardalsvelli ALLIR Á VÖLLINN Kringlunni LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Miðjumenn: Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson. FYRIRLIÐASKIPTI Brynjar Björn Gunnarsson mun bera fyrirliðabandið í stað Eiðs Smára í leiknum í dag. ■ ■ LEIKIR  19.00 Þór og ÍR mætast á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 Fylkir og Afturelding eigast við í DHL-deild karla í handbolta.  20.00 Selfoss og HK mætast í á Selfossi í DHL-deild karl í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00.  17.45 Landsleikur í knattspyrnu á Sýn. Leikur Íslands og Póllands sýndur beint.  19.55 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni.  20.55 NFL-tilþrif á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Föstudagur OKTÓBER Sven Göran Eriksson í vandræðum: FÓTBOLTI Rio Ferdinand og John Terry verða miðvarðarparið í enska landsliðinu sem mætir Austurríki á Old Trafford á morgun í undankeppni HM, en Sol Campbell þarf að dúsa á varamannabekknum. Sven Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englendinga, hefur í fyrsta skipti í langan tíma alla þessa þrjá varnarmenn heila heilsu og þarf að gera upp á milli þeirra. Ferdinand hefur verið gagnrýndur fyrir frammi- stöðu sína í haust en þrátt fyrir það heldur Eriksson tryggð við hann. David Beckham og Michael Owen hafa jafnað sig af meiðsl- um og æfðu með enska landslið- inu í gær og verða með á morg- un. Talið er að Peter Crouch, framherji Liverpool, verði í fremstu víglínu með Michael Owen en Wayne Rooney er í leikbanni. Tekur Ferdinand fram yfir Campbell Átta liða úrslit Hópbílabikars kvenna í körfubolta: Haukastúlkur í undanúrslitin KÖRFUBOLTI Haukastúlkur eru komnar í undanúrslit Hópbílabik- ars kvenna eftir 24 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks, 76-52, á Ás- völlum en Blikar höfðu unnið fyrri leikinn með átta stigum. Blikar voru vel inn í leiknum framan af Haukar áttu góðan sprett í lok fyrri hálfleiks sem kom þeim 12 stigum yfir fyrir hlé, 37- 25, og gerðu síðan endanlega út um leikinn með því að skora 10 stig í röð í lok þess þriðja. Haukar unnu að lokum með 24 stiga mun og þar með einvígið samanlegt með 16 stigum. Pálína Gunnlaugsdóttir átti mjög góðan dag hjá Haukum, skoraði 19 stig, stal 6 boltum og gaf 5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 15 stig, 7 fráköst og 5 stolna og Hanna Hálfdanardóttir skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Þá má ekki gleyma þætti Sigrúnar Ámundadóttur sem skoraði 13 stig. Hauka þurftu því að- eins 8 stig frá Keshu Tardy sem tók þá 10 fráköst. Hjá Breiðabliki var Jessalyn Dev- eny með 24 stig, 8 fráköst og 4 stoðsend- ingar, Freyja Sigurjónsdóttir skoraði 9 stig og Efemía Sigurbjörnsdóttir skoraði 7 stig. PÁLÍNA ALLT Í ÖLLU Pálína Gunnlaugs- dóttir tók á sig meiri ábyrgð í fjarveru Helenu Sverrisdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 52-53 (28-29) Sport 6.10.2005 22:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.