Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 74
22 Kvennali› Stjörnunnar féll úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í gær me› flví a› tapa me› sex marka mun, 27–33, fyrir tyrkneska li›inu Anadolu University. Fimm marka sigur Stjörnunnar í fyrri leiknum dug›i ekki til. Stjörnustúlkur fóru illa að ráði sínu HANDBOLTI „Ég er svekktur og sár. Það var stress í liðinu í leiknum og við erum að nýta dauðafærin afskaplega illa. Þá vorum við ekki að spila neinn varnarleik ef frá eru taldar síðustu mínúturnar. Karakter míns liðs var einfald- lega ekki nægilega sterkur í dag en Anadolu spilaði fína vörn núna og eru með fínan markvörð. Það voru tveir frábærir leikmenn sem kláruðu þennan leik fyrir liðið,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, eftir tapið gegn Anadolu í gær. Stjarnan fór illa að ráði sínu í viðureignunum gegn tyrkneska liðinu og er því úr leik í Áskor- endakeppninni eftir sex marka tap að Ásvöllum í gær, 27-33. Rakel Bragadóttir og Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir voru marka- hæstar í liði Stjörnunnar með fimm mörk hvor. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Stjörnustúlk- um eftir leikinn í gær enda léku þær mjög illa í þessum tveimur leikjum sem báðir voru á þeirra heimavelli. „Það eru mikil vonbrigði að hafa ekki náð að klára þetta verk- efni, sérstaklega í ljósi þess að við spilum báða leikina á heimavelli. Hver og ein kom illa undirbúin undir þetta verkefni og við ætluð- um að gera þetta bara með vinstri,“ sagði Aðalsteinn. Línu- maðurinn Elísabet Gunnarsdóttir segir að nánast allt hafi klikkað hjá liðinu. „Þær tyrknesku komu hins vegar sterkari til leiks og það var helst markvarslan sem var munurinn. Makrvörður þeirra varði ekkert í fyrri leiknum en nú var hún í stuði og var sífellt að verja frá okkur úr dauðafærum,“ sagði Elísabet. elvar@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Evrópukeppni félagsliða: VALUR–POTSDAM 1–8 Guðný Óðinsdóttir skoraði mark Vals á 36. mínútu. ARSENAL–FRANKFURT 1–1 MONTPELLIER–BRØNDBY 3–0 Áskorendakeppni Evrópu: ANADOLU U.–STJARNAN 33–27 Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Kristín Jóhanna Clausen 4, Hind Hannesdóttir 4, Sólveig Kjærnested 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Ezbieta Kowal 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1. Anadolu University vann samanlagt, 67–66. Meistaradeild Evrópu: GORENJE VELENJE–HAUKAR 38–25 STAÐAN Í C-RIÐLI: GORENJE V. 2 2 0 0 77–49 4 ÅRHUS 2 2 0 0 63–55 4 HAUKAR 2 0 0 2 52–66 0 MERAN 2 0 0 2 52–74 0 PATRICK VIEIRA Óánægður með jafnteflið. Slakt hjá Frökkum gegn Sviss: Vieira bi›st afsökunar FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Patrick Vieira hefur stigið fram og beðist afsökunar á slæmri frammistöðu sinni með franska landsliðinu í 1–1 jafnteflinu gegn Sviss á laug- ardag. Vieira hefur leikið 82 landsleiki fyrir Frakkland en hef- ur sjaldan leikið jafn illa og hann gerði um helgina. „Ég var hræði- lega lélegur,“ sagði Vieira en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. „Ef ég fer inn á völlinn þá er ég tilbúinn til að spila, svo einfalt er það. Ég þekki mig það vel að ég á að vita hvað ég get. Mér datt aldrei í hug að biðja um skipt- ingu,“ sagði Vieira sem fyrir tíma- bilið gekk til liðs við Juventus frá Arsenal og hefur fundið sig vel í ítalska boltanum. 10. október 2005 MÁNUDAGUR SLOPPIN Rakel Dögg Bragadóttir reynir hvað hún getur til að koma í veg fyrir að tyrkneski leikmaðurinn komist í gott skotfæri en án árang- urs. Rakel skoraði fimm mörk í gær. JI-SUNG PARK Hefur slegið í gegn hjá Manchester United. Sir Alex Ferguson gat valið: Park frekar en Owen FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur opinberað það að hann hafi valið Suður-Kóreumanninn Park Ji-sung frekar en enska landsliðs- manninn Michael Owen. Park kom á Old Trafford í sumar frá PSV Eindhoven og er þegar farinn að láta til sín taka í ensku úrvals- deildinni. Hann átti meðal annars stórleik í síðasta leik United en þá lagði hann upp öll þrjú mörk United í 3-2 sigri á Fulham. Owen var sterklega orðaður við United áður en hann gekk til liðs við Newcastle en Sir Alex ákvað að fá Park frekar til liðsins. „Michael er mjög góður en mér fannst við frekar þurfa á leik- manni eins og Park að halda. Við hefðum vel getað fengið Owen en við ákváðum að taka Park í stað- inn. Hann er framtíðarleikmaður og við erum í skýjunum með að hafa fengið hann,“ sagði Alex Ferguson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.