Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 72
Bæ›i karlali› Njar›víkur og kvennali› Keflavíkur vör›u titla sína er flau ur›u meistarar meistaranna í Keflavík í gær. Stúlkurnar fóru heldur létt me› bikar- meistara Hauka en Njar›vík haf›i betur gegn heimamönnum hjá körlunum. Glæsilegur sigur Njarðvíkur KÖRFUBOLTI Njarðvík varði titil sinn í Meistarakeppninni í körfuknattleik karla er liðið sigr- aði Keflavík 94-79 á heimavelli Keflvíkinga. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 14–4 en Njarð- víkingar voru komnir yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 18–22. Liðin áttu bæði góða spretti í öðrum leikhluta og Njarðvíkingar áttu aftur góðan sprett og komust fjór- um stigum yfir í hálfleik, 46–42. Keflvíkingar áttu í fullu tré við Njarðvíkinga í þriðja leikhlutan- um þrátt fyrir villuvandræði og aftur skildi fjögur stig liðin að fyrir síðasta leikhlutann. Njarð- víkingar kláruðu svo leikinn í fjórða leikhluta. Jeb Ivey var allt í öllu hjá Njarðvík og skoraði 33 stig og átti fimm stoðsendingar, tók átta fráköst og hitti úr fimmt- án af sextán vítum sínum. Friðrik Stefánsson skoraði fimmtán stig fyrir Njarðvík og var erfiður við að eiga undir körfunni. Risinn Egill Jónasson átti þá góða spretti og skoraði þrettán stig og var með átta varin skot auk þess sem hann átti tvær eftirminnilegar troðslur í fjórða leikhluta. Hjá Keflavík var Magnús Gunnarsson góður með 20 stig og 7 stoðsendingar. Makedóníu- maðurinn í liði Keflavíkur var ekki kominn með leikheimild og gat því ekki verið með. Jón Norð- dal Hafsteinsson meiddist í upp- hafi síðari hálfleiks. Auðvelt hjá Keflavíkurstúlkum Kvennalið Keflavíkur sendi sterk skilaboð til hinna liðanna í deild- inni með mjög öruggum og sann- færandi sigri á bikarmeisturum Hauka í úrslitaleik Meistara- keppni kvenna. Hafnfirðingar voru án fyrirliða síns, Helenu Sverrisdóttur, og áttu Haukar ekkert svar við stífri pressuvörn Keflavíkur. Keflavík stal alls 29 boltum af Haukaliðinu í leiknum og var duglegt að refsa fyrir mis- tök bikarmeistaranna, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Ótrúleg breidd er komin í Keflavíkurliðið og er erfitt að sjá hvort eitthvert lið standist þeim snúning á Ís- landsmótinu. LEIKIR GÆRDAGSINS Meistarakeppni KSÍ: KEFLAVÍK–HAUKAR 76–47 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 15, Reshea Bristol 14 (stal 13 boltum, 6 stoðs.), María Erlingsdóttir 10 (7 frák.), Anna María Sveinsdóttir 8 (8 frák.), Rannveig Randversdóttir 8, Ingibjörg Vilbergsdóttir 7, Svava Stefánsdóttir 4, Margrét Sturludóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Birna Guðmundsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig Hauka: Kesha Tardy 14 (20 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Ragnheiður Theodórsdóttir 9, Sara Pálmadóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 4, Eva Ólafsdóttir 2. KEFLAVÍK–NJARÐVÍK 79–94 Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 20 (7 stoðs.), Arnar Freyr Jónsson 16 (5 stoðs), Jason Kalsow 14 (11 frák.), Gunnar Einarsson 7, Elentínus Margeirsson 5, Halldór Halldórsson 5, Gunnar Stefánsson 5, Davíð Þór Jónsson 3, Jón Norðdal Hafsteinsson 2, Þröstur Jóhannsson 2. Stig Njarðvík: Jeb Ivey 33 (8 frák., 5 stoðs.), Friðrik Stefánsson 15 (8 frák.), Egill Jónasson 13 (8 varin), Brenton Birmingham 12, Jóhann Árni Ólafsson 12 (9 frák.), Kristján Sigurðsson 6, Örvar Þór Kristjánsson 2, Guðmundur Jónsson 1 (7 stoðs.). Haukar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Meistaradeild Evrópu í gær: HANDBOLTI Haukar úr Hafnar- firði steinlágu í gær fyrir sló- venska liðinu Gorenje Velenje ytra, 38–25, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Haukar spiluðu ágætlega í fyrri hálf- leik og voru fimm mörkum undir í hálfleik en slóvensku meistararnir gengu á lagið síð- ustu tíu mínúturnar og hrein- lega keyrðu yfir Íslandsmeist- arana. Þjálfari slóvenska liðsins er enginn annar en Lars Walter sem lék á sínum tíma með KA- mönnum hér á landi og greini- legt að hann er að standa sig vel með Slóvenanna. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur að leik loknum. „Við töpuðum þessu of stórt. Þeir náðu að tína af okkur eitt og eitt mark í leiknum en gengu svo frá okk- ur síðustu tíu mínúturnar. Við bjuggumst svo sem ekki við sigri hér en ætluðum svo sann- arlega ekki að tapa svo stórt. Upphaflegt markmið okkar var þriðja sætið en við erum engu síður ekkert búnir að gefa upp vonina um annað sætið,“ sagði Páll, þjálfari Hafnfirðinganna. Haukar taka á móti Torggler Group Meran frá Ítalíu á sunnudaginn kemur í leik sem Haukarnir verða að vinna ætli þeir sér þriðja sætið í riðlinum í það minnsta. firettán marka tap Hauka í Slóveníu KAPPAKSTUR Það voru Frakkar sem báru sigur úr býtum í A1 kappakstrinum sem fram fór á Lausitzring í Þýskalandi í gær. Nicolas Lapierre var maður dagsins en hann vann bæði í hraðakeppninni og í sjálfum kappakstrinum. Lapierre var í forystu allt frá byrjun en það var Robbie Kerr frá Bretlandi sem náði öðru sætinu. Kerr var í 24. sæti að lokinni hraðakeppn- inni en setti þá allt á fullt og hirti á endanum silfrið. „Ég lenti í árekstri í hraða- keppninni og því má með sanni segja að úrslitin hafi verið ótrú- leg. Ég held að sú ákvörðun okk- ar að taka þjónustuhlé snemma hafi gert gæfumuninn,“ sagði Kerr að loknum kappakstrinum. Brasilíumenn eru sem stendur í efsta sæti í heildarkeppninni með 30 stig en Frakkar og Ný- Sjálendingar koma næstir á eftir með 29 þegar tveimur keppnum af tólf er lokið. Næsta keppni fer fram í Portú- gal eftir tvær vikur en hún er sú síðasta sem fram fer í Evrópu. Tvöfaldur franskur sigur 10. október 2005 MÁNUDAGUR 50% afsláttur af öllum tækjum. Rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af eldri vörum Erotica Shop • Hverfisgata 82 Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englands: Vi› getum vel or›i› heimsmeistarar FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, segir að liðið geti vel orðið heimsmeist- ari í Þýskalandi ef það verður heppið með meiðsli lykilmanna. Enska landsliðið tryggði sér far- seðilinn til Þýskalands um helg- ina eftir að Holland bar sigurorð af Tékklandi. „Við erum með rosalega sterkt lið og ég er nánast sannfærður um að keppnin verði mjög góð fyrir okkur. Við erum eitt af fjórum til fimm liðum sem geta unnið mótið á næsta ári og getum vel gert það ef við missum ekki lykilmenn í meiðsli,“ sagði Eriksson. England hef- ur ekki verið að spila neitt mjög sannfærandi í undankeppninni en á laugardag- inn vann liðið nauman 1-0 sigur á Austurríki. „Við unnum vel sam- an sem lið, vörðumst vel og áttum nokkrar mjög góðar sóknir. Ég veit það vel að við getum spilað betri fótbolta. Markmiðið var að komast í lokakeppnina og nú hef- ur það markmið náðst þannig að ég er mjög ánægður,“ sagði Eriksson. Nicolas Lapierre sigraði í A1 í Þýskalandi: SVEN-GÖRAN ERIKSSON Bjartsýnn landsliðsþjálfari. BIKARINN Á LOFTI Brenton Birmingham fylgist með þegar Halldór Karlsson lyftir hér bikarnum sem Njarðvík fékk fyrir sigurinn á Keflavík í gær. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.